Talið að Man Utd láti Ten Hag fara eftir úrslitaleikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2024 20:00 Skilaði titli í hús á síðustu leiktíð og gæti endurtekið leikinn um helgina. Simon Stacpoole/Getty Images Það virðist ekki sem sigur í ensku bikarkeppninni bjargi knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Hann ku vera látinn fara sama hvort Manchester United leggi ríkjandi meistara og nágranna sína í Man City eður ei. Annað árið í röð mætast Manchester-liðin í úrslitum. Á síðustu leiktíð vann Man City nauman 2-1 sigur sem hjálpaði liðinu að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. Aðeins Man United hafði áorkað því áður, árið 1999. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið skelfilegt og þrátt fyrir að sigra Newcastle United og Brighton & Hove Albion í síðustu tveimur deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þá endaði liðið í 8. sæti með aðeins 60 stig, 31 og stigi á eftir meisturum Manchester City. Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Man United og enska landsliðsins, telur næsta víst að félagið láti Ten Hag fara í sumar – sama hvernig úrslitaleikurinn gegn City fer. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzo tekur í sama streng. Ten Hag kom til Man United sumarið 2022 eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax. Hann skilaði liðinu í 3. sæti á sínu fyrsta tímabili, kom því í úrslit enska bikarsins og vann enska deildarbikarinn. Í ár hafa gríðarleg meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur leikstíll liðsins vakið mikla athygli. Í kjölfar mikilla breytinga á skrifstofu Man United vegna komu Sir Jim Ratcliffe og félags hans INEOS fór af stað sá orðrómur að Ten Hag væri valtur í sessi. Það á enn eftir að koma í ljós hvort orðrómurinn sé á rökum reistur en sem stendur gæti Ten Hag fetað í fótspor Louis van Gaal sem var rekinn vorið 2016 eftir að stýra Man United til sigurs í ensku bikarkeppninni. Man United mætir Man City á Wembley-leikvanginum í Lundúnum klukkan 14.00 á laugardag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Annað árið í röð mætast Manchester-liðin í úrslitum. Á síðustu leiktíð vann Man City nauman 2-1 sigur sem hjálpaði liðinu að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. Aðeins Man United hafði áorkað því áður, árið 1999. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið skelfilegt og þrátt fyrir að sigra Newcastle United og Brighton & Hove Albion í síðustu tveimur deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þá endaði liðið í 8. sæti með aðeins 60 stig, 31 og stigi á eftir meisturum Manchester City. Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Man United og enska landsliðsins, telur næsta víst að félagið láti Ten Hag fara í sumar – sama hvernig úrslitaleikurinn gegn City fer. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzo tekur í sama streng. Ten Hag kom til Man United sumarið 2022 eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax. Hann skilaði liðinu í 3. sæti á sínu fyrsta tímabili, kom því í úrslit enska bikarsins og vann enska deildarbikarinn. Í ár hafa gríðarleg meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur leikstíll liðsins vakið mikla athygli. Í kjölfar mikilla breytinga á skrifstofu Man United vegna komu Sir Jim Ratcliffe og félags hans INEOS fór af stað sá orðrómur að Ten Hag væri valtur í sessi. Það á enn eftir að koma í ljós hvort orðrómurinn sé á rökum reistur en sem stendur gæti Ten Hag fetað í fótspor Louis van Gaal sem var rekinn vorið 2016 eftir að stýra Man United til sigurs í ensku bikarkeppninni. Man United mætir Man City á Wembley-leikvanginum í Lundúnum klukkan 14.00 á laugardag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira