Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? Hópur fólks í ungmennaráði UNICEF á Íslandi skrifar 16. maí 2024 17:01 „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. Hún er skýr en það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau börn sem koma til landsins á flótta frá heimili sínu fái að njóta réttinda Barnasáttmálans líkt og önnur börn. Þann 20. febrúar 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi en hafði fyrir það verið fullgiltur síðan 1992. Ísland hefur því verið að fylgja Barnasáttmálanum í rúm 30 ár. Stjórnvöld og opinberar stofnanir ættu því að vera vel að sér í málum er varða réttindi barna og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim réttindum sem Barnasáttmálinn kveður á um. Því miður virðist það ekki vera raunin og greinilega kominn tími á upprifjun hjá hinu opinbera. Yazan er tólf ára drengur frá Palestínu sem kom til landsins fyrir tæpu ári síðan. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne sem er mjög ágengur og ræðst á alla vöðva líkamans og notast Yazan því við hjólastól. Hér á Íslandi hefur hann fengið mikla þjónustu til þess að halda sjúkdómnum í skefjum og hefur hann aðlagast lífinu vel hér á landi. Nú stendur til að vísa Yazan, ásamt fjölskyldu sinni, úr landi og missir hann því aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem að hann hefur fengið hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn móður Yazan hrakar honum mikið ef hann missir af reglubundnum tímum hjá lækni eða sjúkraþjálfara og því erfitt að ímynda sér afleiðingar þess að missa þá þjónustu í marga mánuði. Í 23. grein Barnasáttmálans segir að „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á.“ Með því að brottvísa Yazan brjóta stjórnvöld á þeim grundvallarréttindum hans á því að lifa eins góðu lífi og völ er á. Með því að svipta hann nauðsynlegri þjónustu setja stjórnvöld heilsu hans, menntun og þroska í hættu og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans. Í 6. grein Barnasáttmálans er fjallað um skyldur stjórnvalda þegar að kemur að því að sjá til þess að börn fái að lifa góðu lífi og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann takmarkað aðgengi að skóla, félagslífi og heilbrigðis þjónustu sem setur hans líf og þroska í hættu. Þetta breyttist þó við komu hans til landsins og hefur hann fengið aukinn aðgang að þeirri þjónustu sem hann þarfnast og segir, „Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna.“ Hér á landi hefur hann því fengið að þroskast eins og hann á rétt á. Hægt er að nefna margar aðrar greinar Barnasáttmálans sem stjórnvöld myndu brjóta ef af þessari brottvísun verður. Eins og sést er virkilega mikilvægt fyrir heilsu og þroska Yazan að hann fái að vera áfram á Íslandi þar sem að hann fær viðeigandi stuðning vegna fötlunar sinnar. Við skorum því Útlendingastofnun, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að sjá til þess að Yazan fái að búa hér á landi áfram og tryggja þannig aðgang hans að lífsnauðsynlegri þjónustu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi. Brynjar Bragi Einarsson, formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, varaformaður Anh Ngoc Bui Arndís Rut Sigurðardóttir Bergþóra Hildur Andradóttir Dagur Björgvin Jónsson Gerður María Sveinsdóttir Guðrún Baldursdóttir Gunnhildur Daðadóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæ Humadóttir Sólveig Hjörleifsdóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. Hún er skýr en það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau börn sem koma til landsins á flótta frá heimili sínu fái að njóta réttinda Barnasáttmálans líkt og önnur börn. Þann 20. febrúar 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi en hafði fyrir það verið fullgiltur síðan 1992. Ísland hefur því verið að fylgja Barnasáttmálanum í rúm 30 ár. Stjórnvöld og opinberar stofnanir ættu því að vera vel að sér í málum er varða réttindi barna og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim réttindum sem Barnasáttmálinn kveður á um. Því miður virðist það ekki vera raunin og greinilega kominn tími á upprifjun hjá hinu opinbera. Yazan er tólf ára drengur frá Palestínu sem kom til landsins fyrir tæpu ári síðan. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne sem er mjög ágengur og ræðst á alla vöðva líkamans og notast Yazan því við hjólastól. Hér á Íslandi hefur hann fengið mikla þjónustu til þess að halda sjúkdómnum í skefjum og hefur hann aðlagast lífinu vel hér á landi. Nú stendur til að vísa Yazan, ásamt fjölskyldu sinni, úr landi og missir hann því aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem að hann hefur fengið hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn móður Yazan hrakar honum mikið ef hann missir af reglubundnum tímum hjá lækni eða sjúkraþjálfara og því erfitt að ímynda sér afleiðingar þess að missa þá þjónustu í marga mánuði. Í 23. grein Barnasáttmálans segir að „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á.“ Með því að brottvísa Yazan brjóta stjórnvöld á þeim grundvallarréttindum hans á því að lifa eins góðu lífi og völ er á. Með því að svipta hann nauðsynlegri þjónustu setja stjórnvöld heilsu hans, menntun og þroska í hættu og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans. Í 6. grein Barnasáttmálans er fjallað um skyldur stjórnvalda þegar að kemur að því að sjá til þess að börn fái að lifa góðu lífi og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann takmarkað aðgengi að skóla, félagslífi og heilbrigðis þjónustu sem setur hans líf og þroska í hættu. Þetta breyttist þó við komu hans til landsins og hefur hann fengið aukinn aðgang að þeirri þjónustu sem hann þarfnast og segir, „Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna.“ Hér á landi hefur hann því fengið að þroskast eins og hann á rétt á. Hægt er að nefna margar aðrar greinar Barnasáttmálans sem stjórnvöld myndu brjóta ef af þessari brottvísun verður. Eins og sést er virkilega mikilvægt fyrir heilsu og þroska Yazan að hann fái að vera áfram á Íslandi þar sem að hann fær viðeigandi stuðning vegna fötlunar sinnar. Við skorum því Útlendingastofnun, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að sjá til þess að Yazan fái að búa hér á landi áfram og tryggja þannig aðgang hans að lífsnauðsynlegri þjónustu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi. Brynjar Bragi Einarsson, formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, varaformaður Anh Ngoc Bui Arndís Rut Sigurðardóttir Bergþóra Hildur Andradóttir Dagur Björgvin Jónsson Gerður María Sveinsdóttir Guðrún Baldursdóttir Gunnhildur Daðadóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæ Humadóttir Sólveig Hjörleifsdóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun