Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2024 14:01 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, hélt tölu á ársfundinum. Þorkell Þorkelsson Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. Þetta kom fram á ársfundi Landspítalans sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu í dag. Í tilkynningu frá spítalnum segir að samhliða hafi unnum stöðugildum í raun fækkað um 0,7 prósent þegar tekið sé tillit til vinnutímastyttingar, þótt starfsfólki hafi fjölgað. „Hlutfallslega hefur erlendum sjúklingum fjölgað meira en sjúklingum með íslenskt ríkisfang eða um ríflega 15% milli ára, að meðtöldum ferðamönnum Langstærstur hluti sjúklinga Landspítala sækir dag- og göngudeildarþjónustu spítalans en eingöngu um 15% þettsjúklinga þarfnast innlagnar. Líkt og á við um aðrar heilbrigðisstofnanir, hérlendis sem erlendis, er mönnun ein af stærstu áskorunum Landspítala. Fjölgun starfsfólks, sem nemur 2,5% milli 2022 og 2023, er nánast af helmingi borin uppi af fólki með erlent ríkisfang og ljóst er að án aðflutts starfsfólks væri mönnunarvandi Landspítala alvarlegri en ella. Á spítalanum starfar fólk af 69 þjóðernum og er stærstur hluti þess hóps frá Filippseyjum og næststærsti frá Póllandi. Hægt er að fylgjast með ársfundinum í spilaranum að neðan. Yfirskrift ársfundar Landspítala í ár er „Þróun í takt við þarfir sjúklinga“. Ávörp flytja Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs spítalans, kynnir ársreikning og fer yfir lykiltölur í starfsemi spítalans. Einnig eru á dagskrá þrjú erindi og pallborðsumræður, auk árlegra heiðrana starfsfólks spítalans. Í ávarpi sínu leggur Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, áherslu á þróun tæknilausna til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir þjónustu samhliða skorti á starfsfólki, en Landspítali hefur náð góðum árangri í þróun stafrænna lausna. Tryggja þurfi að tími starfsfólks nýtist til samskipta við sjúklinga og aðstandendur eftir því sem fremst er unnt, en eins og staðan er í dag fari of mikill tími í tölvuvinnu sem mætti gera skjótvirkari, m.a. með vel völdum tæknilausnum. Til þess þurfi að fjárfesta í stafrænni tækni og tryggja trausta stefnumótun á landsvísu. Runólfur fjallar einnig um mikilvægi þess að starfsfólk leggi sig fram um að hlusta á sjúklinga, sem bæði eykur líkur á betri þjónustu og eflir traust til spítalans. Þá áréttar Runólfur mikilvægi vísindarannsókna og menntunar sem eru lykilhlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Í máli bæði Runólfs og Gunnars kemur fram að rekstur spítalans hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Skurðaðgerðum fjölgaði til að mynda um 8% milli 2022 og 2023 og aukning var á bæði innlögnum og heimsóknum á dag- og göngudeildir. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hefur gengið vel á spítalanum en árið 2023 var fyrsta árið sem greitt var eftir samningi við stjórnvöld um þjónustutengda fjármögnun. Hún er mikilvægur liður í því að spítalinn geti sýnt fram á unnin verk og fengið greiðslur fyrir aukna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Sjá meira
Þetta kom fram á ársfundi Landspítalans sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu í dag. Í tilkynningu frá spítalnum segir að samhliða hafi unnum stöðugildum í raun fækkað um 0,7 prósent þegar tekið sé tillit til vinnutímastyttingar, þótt starfsfólki hafi fjölgað. „Hlutfallslega hefur erlendum sjúklingum fjölgað meira en sjúklingum með íslenskt ríkisfang eða um ríflega 15% milli ára, að meðtöldum ferðamönnum Langstærstur hluti sjúklinga Landspítala sækir dag- og göngudeildarþjónustu spítalans en eingöngu um 15% þettsjúklinga þarfnast innlagnar. Líkt og á við um aðrar heilbrigðisstofnanir, hérlendis sem erlendis, er mönnun ein af stærstu áskorunum Landspítala. Fjölgun starfsfólks, sem nemur 2,5% milli 2022 og 2023, er nánast af helmingi borin uppi af fólki með erlent ríkisfang og ljóst er að án aðflutts starfsfólks væri mönnunarvandi Landspítala alvarlegri en ella. Á spítalanum starfar fólk af 69 þjóðernum og er stærstur hluti þess hóps frá Filippseyjum og næststærsti frá Póllandi. Hægt er að fylgjast með ársfundinum í spilaranum að neðan. Yfirskrift ársfundar Landspítala í ár er „Þróun í takt við þarfir sjúklinga“. Ávörp flytja Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs spítalans, kynnir ársreikning og fer yfir lykiltölur í starfsemi spítalans. Einnig eru á dagskrá þrjú erindi og pallborðsumræður, auk árlegra heiðrana starfsfólks spítalans. Í ávarpi sínu leggur Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, áherslu á þróun tæknilausna til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir þjónustu samhliða skorti á starfsfólki, en Landspítali hefur náð góðum árangri í þróun stafrænna lausna. Tryggja þurfi að tími starfsfólks nýtist til samskipta við sjúklinga og aðstandendur eftir því sem fremst er unnt, en eins og staðan er í dag fari of mikill tími í tölvuvinnu sem mætti gera skjótvirkari, m.a. með vel völdum tæknilausnum. Til þess þurfi að fjárfesta í stafrænni tækni og tryggja trausta stefnumótun á landsvísu. Runólfur fjallar einnig um mikilvægi þess að starfsfólk leggi sig fram um að hlusta á sjúklinga, sem bæði eykur líkur á betri þjónustu og eflir traust til spítalans. Þá áréttar Runólfur mikilvægi vísindarannsókna og menntunar sem eru lykilhlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Í máli bæði Runólfs og Gunnars kemur fram að rekstur spítalans hefur tekið stakkaskiptum á liðnum árum. Skurðaðgerðum fjölgaði til að mynda um 8% milli 2022 og 2023 og aukning var á bæði innlögnum og heimsóknum á dag- og göngudeildir. Innleiðing þjónustutengdrar fjármögnunar hefur gengið vel á spítalanum en árið 2023 var fyrsta árið sem greitt var eftir samningi við stjórnvöld um þjónustutengda fjármögnun. Hún er mikilvægur liður í því að spítalinn geti sýnt fram á unnin verk og fengið greiðslur fyrir aukna þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent