Nýja hægrið Davíð Bergmann skrifar 24. maí 2024 12:31 Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. Ástæðan fyrir þeirri umræðu var að Halldór teiknaði skopmynd af Arnari Þór í nasistabúning og birti á Visi.is. Ég ætla ekki að vera eyða fleiri orðum í þá umræðu heldur frekar að skora á fólk að hlusta á þessar samræður þeirra á milli á spilara Bylgjunnar. En núna ætla ég að snúa mér frekar að því hvað stóð upp úr í þessu samtali að mínu mati. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn að núna væri til eitthvað sem heitir „Nýja hægrið“ gæti það verið nafn á nýjum stjórnmálaflokki fyrir vegalausa hægrimenn í næstu þingkosningum. Eða rúmast sú hugmyndafræði innan annara hægri stjórnmálaflokka sem fyrir eru hér á landi. Reyndar er leitun að slíkum flokki hér á landi sem við myndum kalla alvöru hægri flokk. Fyrir mig sem landflótta Sjálfstæðismann síðan að flokkurinn tók upp á því að fara í stjórnarsamstarf við VG, hefur það verið erfitt fyrir mig að staðsetja mig í pólitíkinni. En eftir að Halldór skilgreindi Arnar Þór Jónsson sem nýhægri sinnaðan og hann sagðist ekki vera einn um þá skoðun, verð ég að segja það að ég gæti eftir allt saman verið nýhægri sinnaður, samkvæmd þeirri skilgreiningu sem ég heyrði. En og aftur skora ég á fólk að hlusta á þáttinn til að átta sig á því hvað Halldór átti við, nema að ég hafi lesið svona vitlaust á milli lína. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja það að hornsteinn samfélagsins sé fjölskyldan, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja verja tungumálið fyrir woke-istum, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að halda því fram að kynin séu bara tvö, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að hafna aðild að Evrópu sambandinu, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja herta innflytjendastefnu, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður að vilja draga úr umsvifum Ruv á fjölmiðlamarkaði, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að draga úr ríkisútgjöldum, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að vilja að athafnafrelsi sé virt og dregið sé úr ríkis afskiptum, þá já er ég það. Hvaða flokkur er það sem getur uppfyllt þetta í dag hér á landi? Þegar það er verið að tala um skautun í samfélaginu og orðræðu og tala nú ekki um "hatursorðræðu" þá er dagskrávaldið en í höndum góða fólksins. Öll skynsemi pólitík eins og hjá Geert Wilders og Viktor Orban, eða Giorgia Meloni á Ítalíu er kölluð öfgar og þau eru líka upphrópuð sem fasistar. En evrópa er að vakna upp við vondan draum innviðir stoðþjónustunnar þola ekki meira álag, það mun eitthvað undan láta fyrir rest. Muammar Gaddafi fyrrverandi einræðisherra sagði árið 2006 við þurfum ekki að lyfta sverði eða skjóta skoti þetta mun koma að sjálfum sér, við fjölgum okkur bara meira en þeir gera, þá munum við innleiða sharia lög á næstu 50 árum inn í Vesturheim. Ég hugsa að þetta sé að raungerast þið þurfið ekki nema að fara Evrópu til að sjá þessa þróun sem á sér stað og ég hugsa að áætlun Gaddafi sé að standast eftir allt saman. Höfundur er nýhægri sinnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. Ástæðan fyrir þeirri umræðu var að Halldór teiknaði skopmynd af Arnari Þór í nasistabúning og birti á Visi.is. Ég ætla ekki að vera eyða fleiri orðum í þá umræðu heldur frekar að skora á fólk að hlusta á þessar samræður þeirra á milli á spilara Bylgjunnar. En núna ætla ég að snúa mér frekar að því hvað stóð upp úr í þessu samtali að mínu mati. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn að núna væri til eitthvað sem heitir „Nýja hægrið“ gæti það verið nafn á nýjum stjórnmálaflokki fyrir vegalausa hægrimenn í næstu þingkosningum. Eða rúmast sú hugmyndafræði innan annara hægri stjórnmálaflokka sem fyrir eru hér á landi. Reyndar er leitun að slíkum flokki hér á landi sem við myndum kalla alvöru hægri flokk. Fyrir mig sem landflótta Sjálfstæðismann síðan að flokkurinn tók upp á því að fara í stjórnarsamstarf við VG, hefur það verið erfitt fyrir mig að staðsetja mig í pólitíkinni. En eftir að Halldór skilgreindi Arnar Þór Jónsson sem nýhægri sinnaðan og hann sagðist ekki vera einn um þá skoðun, verð ég að segja það að ég gæti eftir allt saman verið nýhægri sinnaður, samkvæmd þeirri skilgreiningu sem ég heyrði. En og aftur skora ég á fólk að hlusta á þáttinn til að átta sig á því hvað Halldór átti við, nema að ég hafi lesið svona vitlaust á milli lína. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja það að hornsteinn samfélagsins sé fjölskyldan, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja verja tungumálið fyrir woke-istum, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að halda því fram að kynin séu bara tvö, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að hafna aðild að Evrópu sambandinu, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja herta innflytjendastefnu, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður að vilja draga úr umsvifum Ruv á fjölmiðlamarkaði, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að draga úr ríkisútgjöldum, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að vilja að athafnafrelsi sé virt og dregið sé úr ríkis afskiptum, þá já er ég það. Hvaða flokkur er það sem getur uppfyllt þetta í dag hér á landi? Þegar það er verið að tala um skautun í samfélaginu og orðræðu og tala nú ekki um "hatursorðræðu" þá er dagskrávaldið en í höndum góða fólksins. Öll skynsemi pólitík eins og hjá Geert Wilders og Viktor Orban, eða Giorgia Meloni á Ítalíu er kölluð öfgar og þau eru líka upphrópuð sem fasistar. En evrópa er að vakna upp við vondan draum innviðir stoðþjónustunnar þola ekki meira álag, það mun eitthvað undan láta fyrir rest. Muammar Gaddafi fyrrverandi einræðisherra sagði árið 2006 við þurfum ekki að lyfta sverði eða skjóta skoti þetta mun koma að sjálfum sér, við fjölgum okkur bara meira en þeir gera, þá munum við innleiða sharia lög á næstu 50 árum inn í Vesturheim. Ég hugsa að þetta sé að raungerast þið þurfið ekki nema að fara Evrópu til að sjá þessa þróun sem á sér stað og ég hugsa að áætlun Gaddafi sé að standast eftir allt saman. Höfundur er nýhægri sinnaður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun