Á fundinum verður sem dæmi fjallað um ferðaþjónustu í borginni, uppbyggingu hótela og borgarlínu og miðborgina. Þá verður fjallað um nýjan almenningsmarkað og uppbyggingu á Esjumelum og stokka og jarðgöng í Reykjavík.
Á vef borgarinnar segir að sköpunarkraftur og framtakssemi einkenni athafnaborgina Reykjavík. Á fundinum muni fólk fá góða yfirsýn hver staðan er á uppbyggingu innviða og atvinnulífs.
Dagskrá
Borgarstjóri býður gesti velkomna
Atvinnusvæði og þekkingarkjarnar
Uppbygging í þágu atvinnulífs | Einar Þorsteinsson, borgarstjóri
Þróun á lykilatvinnusvæðum | Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri atvinnu og borgarþróunar
Esjumelar – atvinnusvæði í uppbyggingu | Myndband
Uppbygging Vísindagarða HÍ | Þórey Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands
Góð nýting verslunar- og þjónusturýma í miðborginni | Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri í atvinnu og borgarþróun
Miðborgin í sóknarhug | Róbert Aron Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgin Reykjavík – markaðsfélag
Ferðaþjónusta, verslun og nýsköpun
Velkomin til Reykjavíkur | Einar Þorsteinsson, borgarstjóri
Staldraðu við – Nýr almenningsmarkaður í Reykjavík | Hilmar Hildar Magnúsar, verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróun
Er sjálfvirkni í samgöngum himnasending? | Maron Kristófersson, framkvæmdastjóri aha.is
Vistkerfi nýsköpunar | Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri í atvinnu og borgarþróun
Hóteluppbygging í Reykjavík | Kamma Thordarson, verkefnastjóri í atvinnu- og borgarþróun
Í samstarfi og sókn fyrir eftirsóknarverðan áfangastað | Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins
Hittumst! Innlit á ferðasýningu ferðaþjónustuaðila | Myndband
Nýir tímar í móttöku skemmtiferðaskipa | Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna
Stórverkefni og innviðir
Mikilvæg innviðauppbygging | Einar Þorsteinsson, borgarstjóri
Uppbygging innviða Alvotech á Íslandi | Jóhann G. Jóhannsson, meðstofnandi og yfirmaður fjármálamarkaða hjá Alvotech
Stokkar og jarðgöng í Reykjavík | Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar
Borgarlínan og Alda | Ásdís Kristinsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu
Lokaorð borgarstjóra