Barcelona þarf tæplega tuttugu milljarða fyrir lok júnímánaðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2024 23:30 Mögulega verður einhver af þessum seldur fyrir 30. júní. EPA-EFE/Alejandro Garcia Barcelona þarf að fá tæplega tuttugu milljarða íslenskra króna í kassann fyrir 30. júní ætli félagið sér að festa kaup á leikmönnum, eða skrá nýja leikmenn, í sumar. Fjármál félagsins hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri eftir að félagið virtist vera við það að fara á hausinn. Voru ýmsar kanínur dregnar úr hattinum til að halda félaginu gangandi síðasta sumar og nú virðist þurfa slíkt hið sama á nýjan leik. The Athletic hefur greint frá því að félagið sé með 130 milljón evra – rúm 20 milljarða íslenskra króna – holu í bókhaldi sínu sem þarf að fylla. Ástæðan er regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga. Ástæðan er sú að Barcelona er með alltof háan launakostnað miðað við tekjur. Hluti af þeirri upphæð gæti komið í gegnum hina ýmsa samninga sem Börsungar hafa gert undanfarin misseri en til að komast á slétt stefnir í að félagið þurfi að selja leikmenn. Takist liðinu ekki að komast á slétt má það ekki skrá nýja leikmenn, sama hvort þeir komi á frjálsri sölu eða láni. Barcelona's financial problems are mounting.They have a €130million hole in their accounts they need to fill by June 30 if they are to sign any new players this summer — and discussions with La Liga and UEFA are on the agenda.@dermotmcorrigan explains the latest.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 16, 2024 Sem stendur opnar félagaskiptaglugginn á Englandi 14. júní, sama dag og EM en enn á eftir að tilkynna hvenær glugginn á Spáni, Ítalíu, Frakklandi og Þýskalandi opnar. Gæti það haft áhrif á hversu vel félaginu mun ganga að safna þessum tuttugu milljörðum. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Fjármál félagsins hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri eftir að félagið virtist vera við það að fara á hausinn. Voru ýmsar kanínur dregnar úr hattinum til að halda félaginu gangandi síðasta sumar og nú virðist þurfa slíkt hið sama á nýjan leik. The Athletic hefur greint frá því að félagið sé með 130 milljón evra – rúm 20 milljarða íslenskra króna – holu í bókhaldi sínu sem þarf að fylla. Ástæðan er regluverk spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga. Ástæðan er sú að Barcelona er með alltof háan launakostnað miðað við tekjur. Hluti af þeirri upphæð gæti komið í gegnum hina ýmsa samninga sem Börsungar hafa gert undanfarin misseri en til að komast á slétt stefnir í að félagið þurfi að selja leikmenn. Takist liðinu ekki að komast á slétt má það ekki skrá nýja leikmenn, sama hvort þeir komi á frjálsri sölu eða láni. Barcelona's financial problems are mounting.They have a €130million hole in their accounts they need to fill by June 30 if they are to sign any new players this summer — and discussions with La Liga and UEFA are on the agenda.@dermotmcorrigan explains the latest.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 16, 2024 Sem stendur opnar félagaskiptaglugginn á Englandi 14. júní, sama dag og EM en enn á eftir að tilkynna hvenær glugginn á Spáni, Ítalíu, Frakklandi og Þýskalandi opnar. Gæti það haft áhrif á hversu vel félaginu mun ganga að safna þessum tuttugu milljörðum.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira