Telur víst að sala á Landsvirkjun komi á borð næsta forseta Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2024 15:03 Höllurnar faðmast. Eins og staðan í skoðanakönnunum er akkúrat núna hefur Halla Tómasdóttir skotist upp fyrir Höllu Hrund Logadóttur í skoðanakönnunum. Á toppnum trónir Katrín Jakobsdóttir, nú þegar vika er til forsetakosninga. vísir/vilhelm Halla Hrund Logadóttir hefur verið að gefa eftir í síðustu skoðanakönnunum. Hún hefur verið að slást við Katrínu Jakobsdóttur um toppsætið en í gær gerðist það að nafna hennar Tómasdóttir skaust upp fyrir hana. Það er þó enginn uppgjafartónn í Höllu Hrund. Hún er á fleygiferð um landið; var á Akranesi þegar blaðamaður Vísis náði í skottið á henni; Dalvík, Akureyri, Reykjanes, Selfoss… og alls staðar er fullt út dyrum. En hún hefur verið að missa flugið í skoðanakönnunum og hvernig verður brugðist við því? „Ég mun tala skýrar og hærra. Að ég segi hlutina með skýrari hætti. Já, það er mikilvægt að tala hátt og skýrt og ég mun leggja mig fram um að gera það í síðustu vikunni. Það er nóg eftir. Við erum með fundi og svo eru kappræðurnar eftir. Sem sagt, líf og fjör fram undan.“ Telur menn ásælast Landsvirkjun Halla Hrund ætlar sem sagt að herða róðurinn þó hún hafi ekki verið að slá slöku við. Hún hefur verið sökuð um að tala á of almennum nótum. Hvað er það sem hún telur að þurfi að tala hærra um og skýrar? „Mitt erindi í þessum kosningum er auðvitað auðlindamálin. Þar hef ég gríðarlega sérþekkingu eftir starf mitt sem orkumálastjóri. Við eigum einstakar auðlindir og við erum að selja þær. Þetta birtist í jarðasölu þar sem vatn og hiti fylgir með, til erlendra aðila. Meðan flest ríki eru að kortleggja vatnsbyrgðir mjög strategískt og horfa til þessara auðlinda til langs tíma.“ Halla Hrund segir að þarna sé sín sérstaða. Hún sé sú eina sem hefur talað fyrir þessum málum. Og hún sér fyrir sér gjörbreytingu í fjárfestingum og sölu á orkufyrirtækjum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta.“ Vitundarvakning um auðlindarmál Halla Hrund segir þetta líka í málefnum fyrir vestan þar sem verið er að horfa á ótímabundna ráðstöfun til erlendra aðila. Hún er vitaskuld þar að tala um lagareldið. „Við megum ekki missa yfirráðin yfir auðlindunum, Þetta er langtímamál. Ég sem forseti mun standa fyrir vitundarvakningu um okkar auðlindir, þær eru grunnur velferðar hér og ég er kannski eini frambjóðandinn sem hef talað fyrir hagsmunum almennings alla tíð. Ég hef talað fyrir orkuöryggi almennings, unnið að lausnum varðandi orkumál Reykjaness, að settar verði skýrari reglur um jarðarkaup erlendra aðila. Og, líkt og Vigdís talaði um náttúruna okkar, fá fólk til að láta sér þykja vænt um þessar auðlindir. Þetta er eitt stærsta hagsmunamál okkar Íslendinga.“ Halla Hrund segist telja að skilaboðin úr skoðanakönnunum séu þau að hún þurfi að tala skýrar og hærra og það ætlar hún að gera.vísir/vilhelm Halla Hrund segir að forsetinn verði að vera trúverðugur á þessu sviði og þar telur hún reynslu sína sem orkumálastjóri, sem og í störfum fyrir Harvard og í öðrum störfum á erlendum vettvangi, muni skipta sköpum. „Orkumálin eru mál sem móta alþjóðasamskipti, stríð og frið, eins og til að mynda í Úkraínu. Orkumálin fléttast inn í öll átök, bæði þar og í átökunum botni Miðjarðarhafs. Alþjóðasamvinna mun mótast mjög af þessu og svo loftslagsmálum. Þar skiptir þekking skiptir gríðarlega miklu máli.“ En lagareldi? Halla Hrund segist hafa staðið vaktina í þessum málum, oft við afar krefjandi aðstæður en þetta sé vakt sem hvorki stjórnmálin né viðskiptalífið hafi sinnt. Né heldur hafa aðrir frambjóðendur talað fyrir þessum málum. „Ég þarf kannski að tala skýrar. Þetta mun birtast í sölu á Landsvirkjun. Þær verða afleiðingarnar. Það er dæmi um langtímahagsmuni þjóðarinnar og mál sem þarf að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar og ef til þess kemur; það er ef þingheimur tekur ekki utan um þessi mál.“ Varðandi fiskeldið sem þú nefndir, er það mál sem þú munt setja í þjóðaratkvæðagreiðslu ef svo ber undir? „Ég hef ekki skoðun á atvinnuvegum, ég hef talað fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda en það er þessi tímalengd sem verður að horfa til. Lengi framan af slógust þær Katrín og Halla Hrund á toppi skoðanakannana en nú hefur Halla Tómasdóttir komið upp á milli.vísir/vilhelm Þetta er dæmi um ráðstöfun auðlinda ótímabundið og það er mál sem verður að staldra við. Ég vona að þingið taki utan um það. En líkt og sala á Landsvirkjun er lykilhagsmunamál um hvernig samfélög þróast og hafa gert langt fram í tímann þá eru þetta líka mikilvæg geópólitískt mál; hvernig auðlindum er stjórnað í samfélagi þjóðanna.“ Verðum að standa vörð um sölu jarða Halla Hrund nefnir að hún hafi búið í Vestur-Afríku og í Bandaríkjunum, stöðum þar sem ekki hefur verið hugsað vel um umgjörð þessara mála. Og hún hefur upplifað hvernig það svo hefur haft áhrif á stöðu framtíðarkynslóða. „Við erum í vinnu fyrir framtíðarkynslóðir. Og þess vegna mun ég standa fyrir vitundarvakningu fyrir auðlindir okkar. Tengslin voru auðvitað meiri þegar fólk fór í sveit og vann í fiski – tengslin eru minni í dag. Eins og ég sé svo vel í gegnum starf mitt sem orkumálastjóri. Það eru fimmtíu ár síðan Landsvirkjun var stofnuð og það var ekki sjálfgefið. Og fimmtíu árum síðar erum við að njóta afrakstursins.“ Hún telur sem sagt aukna firringu hafa grafið um sig. Halla Hrund segir að vel megi stunda öflug alþjóðaviðskipti með vatn, svo dæmi sé tekið, en það má gera með tímabundnum leyfum, tímabundið. „Við verðum að standa vörð um sölu jarða. Það er yfir lengri tíma sem myndin teiknast upp.“ Kosningabaráttan verið full af ... allskonar Frambjóðandinn segir að til að mynda hafi menn ekki áttað sig á því hvernig kvótakerfið myndi haga sér, ekki fyrr en púslin tóku að raðast upp. Þá fór þetta að líta öðruvísi út. Kvóti hér og kvóti þar. Orkumálin eru lykilmál að mati Höllu Hrundar og hún er eini frambjóðandinn sem hefur sett þau á oddinn.vísir/vilhelm „Við erum þakklát fyrir að erlendar útgerðir eigi ekki kvóta og við verðum að hugsa þetta heildrænt. Við verðum að skoða langtímahagsmuni út frá því hvernig samfélögum gengur efnahagslega og líka út frá hagsmunum ríkja í samfélögum þjóðanna. Þetta er lykilmál.“ Nú veit ég að þú vilt tala um þig og það sem þú leggur áherslu á fremur en að beina sjónum að mótframbjóðendum þínum. En ég verð að spyrja; finnst þér þetta hafa verið heiðarleg kosningabarátta? Það kemur hik á Höllu Hrund þegar þessi spurning er borin upp. „Þetta er mín fyrsta kosningabarátta. Ég kem ekki úr pólitík ólíkt flestum öðrum frambjóðendum. Hún hefur verið … full af allskonar. En fyrst og fremst treysti ég þjóðinni til að horfa til frambjóðenda; hverjir hafa staðið vaktina. Þar hefur ekki verið nóg að gert og það þarf alltaf að hafa almannahagsmuni í huga. Sem forseti mun ég fyrst og fremst þjóna fólkinu með þeirra hagsmuni í huga og það ég mun gera á breiðum grunni. Sem forseti Íslands.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Landsvirkjun Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Það er þó enginn uppgjafartónn í Höllu Hrund. Hún er á fleygiferð um landið; var á Akranesi þegar blaðamaður Vísis náði í skottið á henni; Dalvík, Akureyri, Reykjanes, Selfoss… og alls staðar er fullt út dyrum. En hún hefur verið að missa flugið í skoðanakönnunum og hvernig verður brugðist við því? „Ég mun tala skýrar og hærra. Að ég segi hlutina með skýrari hætti. Já, það er mikilvægt að tala hátt og skýrt og ég mun leggja mig fram um að gera það í síðustu vikunni. Það er nóg eftir. Við erum með fundi og svo eru kappræðurnar eftir. Sem sagt, líf og fjör fram undan.“ Telur menn ásælast Landsvirkjun Halla Hrund ætlar sem sagt að herða róðurinn þó hún hafi ekki verið að slá slöku við. Hún hefur verið sökuð um að tala á of almennum nótum. Hvað er það sem hún telur að þurfi að tala hærra um og skýrar? „Mitt erindi í þessum kosningum er auðvitað auðlindamálin. Þar hef ég gríðarlega sérþekkingu eftir starf mitt sem orkumálastjóri. Við eigum einstakar auðlindir og við erum að selja þær. Þetta birtist í jarðasölu þar sem vatn og hiti fylgir með, til erlendra aðila. Meðan flest ríki eru að kortleggja vatnsbyrgðir mjög strategískt og horfa til þessara auðlinda til langs tíma.“ Halla Hrund segir að þarna sé sín sérstaða. Hún sé sú eina sem hefur talað fyrir þessum málum. Og hún sér fyrir sér gjörbreytingu í fjárfestingum og sölu á orkufyrirtækjum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta.“ Vitundarvakning um auðlindarmál Halla Hrund segir þetta líka í málefnum fyrir vestan þar sem verið er að horfa á ótímabundna ráðstöfun til erlendra aðila. Hún er vitaskuld þar að tala um lagareldið. „Við megum ekki missa yfirráðin yfir auðlindunum, Þetta er langtímamál. Ég sem forseti mun standa fyrir vitundarvakningu um okkar auðlindir, þær eru grunnur velferðar hér og ég er kannski eini frambjóðandinn sem hef talað fyrir hagsmunum almennings alla tíð. Ég hef talað fyrir orkuöryggi almennings, unnið að lausnum varðandi orkumál Reykjaness, að settar verði skýrari reglur um jarðarkaup erlendra aðila. Og, líkt og Vigdís talaði um náttúruna okkar, fá fólk til að láta sér þykja vænt um þessar auðlindir. Þetta er eitt stærsta hagsmunamál okkar Íslendinga.“ Halla Hrund segist telja að skilaboðin úr skoðanakönnunum séu þau að hún þurfi að tala skýrar og hærra og það ætlar hún að gera.vísir/vilhelm Halla Hrund segir að forsetinn verði að vera trúverðugur á þessu sviði og þar telur hún reynslu sína sem orkumálastjóri, sem og í störfum fyrir Harvard og í öðrum störfum á erlendum vettvangi, muni skipta sköpum. „Orkumálin eru mál sem móta alþjóðasamskipti, stríð og frið, eins og til að mynda í Úkraínu. Orkumálin fléttast inn í öll átök, bæði þar og í átökunum botni Miðjarðarhafs. Alþjóðasamvinna mun mótast mjög af þessu og svo loftslagsmálum. Þar skiptir þekking skiptir gríðarlega miklu máli.“ En lagareldi? Halla Hrund segist hafa staðið vaktina í þessum málum, oft við afar krefjandi aðstæður en þetta sé vakt sem hvorki stjórnmálin né viðskiptalífið hafi sinnt. Né heldur hafa aðrir frambjóðendur talað fyrir þessum málum. „Ég þarf kannski að tala skýrar. Þetta mun birtast í sölu á Landsvirkjun. Þær verða afleiðingarnar. Það er dæmi um langtímahagsmuni þjóðarinnar og mál sem þarf að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar og ef til þess kemur; það er ef þingheimur tekur ekki utan um þessi mál.“ Varðandi fiskeldið sem þú nefndir, er það mál sem þú munt setja í þjóðaratkvæðagreiðslu ef svo ber undir? „Ég hef ekki skoðun á atvinnuvegum, ég hef talað fyrir skynsamlegri nýtingu auðlinda en það er þessi tímalengd sem verður að horfa til. Lengi framan af slógust þær Katrín og Halla Hrund á toppi skoðanakannana en nú hefur Halla Tómasdóttir komið upp á milli.vísir/vilhelm Þetta er dæmi um ráðstöfun auðlinda ótímabundið og það er mál sem verður að staldra við. Ég vona að þingið taki utan um það. En líkt og sala á Landsvirkjun er lykilhagsmunamál um hvernig samfélög þróast og hafa gert langt fram í tímann þá eru þetta líka mikilvæg geópólitískt mál; hvernig auðlindum er stjórnað í samfélagi þjóðanna.“ Verðum að standa vörð um sölu jarða Halla Hrund nefnir að hún hafi búið í Vestur-Afríku og í Bandaríkjunum, stöðum þar sem ekki hefur verið hugsað vel um umgjörð þessara mála. Og hún hefur upplifað hvernig það svo hefur haft áhrif á stöðu framtíðarkynslóða. „Við erum í vinnu fyrir framtíðarkynslóðir. Og þess vegna mun ég standa fyrir vitundarvakningu fyrir auðlindir okkar. Tengslin voru auðvitað meiri þegar fólk fór í sveit og vann í fiski – tengslin eru minni í dag. Eins og ég sé svo vel í gegnum starf mitt sem orkumálastjóri. Það eru fimmtíu ár síðan Landsvirkjun var stofnuð og það var ekki sjálfgefið. Og fimmtíu árum síðar erum við að njóta afrakstursins.“ Hún telur sem sagt aukna firringu hafa grafið um sig. Halla Hrund segir að vel megi stunda öflug alþjóðaviðskipti með vatn, svo dæmi sé tekið, en það má gera með tímabundnum leyfum, tímabundið. „Við verðum að standa vörð um sölu jarða. Það er yfir lengri tíma sem myndin teiknast upp.“ Kosningabaráttan verið full af ... allskonar Frambjóðandinn segir að til að mynda hafi menn ekki áttað sig á því hvernig kvótakerfið myndi haga sér, ekki fyrr en púslin tóku að raðast upp. Þá fór þetta að líta öðruvísi út. Kvóti hér og kvóti þar. Orkumálin eru lykilmál að mati Höllu Hrundar og hún er eini frambjóðandinn sem hefur sett þau á oddinn.vísir/vilhelm „Við erum þakklát fyrir að erlendar útgerðir eigi ekki kvóta og við verðum að hugsa þetta heildrænt. Við verðum að skoða langtímahagsmuni út frá því hvernig samfélögum gengur efnahagslega og líka út frá hagsmunum ríkja í samfélögum þjóðanna. Þetta er lykilmál.“ Nú veit ég að þú vilt tala um þig og það sem þú leggur áherslu á fremur en að beina sjónum að mótframbjóðendum þínum. En ég verð að spyrja; finnst þér þetta hafa verið heiðarleg kosningabarátta? Það kemur hik á Höllu Hrund þegar þessi spurning er borin upp. „Þetta er mín fyrsta kosningabarátta. Ég kem ekki úr pólitík ólíkt flestum öðrum frambjóðendum. Hún hefur verið … full af allskonar. En fyrst og fremst treysti ég þjóðinni til að horfa til frambjóðenda; hverjir hafa staðið vaktina. Þar hefur ekki verið nóg að gert og það þarf alltaf að hafa almannahagsmuni í huga. Sem forseti mun ég fyrst og fremst þjóna fólkinu með þeirra hagsmuni í huga og það ég mun gera á breiðum grunni. Sem forseti Íslands.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Landsvirkjun Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira