„Þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 22:27 Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink FH vann eins marks sigur gegn Aftureldingu á útivelli 27-28 Staðan er jöfn 1-1 í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var afar ánægður með sigurinn. „Ég var gríðarlega ánægður með að við héldum plani og það var eitthvað sem við klikkuðum á í síðasta leik,“ sagði Einar Bragi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst þetta fara af stað eins og hver annar leikur í úrslitakeppninni. Það var spilað fast en það var enginn að fara á taugum þar sem við vorum með Ásbjörn [Friðriksson] á miðjunni og það var mikil ró þar.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik og Einar Bragi var ánægður með hvernig liðið lærði af síðasta leik. „Við lærðum af síðasta leik þar sem við vorum líka yfir í hálfleik. Við vorum rólegir, fórum í skipulagið og söfnuðum orku.“ Í seinni hálfleik kom kafli þar sem FH-ingar skoruðu ekki mark í tæplega tíu mínútur á meðan Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. „Það er mjög góð spurning og ég man eiginlega ekkert eftir því. Eina sem ég man að Aron Pálmarsson kom síðan inn á eftir þennan kafla og þá fór þetta aftur að ganga. Ætli það hafi ekki bara verið að hann hafi ekki verið inn á.“ Bæði lið létu finna fyrir sér og leikmenn beggja liða sýndu mikla hörku. Aðspurður hvort Mosfellingar hafi verið of fastir fyrir sagði Einar Bragi það af og frá. „Nei, ég elska þetta og þeir mega vera fastari næst og fara ennþá fastar í mig. Maður nærist á þessu drasli.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar, tók Einar Braga niður sem lenti á auglýsingaskilti en Einar var afar ánægður með að hafa unnið boltann. „Þetta var unninn bolti, djöfull elska ég það og hann lá þarna alveg eins og einhver tuska sem var frábært.“ Einar Bragi var afar ánægður með hvernig FH spilaði síðustu mínúturnar eftir að staðan var jöfn 25-25 og þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð. „Það mæðir mikið á Þorsteini [Leó Gunnarssyni] mig minnir að hann hafi sett boltann í stöngina og klikkaði síðan á dauðafæri. Hann verður þreyttur á sunnudaginn og hann verður þreyttur í þeim leikjum sem hann á eftir. Ef Afturelding ætlar bara að treysta á hann þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH var marki yfir. Stuðningsmenn Aftureldingar voru mjög ósáttir enda leikurinn gott sem búinn. Aðspurður hvort þetta hafi verið óvirðing var Einar Bragi ekki á því máli. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef bara gaman af þessu og þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu,“ sagði Einar Bragi léttur að lokum. FH Olís-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sjá meira
„Ég var gríðarlega ánægður með að við héldum plani og það var eitthvað sem við klikkuðum á í síðasta leik,“ sagði Einar Bragi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst þetta fara af stað eins og hver annar leikur í úrslitakeppninni. Það var spilað fast en það var enginn að fara á taugum þar sem við vorum með Ásbjörn [Friðriksson] á miðjunni og það var mikil ró þar.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik og Einar Bragi var ánægður með hvernig liðið lærði af síðasta leik. „Við lærðum af síðasta leik þar sem við vorum líka yfir í hálfleik. Við vorum rólegir, fórum í skipulagið og söfnuðum orku.“ Í seinni hálfleik kom kafli þar sem FH-ingar skoruðu ekki mark í tæplega tíu mínútur á meðan Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. „Það er mjög góð spurning og ég man eiginlega ekkert eftir því. Eina sem ég man að Aron Pálmarsson kom síðan inn á eftir þennan kafla og þá fór þetta aftur að ganga. Ætli það hafi ekki bara verið að hann hafi ekki verið inn á.“ Bæði lið létu finna fyrir sér og leikmenn beggja liða sýndu mikla hörku. Aðspurður hvort Mosfellingar hafi verið of fastir fyrir sagði Einar Bragi það af og frá. „Nei, ég elska þetta og þeir mega vera fastari næst og fara ennþá fastar í mig. Maður nærist á þessu drasli.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar, tók Einar Braga niður sem lenti á auglýsingaskilti en Einar var afar ánægður með að hafa unnið boltann. „Þetta var unninn bolti, djöfull elska ég það og hann lá þarna alveg eins og einhver tuska sem var frábært.“ Einar Bragi var afar ánægður með hvernig FH spilaði síðustu mínúturnar eftir að staðan var jöfn 25-25 og þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð. „Það mæðir mikið á Þorsteini [Leó Gunnarssyni] mig minnir að hann hafi sett boltann í stöngina og klikkaði síðan á dauðafæri. Hann verður þreyttur á sunnudaginn og hann verður þreyttur í þeim leikjum sem hann á eftir. Ef Afturelding ætlar bara að treysta á hann þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH var marki yfir. Stuðningsmenn Aftureldingar voru mjög ósáttir enda leikurinn gott sem búinn. Aðspurður hvort þetta hafi verið óvirðing var Einar Bragi ekki á því máli. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef bara gaman af þessu og þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu,“ sagði Einar Bragi léttur að lokum.
FH Olís-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sjá meira