Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2024 15:33 Mótmælandi les dagblað fyrir utan dómstólinn í London. Fjöldi stuðningsmanna mætti þangað til að styðja málstað Assange í dag. Ap/Kin Cheung Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. Niðurstaðan var kveðin upp í dag. Verjendur Assange sögðu bandarísk yfirvöld ekki hafa veitt fullvissu fyrir því að hann myndi njóta sömu stjórnarskrárbundnu málfrelsisverndar og bandarískir ríkisborgarar ef hann yrði framseldur þangað frá Bretlandi. Assange á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í sautján liðum og eina ákæru fyrir tölvumisnotkun í tengslum við birtingu WikiLeaks á miklum fjölda leyniskjala úr fórum bandarískra yfirvalda fyrir nærri fimmtán árum síðan. Voru skjölin afhent af Chelsea Manning, sem starfaði þá sem verktaki fyrir bandaríska herinn. Stella Assange, eiginkona Julian Assange ávarpaði fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag. Ap/Kin Cheung Hundruð stuðningsmanna fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómshúsið og sagði Stella Assange, eiginkona Julian að bandarísk yfirvöld hafi reynt að setja „varalit á svín“ en dómararnir séð í gegnum það. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Stella bætti við að Bandaríkjastjórn ætti að endurmeta stöðuna og láta málið niður falla. „Fyrir fjölskylduna þá er þetta léttir en hversu lengi getur þetta haldið áfram? Þessi málarekstur er skammarlegur og hann er að taka gríðarlegan toll af Julian.“ Eigi að njóta fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Assange hefur varið síðustu fimm árum í bresku hámarksöryggisfangelsi eftir að hafa dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Assange var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag af heilsufarsástæðum, að sögn verjanda hans. Lögmenn Assange hafa byggt málsvörn sína á því að hann hafi verið blaðamaður sem afhjúpaði brot sem Bandaríkjaher framdi í Írak og Afganistan. Yrði hann sendur til Bandaríkjanna muni hann þurfa að þola pólitískt málshöfðunarferli og ekki njóta réttlætis. Bandarísk yfirvöld segja að aðgerðir Assange hafi farið út fyrir mörk blaðamennsku þar sem hann hafi ekki einungis safnað upplýsingum heldur einnig reynt að falast eftir, stolið og birt leynileg gögn af handahófi. Dómararnir við dómstólinn í London féllust á að með því að birta gögnin hafi Assange í raun talist vera útgefandi. Hann eigi því rétt á þeirri vernd sem fyrsti viðauki stjórnarskrár bandaríkjanna veiti blaðamönnum og fjölmiðlum. Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Niðurstaðan var kveðin upp í dag. Verjendur Assange sögðu bandarísk yfirvöld ekki hafa veitt fullvissu fyrir því að hann myndi njóta sömu stjórnarskrárbundnu málfrelsisverndar og bandarískir ríkisborgarar ef hann yrði framseldur þangað frá Bretlandi. Assange á yfir höfði sér ákæru fyrir njósnir í sautján liðum og eina ákæru fyrir tölvumisnotkun í tengslum við birtingu WikiLeaks á miklum fjölda leyniskjala úr fórum bandarískra yfirvalda fyrir nærri fimmtán árum síðan. Voru skjölin afhent af Chelsea Manning, sem starfaði þá sem verktaki fyrir bandaríska herinn. Stella Assange, eiginkona Julian Assange ávarpaði fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag. Ap/Kin Cheung Hundruð stuðningsmanna fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan dómshúsið og sagði Stella Assange, eiginkona Julian að bandarísk yfirvöld hafi reynt að setja „varalit á svín“ en dómararnir séð í gegnum það. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Stella bætti við að Bandaríkjastjórn ætti að endurmeta stöðuna og láta málið niður falla. „Fyrir fjölskylduna þá er þetta léttir en hversu lengi getur þetta haldið áfram? Þessi málarekstur er skammarlegur og hann er að taka gríðarlegan toll af Julian.“ Eigi að njóta fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar Assange hefur varið síðustu fimm árum í bresku hámarksöryggisfangelsi eftir að hafa dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Assange var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag af heilsufarsástæðum, að sögn verjanda hans. Lögmenn Assange hafa byggt málsvörn sína á því að hann hafi verið blaðamaður sem afhjúpaði brot sem Bandaríkjaher framdi í Írak og Afganistan. Yrði hann sendur til Bandaríkjanna muni hann þurfa að þola pólitískt málshöfðunarferli og ekki njóta réttlætis. Bandarísk yfirvöld segja að aðgerðir Assange hafi farið út fyrir mörk blaðamennsku þar sem hann hafi ekki einungis safnað upplýsingum heldur einnig reynt að falast eftir, stolið og birt leynileg gögn af handahófi. Dómararnir við dómstólinn í London féllust á að með því að birta gögnin hafi Assange í raun talist vera útgefandi. Hann eigi því rétt á þeirri vernd sem fyrsti viðauki stjórnarskrár bandaríkjanna veiti blaðamönnum og fjölmiðlum.
Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20
Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36