Mætti í sjónvarpið eftir nokkurra ára hlé og segist hafa lært sína lexíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2024 22:22 Kevin Spacey dauðlangar að fá að leika á ný jafnvel þó nýjar ásakanir hafi verið lagðar fram. Ernesto Ruscio/Getty Images) Kevin Spacey segist hafa lært sína lexíu og segist vilja komast aftur til vinnu í leiklistarbransanum. Leikarinn mætti í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal í áraraðir til að ræða málið. „Ég er að reyna að sýna fram á það að ég hef hlustað. Ég hef lært. Ég fékk minnisblaðið,“ segir Kevin Spacey sem ræddi málin í sjónvarpsþætti Chris Cuomo. „Ég er sterklega á þeirri skoðun að sama hvaða mistök ég hef gert í lífinu, þá hafi ég þegar borgað brúsann.“ Leikarinn hefur ekki unnið í sjö ár, allt frá því að fyrstu mennirnir stigu fram og lýstu því að hann hefði brotið á þeim kynferðislega á barnsaldri. Síðan þá hafa mál gegn leikaranum verið látin niður falla fyrir rétti bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Heimildarmynd um meint brot leikarans var nýverið sýnd í Bretlandi og ber heitið Spacey Unmasked. Þar er farið yfir meint brot leikarans og stíga fleiri fram til þess að lýsa þessum meintum brotum hans, að því er fram kemur í umfjöllun Deadline. Þar á meðal er einn leikari sem segir hann hafa káfað á sér á setti House of Cards, einna vinsælustu þátta Netflix streymisveitunnar. Hafi ekki fengið að svara fyrir sig Spacey neitar ásökunum sem birtast í myndinni. Hann segir ósanngirni hafa ráðið of mikilli för í vegferð MeToo hreyfingarinnar og fullyrðir að heiðarleg blaðamennska muni leiða í ljós að hann hafi ekkert rangt gert. „Ég þarf að leggja mikið á mig til þess að endurvinna það traust sem sumir gætu hafa misst til mín,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. „Ég hef hlustað. Ég er reiðubúinn til að halda áfram með líf mitt. Ég vil sanna það að ég er heiðarlegur maður. Ábyrgðin á því er mín,“ segir Spacey. Hann segist aldrei hafa gert neitt ólöglegt. Þá segir hann Channel 4, stöðina sem framleiðir heimildarmyndina, ekki hafa gefið honum réttmætt tækifæri til að svara ásökunum sem fram koma í myndinni. Hann hefur áður sagst hafa beðið um meiri tíma en sjö daga til þess að svara. Það hafi Channel 4 ekki tekið í mál. Áður höfðu Hollywood stjörnur líkt og Liam Neeson, Sharon Stone og Stephen Fry komið leikaranum til varnar vegna myndarinnar. Þau segja að tími sé kominn á að hann fái að snúa aftur í leiklistina. Hollywood Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20 Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30 Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
„Ég er að reyna að sýna fram á það að ég hef hlustað. Ég hef lært. Ég fékk minnisblaðið,“ segir Kevin Spacey sem ræddi málin í sjónvarpsþætti Chris Cuomo. „Ég er sterklega á þeirri skoðun að sama hvaða mistök ég hef gert í lífinu, þá hafi ég þegar borgað brúsann.“ Leikarinn hefur ekki unnið í sjö ár, allt frá því að fyrstu mennirnir stigu fram og lýstu því að hann hefði brotið á þeim kynferðislega á barnsaldri. Síðan þá hafa mál gegn leikaranum verið látin niður falla fyrir rétti bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Heimildarmynd um meint brot leikarans var nýverið sýnd í Bretlandi og ber heitið Spacey Unmasked. Þar er farið yfir meint brot leikarans og stíga fleiri fram til þess að lýsa þessum meintum brotum hans, að því er fram kemur í umfjöllun Deadline. Þar á meðal er einn leikari sem segir hann hafa káfað á sér á setti House of Cards, einna vinsælustu þátta Netflix streymisveitunnar. Hafi ekki fengið að svara fyrir sig Spacey neitar ásökunum sem birtast í myndinni. Hann segir ósanngirni hafa ráðið of mikilli för í vegferð MeToo hreyfingarinnar og fullyrðir að heiðarleg blaðamennska muni leiða í ljós að hann hafi ekkert rangt gert. „Ég þarf að leggja mikið á mig til þess að endurvinna það traust sem sumir gætu hafa misst til mín,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. „Ég hef hlustað. Ég er reiðubúinn til að halda áfram með líf mitt. Ég vil sanna það að ég er heiðarlegur maður. Ábyrgðin á því er mín,“ segir Spacey. Hann segist aldrei hafa gert neitt ólöglegt. Þá segir hann Channel 4, stöðina sem framleiðir heimildarmyndina, ekki hafa gefið honum réttmætt tækifæri til að svara ásökunum sem fram koma í myndinni. Hann hefur áður sagst hafa beðið um meiri tíma en sjö daga til þess að svara. Það hafi Channel 4 ekki tekið í mál. Áður höfðu Hollywood stjörnur líkt og Liam Neeson, Sharon Stone og Stephen Fry komið leikaranum til varnar vegna myndarinnar. Þau segja að tími sé kominn á að hann fái að snúa aftur í leiklistina.
Hollywood Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20 Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30 Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2. maí 2024 23:20
Kevin Spacey létt eftir sýknudóm Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum. 26. júlí 2023 20:30
Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. 26. júlí 2023 14:20