„Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 17:48 Guðbergur Egill Eyjólfsson er fyrrverandi fyrirliði íslenska blaklandsliðsins. Hann hvetur landsliðið til að sleppa því að mæta á Ísraelsleikinn eða mæta, fara inn á völlinn og gera ekki neitt. Aðsend/HK Digranes Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í blaki fordæmir ákvörðun landsliðsins um að keppa við ísraelska landsliðið í CEV Silver deildinni sem fer fram í Digranesi í Kópavogi um helgina. Hann hvetur liðið til að mæta ekki á leikinn. Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifaði skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag sem ber nafnið „Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki“. Þar segir hann íslenska landsliðið í stöðu sem gæti haft áhrif til góðs á alþjóðavísu og segist vona að það nyti sér það tækifæri. Samkvæmt áætlun helgarinnar mun íslenska landsliðið í blaki etja kappi við ísraelska liðið á morgun klukkan þrjú. Þetta hefur vakið athygli á Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, en hávær krafa hefur verið í samfélaginu um að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. „Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið,“ segir í bréfi Guðbergs. „Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Þá segir hann ekki hægt að fela sig á bak við staðreyndina að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hafi til að mynda verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael noti íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. „Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem manneskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi,“ segir Guðbergur. „Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingarbúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita,“ segir hann jafnframt. Blak Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifaði skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag sem ber nafnið „Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki“. Þar segir hann íslenska landsliðið í stöðu sem gæti haft áhrif til góðs á alþjóðavísu og segist vona að það nyti sér það tækifæri. Samkvæmt áætlun helgarinnar mun íslenska landsliðið í blaki etja kappi við ísraelska liðið á morgun klukkan þrjú. Þetta hefur vakið athygli á Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, en hávær krafa hefur verið í samfélaginu um að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. „Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið,“ segir í bréfi Guðbergs. „Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Þá segir hann ekki hægt að fela sig á bak við staðreyndina að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hafi til að mynda verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael noti íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. „Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem manneskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi,“ segir Guðbergur. „Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingarbúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita,“ segir hann jafnframt.
Blak Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn