Kaupstefna Brighton ástæðan fyrir brotthvarfi De Zerbi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. maí 2024 23:31 Mun ekki stýra Brighton á næstu leiktíð. Adam Davy/Getty Images Það þótti heldur óvænt þegar tilkynnt var að Roberto De Zerbi myndi yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion nú í sumar. Nú hefur verið greint frá því hvers vegna hann mun leita á önnur mið. Hinn 44 ára gamli De Zerbi er talinn með efnilegri þjálfurum ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Brighton árið 2022 frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Þar áður hafði hann náð eftirtektarverðum árangri með Sassuolo í heimalandinu. Hann vakti strax athygli fyrir leikstíl sinn og sá De Zerbi til þess að Brighton saknaði Graham Potter ekki neitt en sá fór til Chelsea. Það virtist ekki koma að sök að Brighton seldi einnig marga af sínu bestu mönnum en það virðist þó hafa farið í taugarnar á De Zerbi. The Athletic hefur greint frá því að De Zerbi og eigandinn Tony Bloom séu einfaldlega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að leikmannastefnu félagsins. Sem stendur vill Brighton: Unga og efnilega leikmenn sem hægt er að kaupa ódýrt, þjálfa upp og selja fyrir fúlgur fjár eftir að þeir hafa sýnt hvað þeir geta hjá Brighton. Dæmi um slíka leikmenn eru: Kaoru Mitoma, Simon Adingra, Julio Enciso og Evan Ferguson. Reynslumikla leikmenn, helst enska, sem hafa unnið titla og geta leiðbeint yngri leikmönnum. Þar má nefna James Milner, Adam Lallana og Danny Welbeck. De Zerbi vill einfaldlega fleiri leikmenn í aldurs- og launaflokknum þarna á milli. Það er Bloom ekki til í enda hefur hans hugmyndafræði skotið Brighton upp deildirnar og alla leið í Evrópukeppni á síðustu leiktíð, undir stjórn De Zerbi. Þar sem Bloom haggast ekki á sinni skoðun og De Zerbi telur sig hafa komið Brighton eins langt og hann mögulega getur þá skilja leiðir í sumar. Which club do you think Roberto De Zerbi will manage next? pic.twitter.com/QUAT4badHs— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 18, 2024 De Zerbi hefur þegar verið orðaður við lið á borð við AC Milan og Bayern München á meðan Brighton horfir til Kieran McKenna, manninum sem hefur komið Ipswich Town úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Hinn 44 ára gamli De Zerbi er talinn með efnilegri þjálfurum ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Brighton árið 2022 frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Þar áður hafði hann náð eftirtektarverðum árangri með Sassuolo í heimalandinu. Hann vakti strax athygli fyrir leikstíl sinn og sá De Zerbi til þess að Brighton saknaði Graham Potter ekki neitt en sá fór til Chelsea. Það virtist ekki koma að sök að Brighton seldi einnig marga af sínu bestu mönnum en það virðist þó hafa farið í taugarnar á De Zerbi. The Athletic hefur greint frá því að De Zerbi og eigandinn Tony Bloom séu einfaldlega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að leikmannastefnu félagsins. Sem stendur vill Brighton: Unga og efnilega leikmenn sem hægt er að kaupa ódýrt, þjálfa upp og selja fyrir fúlgur fjár eftir að þeir hafa sýnt hvað þeir geta hjá Brighton. Dæmi um slíka leikmenn eru: Kaoru Mitoma, Simon Adingra, Julio Enciso og Evan Ferguson. Reynslumikla leikmenn, helst enska, sem hafa unnið titla og geta leiðbeint yngri leikmönnum. Þar má nefna James Milner, Adam Lallana og Danny Welbeck. De Zerbi vill einfaldlega fleiri leikmenn í aldurs- og launaflokknum þarna á milli. Það er Bloom ekki til í enda hefur hans hugmyndafræði skotið Brighton upp deildirnar og alla leið í Evrópukeppni á síðustu leiktíð, undir stjórn De Zerbi. Þar sem Bloom haggast ekki á sinni skoðun og De Zerbi telur sig hafa komið Brighton eins langt og hann mögulega getur þá skilja leiðir í sumar. Which club do you think Roberto De Zerbi will manage next? pic.twitter.com/QUAT4badHs— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 18, 2024 De Zerbi hefur þegar verið orðaður við lið á borð við AC Milan og Bayern München á meðan Brighton horfir til Kieran McKenna, manninum sem hefur komið Ipswich Town úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira