Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. maí 2024 23:01 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ívar Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun telur að símanotkun sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Þeir sem noti síma við akstur séu allt að fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Samgöngustofa og Sjóvá hrundu af stað herferð á dögunum með yfirskriftinni: Ekki taka skjáhættuna. Lögreglan, sem kannast vel við þetta vandamál, ákvað að taka þátt í átakinu. „Þetta er náttúrulega bara lögbrot. Það er skýrt í umferðarlögum að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar er bannaður. Þannig við ákváðum að hoppa á vagninn með Samgöngustofu og erum að horfa mikið á þetta þessa dagana,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumenn séu of mikið í því að tala í símann en auk þess sé vaxandi notkun samfélagsmiðla áhyggjuefni. Fólk sé að senda tölvupósta eða jafnvel horfa á kvikmyndir á meðan það er að keyra sem Árni segir algjörlega glórulaust. Fjörutíu þúsund króna sekt Stundum virðist sá misskilningur ríkja að það sé í lagi að nota símann undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis sem vegvísi. Árni segir það af og frá. „Ef þú notar þetta sem vegvísi áttu að stilla símann áður en þú ferð af stað. Þú getur haft símann opinn en þú mátt ekki nota hann.” Það sem við sjáum líka talsvert er að fólk heldur á símanum og talar í hann í gegnum hátalarakerfið. Það er bara notkun án handfrjáls búnaðar og við kærum hiklaust fyrir það. Sektin fyrir að nota símann undir stýri er fjörutíu þúsund krónur. En farsímanotkun er ekki það eina sem lögregla hugar að þessa dagana. Nú er tími nagladekkja liðinn og grannt er fylgst með. „Síðan 13. maí höfum við verið að fylgjast vel með þessum málum og höfum sektað og kært tuttugu og níu ökumenn. Sektin er töluverð, tuttugu þúsund krónur á dekk. Flest ökutæki eru með fjögur dekk svo þetta er heilmikil upphæð,” segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri. Samgöngur Bílar Umferðaröryggi Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun telur að símanotkun sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum. Þeir sem noti síma við akstur séu allt að fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Samgöngustofa og Sjóvá hrundu af stað herferð á dögunum með yfirskriftinni: Ekki taka skjáhættuna. Lögreglan, sem kannast vel við þetta vandamál, ákvað að taka þátt í átakinu. „Þetta er náttúrulega bara lögbrot. Það er skýrt í umferðarlögum að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar er bannaður. Þannig við ákváðum að hoppa á vagninn með Samgöngustofu og erum að horfa mikið á þetta þessa dagana,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumenn séu of mikið í því að tala í símann en auk þess sé vaxandi notkun samfélagsmiðla áhyggjuefni. Fólk sé að senda tölvupósta eða jafnvel horfa á kvikmyndir á meðan það er að keyra sem Árni segir algjörlega glórulaust. Fjörutíu þúsund króna sekt Stundum virðist sá misskilningur ríkja að það sé í lagi að nota símann undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis sem vegvísi. Árni segir það af og frá. „Ef þú notar þetta sem vegvísi áttu að stilla símann áður en þú ferð af stað. Þú getur haft símann opinn en þú mátt ekki nota hann.” Það sem við sjáum líka talsvert er að fólk heldur á símanum og talar í hann í gegnum hátalarakerfið. Það er bara notkun án handfrjáls búnaðar og við kærum hiklaust fyrir það. Sektin fyrir að nota símann undir stýri er fjörutíu þúsund krónur. En farsímanotkun er ekki það eina sem lögregla hugar að þessa dagana. Nú er tími nagladekkja liðinn og grannt er fylgst með. „Síðan 13. maí höfum við verið að fylgjast vel með þessum málum og höfum sektað og kært tuttugu og níu ökumenn. Sektin er töluverð, tuttugu þúsund krónur á dekk. Flest ökutæki eru með fjögur dekk svo þetta er heilmikil upphæð,” segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri.
Samgöngur Bílar Umferðaröryggi Lögreglumál Slysavarnir Tengdar fréttir Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Var í símanum á 142 kílómetra hraða áður en hann lést Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni. 13. maí 2024 09:29