Innlent

Kon­ráð nýr efna­hags­ráð­gjafi ríkis­stjórnarinnar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Konráð hefur starfað fyrir ríkisstjórnina síðan í nóvember sem aðstoðarmaður ráðherra.
Konráð hefur starfað fyrir ríkisstjórnina síðan í nóvember sem aðstoðarmaður ráðherra.

Konráð S. Guðjónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnar og mun bera starfstitilinn efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar. Konráð hefur undanfarið unnið sem aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrún R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra. 

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að aðstoðarmenn ríkisstjórnar séu nú þrír líkt og áður en auk Konráðs eru það Dagný Jónsdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir. 

Þá segir að þær breytingar verði núna að Áslaug María Friðriksdóttir verði aðstoðarmaður forsætisráðherra ásamt Hersi Aroni Ólafssyni en áður starfaði hún sem aðstoðarmaður ríkisstjórnar.

Konráð er hagfræðingur með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands og M.Sc. frá Warwick-háskóla. Hann hefur verið aðstoðarmaður utanríkisráðherra og þar áður fjármála- og efnahagsráðherra en hann tók við því starfi þegar Þórdís Kolbrún tók við starfi fjármálaráðherra og fór svo með henni í utanríkisráðuneytið. 

Áður starfaði Konráð meðal annars sem aðalhagfræðingur Arion banka, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og tímabundið sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins. Þá hefur hann sinnt kennslu við Háskóla Íslands, starfað hjá Hagfræðistofnun og við þróunarsamvinnu í Úganda og Tansaníu.


Tengdar fréttir

Konráð frá Arion banka til Þórdísar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Konráð S. Guðjónsson sem aðstoðarmann. Konráð hefur undanfarið hálft ár starfað sem aðalhagfræðingur Arion banka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×