Uppgjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. maí 2024 21:05 Jónatan Ingi skoraði bæði mörk Vals í kvöld. Vísir/Anton Brink HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Vals í kvöld vegna bakmeiðsla. Á varamannabekk Vals sátu Patrick Pedersen og Birkir Már Sævarsson sem báðir hafa leikið flest alla leiki Vals á þessu tímabili. Ólafur Karl Finsen var einnig mættur á bekkinn hjá Val. HK var án Þorsteins Arons Antonssonar í leiknum þar sem hann er á láni frá Val. Gylfi Þór var fjarri góðu gamni í kvöld.Vísir/Diego HK hóf leikinn betur þrátt fyrir að Valsmenn héldu meira í boltann, líkt og gera mátti ráð fyrir. Besta færi HK í leiknum kom á 12. mínútu þegar boltinn barst til Atla Arnarsonar eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Náði Atli ekki að stýra boltanum nægilega vel né náði hann nægilega miklum krafti í skallann. Skallinn kom þó af stuttu færi og þurfti Frederik Schram að hafa sig allan við til að verja skotið. Valsliðið virtist eiga gír inni allan fyrri hálfleikinn. Sigurður Egill Lárusson fékk tvö bestu færi Vals í fyrri hálfleik, en Sigurður Egill var að spila sinn fyrsta leik síðan 19. apríl. Bæði færin urðu til eftir að Valsmenn náðu að færa boltann hratt frá hægri kantinum yfir á þann vinstri þar sem Sigurður Egill var einn á auðum sjó. Í fyrra færinu fór boltinn rétt fram hjá stönginni og í síðara færinu varði Arnar Freyr Ólafsson meistaralega. Markalaust í hálfleik. Valsiðið gerði tvær breytingar í hálfleik og skiptu einnig yfir í leikkerfið 4-3-3. Allt annar taktur kom í liðið og tókst þeim að skora á 53. mínútu leiksins. Barst þá boltinn til Jónatans Inga eftir fyrirgjöf Tryggva Hrafns Haraldssonar og átti Jónatan Ingi í litlum vandræðum með að klára færið. Valsliðið var með öll völd á vellinum, en fengu samt mark á sig. Kom það í kjölfarið á því að HK hápressaði Valsliðið, sem reyndi að spila í gegnum pressuna við sinn eigin vítateig. Heppnaðist það ekki betur en svo að Frederik Schram, markvörður Vals, reyndi að þruma boltanum upp völlinn. Hreinsun hans var hins vegar allt of lág en mjög föst og hafnaði í höfði Arnþórs Ara Atlasonar sem stóð tæpum 30 metrum frá marki. Þaðan skoppaði boltinn í net Valsmanna. Algjört sprellimark, sjón er sögu ríkari. Fredrik Schram fékk á sig heldur skrautlegt mark.Vísir/Hulda Margrét Valsliði náði þó að hrista þennan skell af sér. Á 79. mínútu leiksins fékk Jónatan Ingi boltann fyrir utan miðjan teig HK og kom sér yfir á vinstri löppina sína. Mundaði hann skotfótinn og var skot hans hnitmiðað og staðan orðin 1-2 sem urðu lokatölur. Atvik leiksins Sprellimarkið. Ekki oft sem svona gerist og hvað þá í efstu deild. Markið gaf HK von sem dó á endanum. Stjörnur og skúrkar Jónatan Ingi blómstraði í síðari hálfleiknum eftir að hafa færst inn á miðjuna. Fyrstu mörkin hans í Bestu deildinni, en hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að glæða sóknarleik Vals ekki meira lífi á tímabilinu. Jónatan Ingi í baráttunni við Alex Frey Elísson, leikmann Fram, fyrr á leiktíðinni.Vísir/Anton Brink Magnús Arnar Pétursson, miðjumaður HK, var enn einu sinni lúsiðinn inn á miðjunni og vann hvern boltann á fætur öðrum og gaf Valsmönnum engin grið. Sigurmarkið kom eftir að Magnús Arnar hafði verið tekinn út af en hann hafði verið líklegur til þess að vera að verja einmitt það svæði þaðan sem sigurmarkið kom. Engir skúrkar í dag, en maður gerir kröfu á að Frederik Schram geri betur í hreinsun sinni í marki HK, þrátt fyrir að markið hafi verið ótrúlegt. Sannast enn einu sinni hversu slakur í fótunum Frederik Schram er. Dómarar Arnar Þór Stefánsson hafði fín tök á leiknum. Leyfði ákveðnar stimpingar án þess þó að missa leikinn í vitleysu. Stemning og umgjörð HK er alltaf að bæta í umgjörðina hjá sér. Í kvöld var boðið upp á „leikjaland“ þar sem hægt var að fara í pílu, fussball o.fl. fyrir leik og í hálfleik. Að sjálfsögðu voru hamborgarar á grillinu og Bar Fólksins var opinn. Boðið var svo upp á sláarkeppni í hálfleik. Alltaf öðruvísi leikdagsupplifun að fara á knattspyrnuleik sem spilaður er innandyra. Í seinni hálfleiknum þá kæfa þeir okkur aðeins í byrjun Ómar Ingi og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Ragnar Sigurðsson.Vísir/Hulda Margrét „Margt jákvætt, en auðvitað eitthvað neikvætt líka. Mér fannst við byrja leikinn vel. Mér fannst í fyrri hálfleik að við hefðum komið okkur í hættulegri færi, hættulegri stöður en Valsliðið og vorum þokkalega sáttir með fyrri hálfleikinn,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leik. „Í seinni hálfleiknum þá kæfa þeir okkur aðeins í byrjun og komast yfir. Svo eftir að við skorum þá svona finnst mér við vera að lifna við. Svo þegar þeir skora aftur þá vorum við of passívir. Þá var ekki allt liðið að sækja saman til sigurs. Hluti af liðinu var að fara fram völlinn og reyna að pressa og setja á þá, en þá skapaðist of mikið pláss fyrir framan vörnina okkar sem að hleypti þeim í of góðar stöður og á endanum skora þeir 2-1 markið.“ „Mér fannst viðbrögðin allt í lagi eftir að við lendum 2-1 undir. Mér fannst við alveg koma okkur í ágætis stöður. Vorum að dæla boltanum inn á teig og boltinn skoppar ekki alveg rétt fyrir okkur í einhverjum tilvikum og komum okkur aftur af stað eftir að þeir komast yfir. Mér fannst eiginlega kaflinn frá því þegar við jöfnum fram að því að þeir komast yfir ekki vera nógu góður.“ Aðspurður hvort það væri ekki jákvætt fyrir liðið að skora enn eitt markið eftir hápressu, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það er akkúrat það sem við hefðum átt að halda áfram að gera eftir að við jöfnuðum en í staðinn þá slitnuðum við aðeins og förum úr því sem komið var að sætta okkur við jafntefli. Það var móment með okkur til þess að sækja meira og fara hærra á völlinn en það slitnaði aðeins of mikið. Öflugt lið eins og Valur er refsa klárlega ef þú gefur þeim þessar stöður sem við gáfum þeim eftir að þeir jöfnuðu.“ HK mætir Fylki í næsta leik en liðin áttust við í síðustu viku í Mjólkurbikarnum þar sem þeir appelsínugulu unnu 3-1 sigur. Báðum þessum liðum var spáð falli af mörgum fyrir mót og því um mikilvægan leik að ræða. „Alltaf þegar við spilum við Fylki, og við spilum við þá á hverju einasta tímabili eftir að ég tók við, þá eru þetta alltaf settir upp sem einir af mikilvægustu leikjum tímabilsins. Við fórum saman upp úr Lengjudeildinni, þar sem var mjög mikilvægt að sækja sigra til þess að berjast um toppsætið og svo vorum við að berjast á svipuðum enda á síðasta tímabili. Þannig að leikirnir á móti Fylki eru alltaf mikilvægir og alltaf mjög erfiðir og krefjandi. Núna þurfum við aðeins að greina þennan og hvíla okkur en við undirbúum okkur bara vel fyrir Fylkisliðið og eins og ég segi þá höfum við spilað oft við það.“ Besta deild karla HK Valur Tengdar fréttir „Þurftum bara að skerpa á nokkrum hlutum“ Haukur Páll Sigurðsson stýrði liði Vals í kvöld gegn HK í Bestu deild karla í fótbolta þar sem Arnar Grétarsson tekur út leikbann. Unnu Valsmenn leikinn 1-2 í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar. 21. maí 2024 21:46
HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Vals í kvöld vegna bakmeiðsla. Á varamannabekk Vals sátu Patrick Pedersen og Birkir Már Sævarsson sem báðir hafa leikið flest alla leiki Vals á þessu tímabili. Ólafur Karl Finsen var einnig mættur á bekkinn hjá Val. HK var án Þorsteins Arons Antonssonar í leiknum þar sem hann er á láni frá Val. Gylfi Þór var fjarri góðu gamni í kvöld.Vísir/Diego HK hóf leikinn betur þrátt fyrir að Valsmenn héldu meira í boltann, líkt og gera mátti ráð fyrir. Besta færi HK í leiknum kom á 12. mínútu þegar boltinn barst til Atla Arnarsonar eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Náði Atli ekki að stýra boltanum nægilega vel né náði hann nægilega miklum krafti í skallann. Skallinn kom þó af stuttu færi og þurfti Frederik Schram að hafa sig allan við til að verja skotið. Valsliðið virtist eiga gír inni allan fyrri hálfleikinn. Sigurður Egill Lárusson fékk tvö bestu færi Vals í fyrri hálfleik, en Sigurður Egill var að spila sinn fyrsta leik síðan 19. apríl. Bæði færin urðu til eftir að Valsmenn náðu að færa boltann hratt frá hægri kantinum yfir á þann vinstri þar sem Sigurður Egill var einn á auðum sjó. Í fyrra færinu fór boltinn rétt fram hjá stönginni og í síðara færinu varði Arnar Freyr Ólafsson meistaralega. Markalaust í hálfleik. Valsiðið gerði tvær breytingar í hálfleik og skiptu einnig yfir í leikkerfið 4-3-3. Allt annar taktur kom í liðið og tókst þeim að skora á 53. mínútu leiksins. Barst þá boltinn til Jónatans Inga eftir fyrirgjöf Tryggva Hrafns Haraldssonar og átti Jónatan Ingi í litlum vandræðum með að klára færið. Valsliðið var með öll völd á vellinum, en fengu samt mark á sig. Kom það í kjölfarið á því að HK hápressaði Valsliðið, sem reyndi að spila í gegnum pressuna við sinn eigin vítateig. Heppnaðist það ekki betur en svo að Frederik Schram, markvörður Vals, reyndi að þruma boltanum upp völlinn. Hreinsun hans var hins vegar allt of lág en mjög föst og hafnaði í höfði Arnþórs Ara Atlasonar sem stóð tæpum 30 metrum frá marki. Þaðan skoppaði boltinn í net Valsmanna. Algjört sprellimark, sjón er sögu ríkari. Fredrik Schram fékk á sig heldur skrautlegt mark.Vísir/Hulda Margrét Valsliði náði þó að hrista þennan skell af sér. Á 79. mínútu leiksins fékk Jónatan Ingi boltann fyrir utan miðjan teig HK og kom sér yfir á vinstri löppina sína. Mundaði hann skotfótinn og var skot hans hnitmiðað og staðan orðin 1-2 sem urðu lokatölur. Atvik leiksins Sprellimarkið. Ekki oft sem svona gerist og hvað þá í efstu deild. Markið gaf HK von sem dó á endanum. Stjörnur og skúrkar Jónatan Ingi blómstraði í síðari hálfleiknum eftir að hafa færst inn á miðjuna. Fyrstu mörkin hans í Bestu deildinni, en hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að glæða sóknarleik Vals ekki meira lífi á tímabilinu. Jónatan Ingi í baráttunni við Alex Frey Elísson, leikmann Fram, fyrr á leiktíðinni.Vísir/Anton Brink Magnús Arnar Pétursson, miðjumaður HK, var enn einu sinni lúsiðinn inn á miðjunni og vann hvern boltann á fætur öðrum og gaf Valsmönnum engin grið. Sigurmarkið kom eftir að Magnús Arnar hafði verið tekinn út af en hann hafði verið líklegur til þess að vera að verja einmitt það svæði þaðan sem sigurmarkið kom. Engir skúrkar í dag, en maður gerir kröfu á að Frederik Schram geri betur í hreinsun sinni í marki HK, þrátt fyrir að markið hafi verið ótrúlegt. Sannast enn einu sinni hversu slakur í fótunum Frederik Schram er. Dómarar Arnar Þór Stefánsson hafði fín tök á leiknum. Leyfði ákveðnar stimpingar án þess þó að missa leikinn í vitleysu. Stemning og umgjörð HK er alltaf að bæta í umgjörðina hjá sér. Í kvöld var boðið upp á „leikjaland“ þar sem hægt var að fara í pílu, fussball o.fl. fyrir leik og í hálfleik. Að sjálfsögðu voru hamborgarar á grillinu og Bar Fólksins var opinn. Boðið var svo upp á sláarkeppni í hálfleik. Alltaf öðruvísi leikdagsupplifun að fara á knattspyrnuleik sem spilaður er innandyra. Í seinni hálfleiknum þá kæfa þeir okkur aðeins í byrjun Ómar Ingi og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Ragnar Sigurðsson.Vísir/Hulda Margrét „Margt jákvætt, en auðvitað eitthvað neikvætt líka. Mér fannst við byrja leikinn vel. Mér fannst í fyrri hálfleik að við hefðum komið okkur í hættulegri færi, hættulegri stöður en Valsliðið og vorum þokkalega sáttir með fyrri hálfleikinn,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leik. „Í seinni hálfleiknum þá kæfa þeir okkur aðeins í byrjun og komast yfir. Svo eftir að við skorum þá svona finnst mér við vera að lifna við. Svo þegar þeir skora aftur þá vorum við of passívir. Þá var ekki allt liðið að sækja saman til sigurs. Hluti af liðinu var að fara fram völlinn og reyna að pressa og setja á þá, en þá skapaðist of mikið pláss fyrir framan vörnina okkar sem að hleypti þeim í of góðar stöður og á endanum skora þeir 2-1 markið.“ „Mér fannst viðbrögðin allt í lagi eftir að við lendum 2-1 undir. Mér fannst við alveg koma okkur í ágætis stöður. Vorum að dæla boltanum inn á teig og boltinn skoppar ekki alveg rétt fyrir okkur í einhverjum tilvikum og komum okkur aftur af stað eftir að þeir komast yfir. Mér fannst eiginlega kaflinn frá því þegar við jöfnum fram að því að þeir komast yfir ekki vera nógu góður.“ Aðspurður hvort það væri ekki jákvætt fyrir liðið að skora enn eitt markið eftir hápressu, þá hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Það er akkúrat það sem við hefðum átt að halda áfram að gera eftir að við jöfnuðum en í staðinn þá slitnuðum við aðeins og förum úr því sem komið var að sætta okkur við jafntefli. Það var móment með okkur til þess að sækja meira og fara hærra á völlinn en það slitnaði aðeins of mikið. Öflugt lið eins og Valur er refsa klárlega ef þú gefur þeim þessar stöður sem við gáfum þeim eftir að þeir jöfnuðu.“ HK mætir Fylki í næsta leik en liðin áttust við í síðustu viku í Mjólkurbikarnum þar sem þeir appelsínugulu unnu 3-1 sigur. Báðum þessum liðum var spáð falli af mörgum fyrir mót og því um mikilvægan leik að ræða. „Alltaf þegar við spilum við Fylki, og við spilum við þá á hverju einasta tímabili eftir að ég tók við, þá eru þetta alltaf settir upp sem einir af mikilvægustu leikjum tímabilsins. Við fórum saman upp úr Lengjudeildinni, þar sem var mjög mikilvægt að sækja sigra til þess að berjast um toppsætið og svo vorum við að berjast á svipuðum enda á síðasta tímabili. Þannig að leikirnir á móti Fylki eru alltaf mikilvægir og alltaf mjög erfiðir og krefjandi. Núna þurfum við aðeins að greina þennan og hvíla okkur en við undirbúum okkur bara vel fyrir Fylkisliðið og eins og ég segi þá höfum við spilað oft við það.“
Besta deild karla HK Valur Tengdar fréttir „Þurftum bara að skerpa á nokkrum hlutum“ Haukur Páll Sigurðsson stýrði liði Vals í kvöld gegn HK í Bestu deild karla í fótbolta þar sem Arnar Grétarsson tekur út leikbann. Unnu Valsmenn leikinn 1-2 í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar. 21. maí 2024 21:46
„Þurftum bara að skerpa á nokkrum hlutum“ Haukur Páll Sigurðsson stýrði liði Vals í kvöld gegn HK í Bestu deild karla í fótbolta þar sem Arnar Grétarsson tekur út leikbann. Unnu Valsmenn leikinn 1-2 í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar. 21. maí 2024 21:46
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti