Þjálfarakapall knattspyrnusumarsins 2024: Hver tekur við Brighton, Bayern, Chelsea eða þá Man United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 10:01 Þessir fjórir eru orðaðir við fjölda liða en þrír af þeim fara atvinnulausir inn í sumarið. Vísir/Getty Images Það virðist sem þjálfarakapall ársins ætli að vera sá lengsti í manna minnum. Nú þegar eru Chelsea, Bayern München og AC Milan í þjálfaraleit, Manchester United gæti farið sömu leið og þá er fráfarandi þjálfari Brighton & Hove Albion gríðarlega eftirsóttur. Venjulega er talað um „silly season“ í kringum leikmannakaup stærstu liða Evrópu. Á hugtakið við um tímann áður en félagaskiptaglugginn opnar og nær öll stærst lið álfunnar eru orðuð við hinn og þennan. Hér að neðan er farið yfir það helsta sem hefur ratað í fjölmiðla undanfarna daga. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að félagið og Mauricio Pochettino komust að samkomulagi um að rifta samningi hans. Hefur Chelsea verið orðað við Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfara Brighton & Hove Albion. Sá yfirgaf Brighton því félagið vildi ekki breyta kaupstefnu sinni. Hefur Pochettino svo verið orðaður við bæði Bayern og Manchester United. Thomas Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en er nú í atvinnuleit. Hann hefur daðrað við sitt fyrrum félag Chelsea sem og Man United en nýjustu fréttir herma að Man United muni losa sig við Erik Ten Hag sama hvernig leikur liðsins gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar fer. Hvað Bayern varðar þá er félagið óvænt orðað við Vincent Kompany, fyrrverandi miðvörð Manchester City og núverandi þjálfara Burnley. Lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni en Kompani virðist eftirsóttur. Virðist hann einnig vera á blaði hjá Chelsea. Þá er Kieiran McKenna, kraftaverkaþjálfari Ipswich Town, eftirsóttur eftir að koma liðinu úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. McKenna var aðstoðarþjálfari hjá Man United áður en hann ákvað að slá til og gerast aðalþjálfari Ipswich. Talið er næsta öruggt að hann muni neita nýjum samningi hjá félaginu en vitað er að Brighton er með hann á lista sem eftirmann De Zerbi. Þá virðist hann einnig á blaði hjá Chelsea og Man City. Kieran McKenna is likely to reject any new deal from Ipswich amid interest from Chelsea, Brighton and Man Utd.#BBCFootball pic.twitter.com/p6kV5SDd8i— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2024 Það virðist næsta öruggt að Hákon Arnar Haraldsson fái nýjan þjálfara hjá Lille á næstu leiktíð en hinn portúgalski Paulo Fonseca hefur náð munnlegu samkomulagi við AC Milan um að taka við stjórnartaumum ítalska stórliðsins eftir að Stefano Pioli verður látinn fara. Fonseca þekkir vel til í Serie A eftir að stýra Roma á árum áður. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Fonseca þegar samþykkt þriggja ára samning í Mílanó. Ajax virðist loks hafa fundið sér nýjan þjálfara eftir skelfingartímabil. Um er að ræða hinn 35 ára gamla Ítala, Francesco Farioli Hann stýrði Nice í Frakklandi á nýafstaðinni leiktíð og vakti sérstaka athygli í upphafi tímabils þegar Nice fékk vart á sig mark. Hann hefur einnig þjálfað í Tyrklandi. Að endingu hefur Thomas Frank, þjálfari Brentford á Englandi, verið orðaður við hin og þessi félög. Þar á meðal Man United og Bayern. Hann segist einkar ánægður hjá Brentford en veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Venjulega er talað um „silly season“ í kringum leikmannakaup stærstu liða Evrópu. Á hugtakið við um tímann áður en félagaskiptaglugginn opnar og nær öll stærst lið álfunnar eru orðuð við hinn og þennan. Hér að neðan er farið yfir það helsta sem hefur ratað í fjölmiðla undanfarna daga. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að félagið og Mauricio Pochettino komust að samkomulagi um að rifta samningi hans. Hefur Chelsea verið orðað við Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfara Brighton & Hove Albion. Sá yfirgaf Brighton því félagið vildi ekki breyta kaupstefnu sinni. Hefur Pochettino svo verið orðaður við bæði Bayern og Manchester United. Thomas Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en er nú í atvinnuleit. Hann hefur daðrað við sitt fyrrum félag Chelsea sem og Man United en nýjustu fréttir herma að Man United muni losa sig við Erik Ten Hag sama hvernig leikur liðsins gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar fer. Hvað Bayern varðar þá er félagið óvænt orðað við Vincent Kompany, fyrrverandi miðvörð Manchester City og núverandi þjálfara Burnley. Lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni en Kompani virðist eftirsóttur. Virðist hann einnig vera á blaði hjá Chelsea. Þá er Kieiran McKenna, kraftaverkaþjálfari Ipswich Town, eftirsóttur eftir að koma liðinu úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. McKenna var aðstoðarþjálfari hjá Man United áður en hann ákvað að slá til og gerast aðalþjálfari Ipswich. Talið er næsta öruggt að hann muni neita nýjum samningi hjá félaginu en vitað er að Brighton er með hann á lista sem eftirmann De Zerbi. Þá virðist hann einnig á blaði hjá Chelsea og Man City. Kieran McKenna is likely to reject any new deal from Ipswich amid interest from Chelsea, Brighton and Man Utd.#BBCFootball pic.twitter.com/p6kV5SDd8i— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2024 Það virðist næsta öruggt að Hákon Arnar Haraldsson fái nýjan þjálfara hjá Lille á næstu leiktíð en hinn portúgalski Paulo Fonseca hefur náð munnlegu samkomulagi við AC Milan um að taka við stjórnartaumum ítalska stórliðsins eftir að Stefano Pioli verður látinn fara. Fonseca þekkir vel til í Serie A eftir að stýra Roma á árum áður. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Fonseca þegar samþykkt þriggja ára samning í Mílanó. Ajax virðist loks hafa fundið sér nýjan þjálfara eftir skelfingartímabil. Um er að ræða hinn 35 ára gamla Ítala, Francesco Farioli Hann stýrði Nice í Frakklandi á nýafstaðinni leiktíð og vakti sérstaka athygli í upphafi tímabils þegar Nice fékk vart á sig mark. Hann hefur einnig þjálfað í Tyrklandi. Að endingu hefur Thomas Frank, þjálfari Brentford á Englandi, verið orðaður við hin og þessi félög. Þar á meðal Man United og Bayern. Hann segist einkar ánægður hjá Brentford en veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira