Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 11:20 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu Ísraelshers á Gasa. Yfirlýst markmið stjórnvalda er að útrýma Hamas í kjölfar árásar þeirra á Ísrael í október. AP Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. Það kemur í hlut dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til þess að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum og því myndi slík niðurstaða hafa takmarkaða þýðingu fyrir Netanjahú og Gallant aðra en að gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Yfir 36.685 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn með innrás Hamas í Ísrael þar sem yfir 1.200 Ísraelsmenn og erlendir ríkisborgarar féllu samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í síðustu viku. Aðgerðir Ísraelshers hafa leitt til mannúðarkrísu á Gasa og hafa yfir áttatíu prósent íbúa yfirgefið heimili sín. Þá eru hundruð þúsunda á barmi hungursneyðar, að mati Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn í miðhluta Gasa biðu í gær eftir því að vörubílar með hjálpargögn kæmust yfir á svæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hamla mannúðaraðstoð.Ap/Abdel Kareem Hana Í yfirlýsingu frá Karim A.A. Khan KC, aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að á grundvelli aflaðra sönnunargagna sé ástæða til að telja að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, leiðtogi hernaðararms Hamas og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Ísrael og Palestínu frá 7. október 2023. Sömuleiðis telur saksóknarinn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðastæði Palestínuríkis á Gasa frá 8. október 2023. Aðalsaksóknarinn sakar Ísrael meðal annars um að beita hungri sem lið í stríðsrekstri sínum og beina aðgerðum að almennum borgurum á Gasa. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir að hamla flutningi hjálpargagna inn á svæðið. Brotin fari enn fram Í tilfelli Hamas-liða staðhæfir aðalsaksóknarinn að glæpirnir hafi verið hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás Hamas og annarra vopnaðra hópa á ísraelska borgara. Brotin eru meðal annars sögð fela í sér morð á almennum borgurum, gíslatöku auk nauðgana og annarra kynferðisbrota. Telur aðalsaksóknarinn að sumir þessara glæpa eigi sér enn stað í dag. Fram kemur í yfirlýsingu hans að aðgerðir Hamas þann 7. október 2023 hafi falið í sér samviskulausa glæpi og krefjist að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Í sömu yfirlýsingu eru stríðsglæpir ísraelskra stjórnvalda sagðir hafa verið framdir sem hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás á palestínska borgara í samræmi við stefnu yfirvalda í Ísrael. Umrædd brot eigi sér enn stað. Sönnunargögn á borð við viðtöl við eftirlifendur og sjónarvotta, myndskeið, ljósmyndir, hljóðefni, gervihnattarmyndir og yfirlýsingar frá yfirvöldum eru að mati ákæruvaldsins sögð sýna að Ísrael hafi af ásettu ráði og með kerfisbundnum hætti komið í veg fyrir að almenningur á Gasa fengi gögn sem eru nauðsynleg fólki til að halda lífi. Óljóst er hvenær dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn taka málið fyrir en vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óski eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Það kemur í hlut dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til þess að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum og því myndi slík niðurstaða hafa takmarkaða þýðingu fyrir Netanjahú og Gallant aðra en að gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Yfir 36.685 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum sem hófust 7. október síðastliðinn með innrás Hamas í Ísrael þar sem yfir 1.200 Ísraelsmenn og erlendir ríkisborgarar féllu samkvæmt tölum sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman í síðustu viku. Aðgerðir Ísraelshers hafa leitt til mannúðarkrísu á Gasa og hafa yfir áttatíu prósent íbúa yfirgefið heimili sín. Þá eru hundruð þúsunda á barmi hungursneyðar, að mati Sameinuðu þjóðanna. Palestínumenn í miðhluta Gasa biðu í gær eftir því að vörubílar með hjálpargögn kæmust yfir á svæðið. Ísraelsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hamla mannúðaraðstoð.Ap/Abdel Kareem Hana Í yfirlýsingu frá Karim A.A. Khan KC, aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins segir að á grundvelli aflaðra sönnunargagna sé ástæða til að telja að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, leiðtogi hernaðararms Hamas og Ismail Haniyeh, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðasvæði Ísrael og Palestínu frá 7. október 2023. Sömuleiðis telur saksóknarinn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins beri refsiábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni sem hafi farið fram á yfirráðastæði Palestínuríkis á Gasa frá 8. október 2023. Aðalsaksóknarinn sakar Ísrael meðal annars um að beita hungri sem lið í stríðsrekstri sínum og beina aðgerðum að almennum borgurum á Gasa. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök hafa gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld fyrir að hamla flutningi hjálpargagna inn á svæðið. Brotin fari enn fram Í tilfelli Hamas-liða staðhæfir aðalsaksóknarinn að glæpirnir hafi verið hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás Hamas og annarra vopnaðra hópa á ísraelska borgara. Brotin eru meðal annars sögð fela í sér morð á almennum borgurum, gíslatöku auk nauðgana og annarra kynferðisbrota. Telur aðalsaksóknarinn að sumir þessara glæpa eigi sér enn stað í dag. Fram kemur í yfirlýsingu hans að aðgerðir Hamas þann 7. október 2023 hafi falið í sér samviskulausa glæpi og krefjist að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Í sömu yfirlýsingu eru stríðsglæpir ísraelskra stjórnvalda sagðir hafa verið framdir sem hluti af útbreiddri og kerfisbundinni árás á palestínska borgara í samræmi við stefnu yfirvalda í Ísrael. Umrædd brot eigi sér enn stað. Sönnunargögn á borð við viðtöl við eftirlifendur og sjónarvotta, myndskeið, ljósmyndir, hljóðefni, gervihnattarmyndir og yfirlýsingar frá yfirvöldum eru að mati ákæruvaldsins sögð sýna að Ísrael hafi af ásettu ráði og með kerfisbundnum hætti komið í veg fyrir að almenningur á Gasa fengi gögn sem eru nauðsynleg fólki til að halda lífi. Óljóst er hvenær dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn taka málið fyrir en vikur og jafnvel mánuðir geta liðið frá því að saksóknari óski eftir handtökuheimild þar til dómarar taka afstöðu til málsins. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira