Reus kvaddi með draumamarki og Leverkusen kláraði tímabilið ósigrað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2024 15:33 Liðsfélagar Marcos Reus báru hann á kóngastól eftir að hann skoraði gegn Darmstadt í dag, í sínum síðasta heimaleik fyrir Borussia Dortmund. getty/Dean Mouhtaropoulos Bayer Leverkusen fór ósigrað í gegnum þýsku úrvalsdeildina sem lauk í dag. Einn dáðasti sonur Borussia Dortmund kvaddi með marki beint úr aukaspyrnu í síðasta heimaleiknum. Leverkusen bar sigurorð af Augsburg, 2-1, á heimavelli. Victor Boniface og Robert Andrich skoruðu mörk meistaranna. Leverkusen vann 28 af 34 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gerði sex jafntefli. Markatala liðsins var 89-24. 𝙐𝙣𝙜𝙚𝙨𝙘𝙝𝙡𝙖𝙜𝙚𝙣 𝙈𝙚𝙞𝙨𝙩𝙚𝙧 𝙎𝙑𝘽! #B04FCA 2:1 #DeutscherMeisterSVB #Bayer04 #Winnerkusen #Werkself #Bundesliga pic.twitter.com/Mp2qY6IwPa— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 18, 2024 Stuttgart náði 2. sætinu af Bayern München sem tapaði fyrir Hoffenheim, 4-2. Bæjarar komust í 0-2 eftir sex mínútna leik en síðan gekk þeim allt í óhag í síðasta leiknum undir stjórn Thomas Tuchel. Á meðan vann Stuttgart stórsigur á Borussia Mönchengladbach, 4-0. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk en hann var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 28 mörk. Harry Kane hjá Bayern var markahæstur með 34 mörk. Marco Reus lék sinn síðasta leik fyrir Dortmund á Signal Iduna Park. Hann skoraði annað mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Dortmund vann leikinn, 4-0, og endaði í 5. sæti deildarinnar. Eftir tvær vikur mætir liðið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Reus gæti þar kvatt félagið sitt með titli. Hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leiknum gegn Darmstadt í dag þar sem allir á Signal Iduna Park stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa. Marco Reus was given a standing ovation by both teams and a guard of honor after subbing off for the last time in the Bundesliga 🥹 pic.twitter.com/CcjuUGCdsx— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2024 Union Berlin bjargaði sér frá falli með dramatískum 2-1 sigri á Freiburg. Janik Haberer skoraði sigurmark Berlínarliðsins í uppbótartíma. Köln og Darmstadt falla en Bochum fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit dagsins Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz Þýski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Leverkusen bar sigurorð af Augsburg, 2-1, á heimavelli. Victor Boniface og Robert Andrich skoruðu mörk meistaranna. Leverkusen vann 28 af 34 leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og gerði sex jafntefli. Markatala liðsins var 89-24. 𝙐𝙣𝙜𝙚𝙨𝙘𝙝𝙡𝙖𝙜𝙚𝙣 𝙈𝙚𝙞𝙨𝙩𝙚𝙧 𝙎𝙑𝘽! #B04FCA 2:1 #DeutscherMeisterSVB #Bayer04 #Winnerkusen #Werkself #Bundesliga pic.twitter.com/Mp2qY6IwPa— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 18, 2024 Stuttgart náði 2. sætinu af Bayern München sem tapaði fyrir Hoffenheim, 4-2. Bæjarar komust í 0-2 eftir sex mínútna leik en síðan gekk þeim allt í óhag í síðasta leiknum undir stjórn Thomas Tuchel. Á meðan vann Stuttgart stórsigur á Borussia Mönchengladbach, 4-0. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk en hann var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni með 28 mörk. Harry Kane hjá Bayern var markahæstur með 34 mörk. Marco Reus lék sinn síðasta leik fyrir Dortmund á Signal Iduna Park. Hann skoraði annað mark liðsins með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 38. mínútu. Dortmund vann leikinn, 4-0, og endaði í 5. sæti deildarinnar. Eftir tvær vikur mætir liðið Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Reus gæti þar kvatt félagið sitt með titli. Hann fékk heiðursskiptingu á 81. mínútu í leiknum gegn Darmstadt í dag þar sem allir á Signal Iduna Park stóðu á fætur og klöppuðu honum lof í lófa. Marco Reus was given a standing ovation by both teams and a guard of honor after subbing off for the last time in the Bundesliga 🥹 pic.twitter.com/CcjuUGCdsx— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2024 Union Berlin bjargaði sér frá falli með dramatískum 2-1 sigri á Freiburg. Janik Haberer skoraði sigurmark Berlínarliðsins í uppbótartíma. Köln og Darmstadt falla en Bochum fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit dagsins Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz
Leverkusen 2-1 Augsburg Hoffenheim 4-2 Bayern Stuttgart 4-0 Gladbach Dortmund 4-0 Darmstadt Union Berlin 2-1 Freiburg Frankfurt 2-2 Leipzig Heidenheim 4-1 Köln Werder Bremen 4-1 Bochum Wolfsburg 1-3 Mainz
Þýski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira