Mál Alberts sýni að skýra þurfi reglurnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 19:22 Haukur Hinriksson segir að reglur KSÍ um heimild leikmanna til að leika á meðan kærumál gegn þeim velkjast um í kerfinu, verði skýrðar á næstunni. Mál Alberts Guðmundssonar og spilamennska með landsliðinu hefur verið í umræðunni undanfarna mánuði. vísir Horft var til eldra fordæmis þegar tekin var ákvörðun um að ekki væri heimilt að velja Albert Guðmundsson, leikmann Genóa í knattspyrnu, í næsta landsliðverkefni. Ríkissaksóknari á eftir að taka endanlega ákvörðun í máli hans. Ekki er deilt um túlkun reglna innan stjórnar en ljóst er að skýra verði reglurnar. Þetta segir Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við Vísi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Alberts vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Frá því var greint í gær að Albert hefði verið skilinn utan þess hóps sem kemur til með að leika æfingaleiki við karlalandslið Englands og Hollands. Åge Hareide sagði á blaðamannafundi að reglur KSÍ væru skýrar. Þær leiddu til þess að honum væri ekki heimilt að velja Albert á meðan mál hans hefur ekki endanlega verið fellt niður. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar, en héraðssaksóknari felldi niður málið gegn honum í febrúar á þessu ári. Brotaþoli kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu. Reglur KSÍ kveða á um það að leikmanni sé óheimilt að leika fyrir landslið Íslands á meðan mál tengt honum sé til „meðferðar á rannsóknarstigi eða hjá ákæruvaldi.“ Ákvörðun héraðssaksóknara var að vísu kærð á meðan Albert var mættur í síðasta landsliðsverkefni og var honum þar með heimilt að leika leikina gegn Ísrael og Úkraínu. Það hafi verið vegna tómarúms í reglunum, eins og Haukur orðar það. Greinargerð og tillögum skilað til stjórnar Vafi leikur hins vegar á því hvort túlka skuli fyrrgreinda reglu á þann hátt að undir meðferð falli bið eftir ákvörðun ríkissaksóknara í máli leikmanns. Haukur segir að stjórn sambandsins hafi ákveðið nokkru áður að túlka beri regluna þannig að undir hana falli tilvik sambærileg því sem uppi er nú. „Reglan er hins vegar nokkuð einföld og stutt. Hún er sennilega ekki nógu nákvæm og sér ekki fyrir öll tilvik í réttarvörslukerfinu,“ segir Hinrik. Það sé ástæða fyrir því að endurskoðun á reglunni hafi verið sett af stað. „Með það að markmiði að skýra hana nánar, þessa agnúa og vankanta og þau tilvik sem geti komið upp við meðferð mála, þannig að það leiki enginn vafi á túlkun reglunnar þegar þessi tilvik koma upp.“ Horft til fyrra máls Ákvörðun hafi verið tekin innan stjórnar um hvernig haga beri þessum tilvikum fyrir síðasta landsliðsglugga, segir Haukur. „Þetta var bara ákveðið fyrirfram, það var alls ekki vitað hvort þessi tiltekna ákvörðun um niðurfellingu yrði kærð eða ekki.“ Í kjölfar þessa verkefnis var sett af stað vinna sem er ætlað að skýra reglurnar. Sex einstaklingar, sem standa utan KSÍ, hafa skilað greinargerð og tillögum til stjórnar. Í því tilfelli sem hér um ræðir lá hins vegar fyrir fyrri ákvörðun stjórnar í máli Arons Einars Gunnarssonar, sem ekki var valinn í landsliðsverkefni á meðan ríkissasksóknari átti eftir að taka ákvörðun í kynferðisbrotamáli hans. Svo fór að niðurfelling héraðssaksóknara á málinu var staðfest. „Sjórnin hafði því enga aðra valkosti í þessu tilfelli en að horfa til þessa fordæmis,“ segir Haukur. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Þetta segir Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við Vísi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Alberts vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Frá því var greint í gær að Albert hefði verið skilinn utan þess hóps sem kemur til með að leika æfingaleiki við karlalandslið Englands og Hollands. Åge Hareide sagði á blaðamannafundi að reglur KSÍ væru skýrar. Þær leiddu til þess að honum væri ekki heimilt að velja Albert á meðan mál hans hefur ekki endanlega verið fellt niður. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar, en héraðssaksóknari felldi niður málið gegn honum í febrúar á þessu ári. Brotaþoli kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu. Reglur KSÍ kveða á um það að leikmanni sé óheimilt að leika fyrir landslið Íslands á meðan mál tengt honum sé til „meðferðar á rannsóknarstigi eða hjá ákæruvaldi.“ Ákvörðun héraðssaksóknara var að vísu kærð á meðan Albert var mættur í síðasta landsliðsverkefni og var honum þar með heimilt að leika leikina gegn Ísrael og Úkraínu. Það hafi verið vegna tómarúms í reglunum, eins og Haukur orðar það. Greinargerð og tillögum skilað til stjórnar Vafi leikur hins vegar á því hvort túlka skuli fyrrgreinda reglu á þann hátt að undir meðferð falli bið eftir ákvörðun ríkissaksóknara í máli leikmanns. Haukur segir að stjórn sambandsins hafi ákveðið nokkru áður að túlka beri regluna þannig að undir hana falli tilvik sambærileg því sem uppi er nú. „Reglan er hins vegar nokkuð einföld og stutt. Hún er sennilega ekki nógu nákvæm og sér ekki fyrir öll tilvik í réttarvörslukerfinu,“ segir Hinrik. Það sé ástæða fyrir því að endurskoðun á reglunni hafi verið sett af stað. „Með það að markmiði að skýra hana nánar, þessa agnúa og vankanta og þau tilvik sem geti komið upp við meðferð mála, þannig að það leiki enginn vafi á túlkun reglunnar þegar þessi tilvik koma upp.“ Horft til fyrra máls Ákvörðun hafi verið tekin innan stjórnar um hvernig haga beri þessum tilvikum fyrir síðasta landsliðsglugga, segir Haukur. „Þetta var bara ákveðið fyrirfram, það var alls ekki vitað hvort þessi tiltekna ákvörðun um niðurfellingu yrði kærð eða ekki.“ Í kjölfar þessa verkefnis var sett af stað vinna sem er ætlað að skýra reglurnar. Sex einstaklingar, sem standa utan KSÍ, hafa skilað greinargerð og tillögum til stjórnar. Í því tilfelli sem hér um ræðir lá hins vegar fyrir fyrri ákvörðun stjórnar í máli Arons Einars Gunnarssonar, sem ekki var valinn í landsliðsverkefni á meðan ríkissasksóknari átti eftir að taka ákvörðun í kynferðisbrotamáli hans. Svo fór að niðurfelling héraðssaksóknara á málinu var staðfest. „Sjórnin hafði því enga aðra valkosti í þessu tilfelli en að horfa til þessa fordæmis,“ segir Haukur.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira