Ætlar alla leið í baráttu fyrir nafninu sínu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. maí 2024 15:38 Rúnar Geirmundsson vill fá að heita Rúnar Hroði Geirmundsson. Bylgjan „Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“ Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í morgun greindi Rúnar frá því að hann hafi verið nýbyrjaður í kraftlyftingum þegar nafnið festist við hann. „Þegar ég byrjaði að keppa var ég ekkert rosalega sterkur. Þá lyfti ég tölum sem einn vinur minn, sem er nú fallinn frá, sagði að væru alveg hroðalegar. „Þú ert bara algjör hroðinn,“ sagði hann.“ Þrátt fyrir þetta átti Rúnar eftir að verða heimsmeistari í kraftlyftingum. „Það var ég, sem hroðinn, sem kláraði það verkefni eins og öll þau verkefni sem ég tek að mér.“ Sjá einnig: Nafnið Hroði of hroðalegt Rúnar Hroði segist hafa ákveðið að láta Mannanafnanefnd taka málið fyrir, ekki síst vegna þess að vinur hans sem kallaði hann það fyrst er nú látinn. „Ég var viss um að þetta myndi fara í gegn,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi kynnt sér hvað þurfi til að nafn sé samþykkt, og honum hafi þótt borðliggjandi um að Hroði stæðist það allt. „En svo fæ ég þær skýringar að þetta þyki of hroðalegt. Þetta þyki hrottalegt og tengt við neikvæðar lýsingar.“ Rúnari þykir það sérstakt að huglætt mat nefndarmanns Mannanafnanefndar ráði för um hvað hann megi heita. „Hvar annars staðar má maður ekki heita það sem maður vill heita?“ Hann segist vera kominn með lögmann í málið og ætlar „alla leið“. Hann ætlar sér að geta heitið Hroði. Hroði til umfjöllunar á Alþingi Þetta mál var ekki bara rætt í Bítinu á Bylgjunni heldur líka hinu háa Alþingi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, hélt ræðu um ákvörðun mannanafnefndar á þingfundi í dag. Hann segir hana dæmi um forsjárhyggju. „Mig langar sérstaklega að taka fyrir úrskurð mannanafnanefndar sem hún birti fyrir tveimur dögum síðan þar sem ákveðið var að nafnið Hroði mætti ekki vera nafn. Af hverju mátti það ekki?“ spurði Gísli sem benti á að nafnið stæðist öll skilyrði nema áðurnefnt huglætt mat. Nafnið megi ekki vera til ama. Gísla þykir sérstakt að ekki megi bera nafnið Hroði.Vísir/Vilhelm „Og hver á að ákveða hvað er til ama og hvað er ekki til ama? Jú, mannanafnanefnd ákveður að vegna þess að þetta getur þýtt það sama og uppgangur og slím í lungum, rusl, úrgangur og óþverri hljóti þetta að vera slæmt nafn.“ Hann benti þá á að á sama fundi Mannanafnanefndar hafi eiginnafnið Klaki verið samþykkt. „Þegar orðabók Árnastofnunar er skoðuð og orðinu Hroði flett upp þá kemur fram að ein af skilgreiningunum á því er krapakenndur ís á sjó eða vatni. Og hver er munurinn á því og klaka?“
Mannanöfn Bítið Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira