„Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá“ Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2024 09:01 Vangaveltur Jóns Gnarr um heimsókn á Bessastaði vöktu upp katínu á meðal mótframbjóðenda hans. Vísir/Vilhelm Jóni Gnarr þykir sérkennilegt að forsetaframbjóðendum hafi ekki verið boðið í bústað forseta Íslands á Bessastöðum. Þetta kom fram í forsetakappræðum á Stöð 2 síðastliðið fimmtudagskvöld. „Það er svo skrítið með þetta allt saman. Hérna erum við að sækjast eftir því að flytja þangað,“ sagði Jón og benti á mynd af Bessastöðum. „Og eyða þarna fjórum, átta, tólf, tuttugu árum. Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá þetta.“ Jón sagðist vita lítið um það hvernig sé að búa á Bessastöðum. „Fólk er að spyrja mig: „Ef þú verður forseti eru húsgögn þarna?“ Ég bara hef ekki hugmynd um það.“ Hefur þú aldrei komið á Bessastaði? „Ég hef komið á Bessastaði, en ég hef ekki fengið guide-ferð,“ sagði hann og spurði aðra frambjóðendur: „Er þetta ekki skrýtið krakkar? Finnst ykkur þetta ekki skrýtið?“ Hann segir að þeir sem hafi stofnað til forsetaframboðs eigi að fá boð á staðinn þar sem viðkomandi sé mögulega að fara eyða næstu áratugum af lífi sínu. Hann tók þó fram að honum þætti þetta ekki vera persónulegt mál Guðna Th. Jóhannessonar, sitjandi forseta, að bjóða í heimsókn. „Þetta á bara að vera hluti af einhverju sem heitir fagleg stjórnsýsla.“ Jón sagðist hafa eytt miklum tíma af kappræðunum í að horfa á mynd af Bessastöðum sem var á vegg á móti honum. „Ha, er það þarna sem hann býr? Eða ætli það sé þarna?“ Þessi mynd af Bessastöðum hékk báðum megin við frambjóðendur í kappræðum Stöðvar 2 og vakti athygli Jóns GnarrVísir/Vilhelm Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Það er svo skrítið með þetta allt saman. Hérna erum við að sækjast eftir því að flytja þangað,“ sagði Jón og benti á mynd af Bessastöðum. „Og eyða þarna fjórum, átta, tólf, tuttugu árum. Engu okkar er boðið að koma þarna og sjá þetta.“ Jón sagðist vita lítið um það hvernig sé að búa á Bessastöðum. „Fólk er að spyrja mig: „Ef þú verður forseti eru húsgögn þarna?“ Ég bara hef ekki hugmynd um það.“ Hefur þú aldrei komið á Bessastaði? „Ég hef komið á Bessastaði, en ég hef ekki fengið guide-ferð,“ sagði hann og spurði aðra frambjóðendur: „Er þetta ekki skrýtið krakkar? Finnst ykkur þetta ekki skrýtið?“ Hann segir að þeir sem hafi stofnað til forsetaframboðs eigi að fá boð á staðinn þar sem viðkomandi sé mögulega að fara eyða næstu áratugum af lífi sínu. Hann tók þó fram að honum þætti þetta ekki vera persónulegt mál Guðna Th. Jóhannessonar, sitjandi forseta, að bjóða í heimsókn. „Þetta á bara að vera hluti af einhverju sem heitir fagleg stjórnsýsla.“ Jón sagðist hafa eytt miklum tíma af kappræðunum í að horfa á mynd af Bessastöðum sem var á vegg á móti honum. „Ha, er það þarna sem hann býr? Eða ætli það sé þarna?“ Þessi mynd af Bessastöðum hékk báðum megin við frambjóðendur í kappræðum Stöðvar 2 og vakti athygli Jóns GnarrVísir/Vilhelm
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira