Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 14:15 Björgólfur Thor Björgólfsson. Vísir/Vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson hefur samþykkt að greiða hluthöfum Landsbankans 1.050 milljónir króna í sáttargreiðslur, í máli sem málsóknarfélög hluthafa Landsbankans höfðuðu gegn honum. Þar með er málinu, sem velkst hefur um í kerfinu í um tólf ár, lokið. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Umrædd félög eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., Hvalur hf. og þrjú hópmálsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands, en alls tóku um 270 einstaklingar og félög þátt í málssókninni. Forsaga málsins eru kröfur þessara félaga á hendur Björgólfi, þar sem félögin töldu hann hafa haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans, brotið yfirtökureglur og þar með skapað hluthöfum tjón. Haft er eftir Björgólfi að hann hafi talið það „þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“ „Tíma mínum og íslenskra dómstóla er betur varið í annað en endalausar deilur um eldgamalt mál og fannst mér því rétt að ljúka þessum málum núna, þótt ég viðurkenni enga sök eða bótaskyldu og hafi mótmælt öllum ávirðingum með gildum rökum,“ segir Björgólfur. Sérstaklega er tekið fram að liður sé í samkomulagi aðila að Urriðahæð ehf., félag undir yfirráðum Róberts Wessman, eða félög sem honum tengjast fá engan hlut í þeirri greiðslu. Björgólfur var á sínum tíma stjórnarformaður og átti hlut í Samson eignarhaldsfélagi, sem var stærsti hluthafi Landsbankans þegar hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Árið 2011 var auglýst eftir þáttöku hluthafa Landsbankans í undirbúningi að hópmálsókn gegn Björgólfi og árið 2014 voru skýrslutökur teknar í málinu, að gegnum sjö dómum Hæstaréttar í málinu. Málið var loks höfðað árið 2015 en vísað frá árið 2016. Í tilkynningunni er sagan rakin nánar: „Þau mál hafa frá þeim tíma gengið upp og niður í dómskerfinu. Þeim var í fyrstu vísað frá en Hæstiréttur snéri þeirri niðurstöðu við. Síðan var sýknað vegna fyrningar í málum Fiskveiðafélagsins Venusar hf. og Hvals hf. í héraðsdómi og Landsrétti en Hæstiréttur ómerkti þá niðurstöðu og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.“ Þá hefur ágreiningur um hæfi dómenda í málinu ítrekað komið til úrskurðar á öllum dómstigum, nú síðast fyrir Landsrétti sem úrskurðaði á síðasta ári um skort á hæfi Jón Arnars Baldurs sem hafði verið tilnefndur. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki en Landsréttur hafnaði því. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Landslögum, sem rak málið fyrir stefnendur segir ánægjulegt að niðurstaða hafi náðst í málið. „Eru umbjóðendur mínir ánægðir með þau málalok sem nú liggja fyrir í formi sáttargreiðslu sem staðfestir mikilvægi málshöfðunar þeirra.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Umrædd félög eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., Hvalur hf. og þrjú hópmálsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands, en alls tóku um 270 einstaklingar og félög þátt í málssókninni. Forsaga málsins eru kröfur þessara félaga á hendur Björgólfi, þar sem félögin töldu hann hafa haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans, brotið yfirtökureglur og þar með skapað hluthöfum tjón. Haft er eftir Björgólfi að hann hafi talið það „þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“ „Tíma mínum og íslenskra dómstóla er betur varið í annað en endalausar deilur um eldgamalt mál og fannst mér því rétt að ljúka þessum málum núna, þótt ég viðurkenni enga sök eða bótaskyldu og hafi mótmælt öllum ávirðingum með gildum rökum,“ segir Björgólfur. Sérstaklega er tekið fram að liður sé í samkomulagi aðila að Urriðahæð ehf., félag undir yfirráðum Róberts Wessman, eða félög sem honum tengjast fá engan hlut í þeirri greiðslu. Björgólfur var á sínum tíma stjórnarformaður og átti hlut í Samson eignarhaldsfélagi, sem var stærsti hluthafi Landsbankans þegar hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Árið 2011 var auglýst eftir þáttöku hluthafa Landsbankans í undirbúningi að hópmálsókn gegn Björgólfi og árið 2014 voru skýrslutökur teknar í málinu, að gegnum sjö dómum Hæstaréttar í málinu. Málið var loks höfðað árið 2015 en vísað frá árið 2016. Í tilkynningunni er sagan rakin nánar: „Þau mál hafa frá þeim tíma gengið upp og niður í dómskerfinu. Þeim var í fyrstu vísað frá en Hæstiréttur snéri þeirri niðurstöðu við. Síðan var sýknað vegna fyrningar í málum Fiskveiðafélagsins Venusar hf. og Hvals hf. í héraðsdómi og Landsrétti en Hæstiréttur ómerkti þá niðurstöðu og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.“ Þá hefur ágreiningur um hæfi dómenda í málinu ítrekað komið til úrskurðar á öllum dómstigum, nú síðast fyrir Landsrétti sem úrskurðaði á síðasta ári um skort á hæfi Jón Arnars Baldurs sem hafði verið tilnefndur. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki en Landsréttur hafnaði því. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Landslögum, sem rak málið fyrir stefnendur segir ánægjulegt að niðurstaða hafi náðst í málið. „Eru umbjóðendur mínir ánægðir með þau málalok sem nú liggja fyrir í formi sáttargreiðslu sem staðfestir mikilvægi málshöfðunar þeirra.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47