Kvaddi stuðningsmennina og kenndi þeim lag um nýja stjórann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 20:00 Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag. James Baylis - AMA/Getty Images Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Alls stýrði Klopp liðinu í 491 leik frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið alla þá stóru titla sem í boði voru. Liðið varð Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og deildarbikarmeistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og heimsmeistaramót félagsliða. Það var því tilfinningarík stund eftir sigur Liverpool í dag þegar Jürgen Klopp fékk orðið og ávarpaði stuðningsmenn. „Mér líður ekki eins og þetta sé endinn á einhverju. Mér líður eins og þetta sé ný byrjun. Í dag sá ég fótboltalið fullt af hæfileikum, ungum leikmönnum, þrá og græðgi. Þetta er einn hlutinn af því að þróast og það er það sem þú þarft að gera,“ sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. „Á þessum vikum sem ég hef haft of mikla athygli á mér hef ég komist að ýmsu. Fólk segir að ég hafi gert efasemdamenn að bjartsýnismönnum. Það er ekki rétt. Þið gerðuð það. Það er enginn sem segir ykkur að missa trúna. Þetta félag er á sínum besta stað í langan tíma.“ „Við eigum þennan magnaða völl, frábæra æfingaaðstöðu og ykkur - ofurkraft heimsfótboltans. Vá!“ bætti Klopp við. „Við ákveðum sjálf hvort við höfum áhyggjur eða hvort við erum spennt. Við ákveðum hvort við trúum. Við ákveðum hvort við treystum eða ekki. Í dag er ég einn af ykkur og ég mun halda áfram að trúa.“ „Ég sá marga gráta í dag og ég mun gera það líka í kvöld af því að ég mun sakna margra, en breytingar eru af hinu góða. Þetta verður allt í góðu því grunnatriðin eru hundrað prósent í lagi hérna. „Þið skuluð taka jafn vel á móti nýja stjóranum eins og þið tókuð á móti mér. Þið skuluð styðja við hann frá fyrsta degi. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að ýta liðinu áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir. Þið eruð besta lið í heimi. Takk fyrir,“ sagði Klopp að lokum áður en hann kenndi stuðningsmönnum Liverpool lag um nýja stjórann sem tekur nú við, Arne Slot. Söng Klopp má sjá í X-færslunni hér fyrir neðan. Wow, this is one of the most unique moments in football. Jurgen Klopp just started a cheer for ARNE SLOT, LA, LA, LA, LA,LA.pic.twitter.com/PtAbnpzmzK— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira
Alls stýrði Klopp liðinu í 491 leik frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið alla þá stóru titla sem í boði voru. Liðið varð Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og deildarbikarmeistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og heimsmeistaramót félagsliða. Það var því tilfinningarík stund eftir sigur Liverpool í dag þegar Jürgen Klopp fékk orðið og ávarpaði stuðningsmenn. „Mér líður ekki eins og þetta sé endinn á einhverju. Mér líður eins og þetta sé ný byrjun. Í dag sá ég fótboltalið fullt af hæfileikum, ungum leikmönnum, þrá og græðgi. Þetta er einn hlutinn af því að þróast og það er það sem þú þarft að gera,“ sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. „Á þessum vikum sem ég hef haft of mikla athygli á mér hef ég komist að ýmsu. Fólk segir að ég hafi gert efasemdamenn að bjartsýnismönnum. Það er ekki rétt. Þið gerðuð það. Það er enginn sem segir ykkur að missa trúna. Þetta félag er á sínum besta stað í langan tíma.“ „Við eigum þennan magnaða völl, frábæra æfingaaðstöðu og ykkur - ofurkraft heimsfótboltans. Vá!“ bætti Klopp við. „Við ákveðum sjálf hvort við höfum áhyggjur eða hvort við erum spennt. Við ákveðum hvort við trúum. Við ákveðum hvort við treystum eða ekki. Í dag er ég einn af ykkur og ég mun halda áfram að trúa.“ „Ég sá marga gráta í dag og ég mun gera það líka í kvöld af því að ég mun sakna margra, en breytingar eru af hinu góða. Þetta verður allt í góðu því grunnatriðin eru hundrað prósent í lagi hérna. „Þið skuluð taka jafn vel á móti nýja stjóranum eins og þið tókuð á móti mér. Þið skuluð styðja við hann frá fyrsta degi. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að ýta liðinu áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir. Þið eruð besta lið í heimi. Takk fyrir,“ sagði Klopp að lokum áður en hann kenndi stuðningsmönnum Liverpool lag um nýja stjórann sem tekur nú við, Arne Slot. Söng Klopp má sjá í X-færslunni hér fyrir neðan. Wow, this is one of the most unique moments in football. Jurgen Klopp just started a cheer for ARNE SLOT, LA, LA, LA, LA,LA.pic.twitter.com/PtAbnpzmzK— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira