Augljóst að fylgið er enn á verulegri hreyfingu Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. maí 2024 23:08 Ólafur Þ. Harðarson greindi niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Stöð 2 Fylgi við forsetaframbjóðendur er enn á verulegri hreyfingu nú þegar rúm vika er til kosninga, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir mjög athyglisvert að forystusauðurinn Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með fjórðungsfylgi. Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur heldur áfram í nýrri könnun Maskínu sem sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún mælist nú með næstmest fylgi á eftir Katrínu, fyrrverandi forsætisráðherra. Munurinn á Höllu, nöfnu hennar Logadóttur og Baldri Þórhallssyni er þó ómarktækur tölfræðilega. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði stóru myndina eiginlega óbreytta eins og hún birtist í könnuninni. Katrín mælist nú með aðeins betra forskot en í fyrri könnunum þar sem munurinn á henni og Höllu Hrund var ekki marktækur. Þá sé athyglisvert að Höllurnar tvær skipti um sess. „Það er augljóst að fylgið er ennþá á verulegri hreyfingu. Auðvitað mjög athyglisvert að Katrín, sem er efst, er aðeins með fjórðungsfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttunum. Með hverri könnuninni sem sýni niðurstöður af þessu tagi aukist líkurnar á því að Katrín haldi forystunni. „Hins vegar vitum við frá fyrri kosningum og könnunum að menn eru að skipta um skoðun. Margir eru kannski með tvo, þrjá í huganum og þeir eru í rauninni að skipta um skoðun alveg fram á kjördag þannig að þetta verður spennandi alveg fram á kosninganótt,“ sagði Ólafur sem taldi þó minnstar líkur á að Halla Hrund næði sér aftur á skrið eftir fylgistap í undanförnum könnunum. Staðan gæti þó breyst verulega ennþá. Benti Ólafur í því samhengi á kosningaspá sem Baldur Héðinsson, stærðfræðingur, birtir sem gaf Katrínu um þriðjungslíkur á að ná kjöri. „En það þýðir auðvitað að það eru tveir þriðju líkur að hún nái ekki kjöri,“ sagði Ólafur. Sú kosningaspá var uppfærð í gær og höfðu líkur Katrínar á sigri þá aukist úr 36 prósentum í 39 prósent. Halla Hrund kom þar næst með um það bil fjórðungslíkur á sigri. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur heldur áfram í nýrri könnun Maskínu sem sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún mælist nú með næstmest fylgi á eftir Katrínu, fyrrverandi forsætisráðherra. Munurinn á Höllu, nöfnu hennar Logadóttur og Baldri Þórhallssyni er þó ómarktækur tölfræðilega. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði stóru myndina eiginlega óbreytta eins og hún birtist í könnuninni. Katrín mælist nú með aðeins betra forskot en í fyrri könnunum þar sem munurinn á henni og Höllu Hrund var ekki marktækur. Þá sé athyglisvert að Höllurnar tvær skipti um sess. „Það er augljóst að fylgið er ennþá á verulegri hreyfingu. Auðvitað mjög athyglisvert að Katrín, sem er efst, er aðeins með fjórðungsfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttunum. Með hverri könnuninni sem sýni niðurstöður af þessu tagi aukist líkurnar á því að Katrín haldi forystunni. „Hins vegar vitum við frá fyrri kosningum og könnunum að menn eru að skipta um skoðun. Margir eru kannski með tvo, þrjá í huganum og þeir eru í rauninni að skipta um skoðun alveg fram á kjördag þannig að þetta verður spennandi alveg fram á kosninganótt,“ sagði Ólafur sem taldi þó minnstar líkur á að Halla Hrund næði sér aftur á skrið eftir fylgistap í undanförnum könnunum. Staðan gæti þó breyst verulega ennþá. Benti Ólafur í því samhengi á kosningaspá sem Baldur Héðinsson, stærðfræðingur, birtir sem gaf Katrínu um þriðjungslíkur á að ná kjöri. „En það þýðir auðvitað að það eru tveir þriðju líkur að hún nái ekki kjöri,“ sagði Ólafur. Sú kosningaspá var uppfærð í gær og höfðu líkur Katrínar á sigri þá aukist úr 36 prósentum í 39 prósent. Halla Hrund kom þar næst með um það bil fjórðungslíkur á sigri.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira