Saka Ísraela um að misbeita lögum til þess að stöðva streymi frá Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2024 09:26 Skjáskot úr vefmyndavélinni sem Ísraelar lögðu hald á. Hún sýnir norðanverða Gasa. AP segist fylgja öllum lögum og reglum Ísraela sem banna útsendingar frá herflutningum. AP Ísraelsk stjórnvöld slökktu á vefmyndavél AP-fréttastofunnar sem hefur sýnt Gasa í beinu streymi og lagði hald á hana í gær. AP sakar Ísraela um að misnota ný fjölmiðlalög sem voru nýlega notuð til þess að banna katörsku fréttastofuna al-Jazeera. Myndavélin var staðsett í ísraelska bænum Sderot og var beint að norðurhluta Gasa. Ísraelar sökuðu AP-fréttastofuna um að brjóta fjölmiðlalögin vegna þess að al-Jazeera, sem var bannað að starfa á svæðinu á grundvelli laganna, er einn þúsunda viðskiptavina AP sem fá streymi frá myndavélinni. Fjöldi fjölmiðlafyrirtækja fordæmdi haldlagninguna. Fréttastjóri AFP-fréttaveitunnar sagði aðgerðirnar mikið áhyggjuefni og skýra árás á fjölmiðlafrelsi. Bandaríkjastjórn hvatti ísraelsk stjórnvöld jafnframt til þess að láta undan sem þau og gerðu seinna í gær. Vefmyndavélin var komin aftur í gagnið snemma í morgun, að sögn AP. Í yfirlýsingu sem fréttastofan sendi frá sér í gær fordæmdi Lauren Easton, varaforseti samskiptamála AP, harðlega aðgerðir ísraelskra stjórnvalda. „Lokunin byggðist ekki á efni streymisins heldur á misnotkun ísraelsku ríkisstjórnarinnar á nýjum lögum landsins um erlenda ljósvakamiðla,“ sagði Easton. NEW — statement from the @AP pic.twitter.com/VpnHTbPB3V— Seung Min Kim (@seungminkim) May 21, 2024 Ekki hugnaðist þó öllum í Ísrael aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kallaði þær „brjálæði“. Shlomo Karhi, fjarskiptaráðherra Ísraels, sagði lögin skýr um að stjórnvöld hefðu heimild til þess að leggja hald öll tæki sem væru notuð til þess að afhenda al-Jazeera efni. „Við ætlum að halda áfram að grípa til skjótra aðgerða gegn hverjum þeim sem reynir að skaða hermenn okkar og öryggi ríkisins, jafnvel þótt þér líki það ekki,“ sagði Karhi við Lapid á samfélagsmiðlinum X. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. 5. maí 2024 11:42 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Myndavélin var staðsett í ísraelska bænum Sderot og var beint að norðurhluta Gasa. Ísraelar sökuðu AP-fréttastofuna um að brjóta fjölmiðlalögin vegna þess að al-Jazeera, sem var bannað að starfa á svæðinu á grundvelli laganna, er einn þúsunda viðskiptavina AP sem fá streymi frá myndavélinni. Fjöldi fjölmiðlafyrirtækja fordæmdi haldlagninguna. Fréttastjóri AFP-fréttaveitunnar sagði aðgerðirnar mikið áhyggjuefni og skýra árás á fjölmiðlafrelsi. Bandaríkjastjórn hvatti ísraelsk stjórnvöld jafnframt til þess að láta undan sem þau og gerðu seinna í gær. Vefmyndavélin var komin aftur í gagnið snemma í morgun, að sögn AP. Í yfirlýsingu sem fréttastofan sendi frá sér í gær fordæmdi Lauren Easton, varaforseti samskiptamála AP, harðlega aðgerðir ísraelskra stjórnvalda. „Lokunin byggðist ekki á efni streymisins heldur á misnotkun ísraelsku ríkisstjórnarinnar á nýjum lögum landsins um erlenda ljósvakamiðla,“ sagði Easton. NEW — statement from the @AP pic.twitter.com/VpnHTbPB3V— Seung Min Kim (@seungminkim) May 21, 2024 Ekki hugnaðist þó öllum í Ísrael aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, kallaði þær „brjálæði“. Shlomo Karhi, fjarskiptaráðherra Ísraels, sagði lögin skýr um að stjórnvöld hefðu heimild til þess að leggja hald öll tæki sem væru notuð til þess að afhenda al-Jazeera efni. „Við ætlum að halda áfram að grípa til skjótra aðgerða gegn hverjum þeim sem reynir að skaða hermenn okkar og öryggi ríkisins, jafnvel þótt þér líki það ekki,“ sagði Karhi við Lapid á samfélagsmiðlinum X.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Hernaður Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. 5. maí 2024 11:42 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50
Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. 5. maí 2024 11:42