Geir og Jóhanna lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2024 18:59 Jóhanna Sigurðardóttir og Geir H. Haarde hafa bæði lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur. Johannes Jansson/Vísir/Vilhelm Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Geir H. Haarde og Jóhanna Sigurðardóttir, hafa lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur til embættis forseta Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, lýsti því yfir á Facebook í gær að hún hygðist kjósa Höllu Hrund sem næsta forseta Íslands. Það væri ekki síst vegna þekkingar Höllu á auðlindum þjóðarinnar og áherslu á að þær verði nýttar í almannaþágu og vegna sýnar hennar í jafnréttismálum. „Halla Hrund býr yfir þeim kostum sem ég vil að forseti Islands hafi til að bera, réttsýni. mannúð og mildi,“ skrifar Jóhanna. Fylgst með Höllu í allmörg ár Geir H. Haarde, kollegi Jóhönnu í ríkisstjórn Íslands frá 2007 til 2009 og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti einnig yfir því að hann hygðist kjósa Höllu Hrund í forsetakosningunum 1. júní næstkomandi. „Ég hef fylgst með Höllu Hrund í allmörg ár allt frá því hún leitaði ráða hjá mér varðandi framhaldsnám í Bandaríkjunum. Hún vakti strax athygli mína fyrir eldmóð og atorku,“ skrifaði Geir á Facebook-síðu sinni. Hann segir Höllu velviljaða, eiga auðvelt með að tengjast öðrum og hafa meiri áhuga á viðfangsefnum sínum en sjálfri sér. „Ég tel að hún hafi það sem til þarf til að gegna hinu mikilvæga embætti forseta Íslands með glæsibrag. Þess vegna ætla ég að kjósa hana,“ skrifar Geir og hvetur aðra til að styðja við Höllu. Ég hvet ykkur öll til að styðja Höllu Hrund í forsetakosningunum.. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetaáskorunin: Innbrotsþjófurinn reyndist vera mamman Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 24. maí 2024 19:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, lýsti því yfir á Facebook í gær að hún hygðist kjósa Höllu Hrund sem næsta forseta Íslands. Það væri ekki síst vegna þekkingar Höllu á auðlindum þjóðarinnar og áherslu á að þær verði nýttar í almannaþágu og vegna sýnar hennar í jafnréttismálum. „Halla Hrund býr yfir þeim kostum sem ég vil að forseti Islands hafi til að bera, réttsýni. mannúð og mildi,“ skrifar Jóhanna. Fylgst með Höllu í allmörg ár Geir H. Haarde, kollegi Jóhönnu í ríkisstjórn Íslands frá 2007 til 2009 og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti einnig yfir því að hann hygðist kjósa Höllu Hrund í forsetakosningunum 1. júní næstkomandi. „Ég hef fylgst með Höllu Hrund í allmörg ár allt frá því hún leitaði ráða hjá mér varðandi framhaldsnám í Bandaríkjunum. Hún vakti strax athygli mína fyrir eldmóð og atorku,“ skrifaði Geir á Facebook-síðu sinni. Hann segir Höllu velviljaða, eiga auðvelt með að tengjast öðrum og hafa meiri áhuga á viðfangsefnum sínum en sjálfri sér. „Ég tel að hún hafi það sem til þarf til að gegna hinu mikilvæga embætti forseta Íslands með glæsibrag. Þess vegna ætla ég að kjósa hana,“ skrifar Geir og hvetur aðra til að styðja við Höllu. Ég hvet ykkur öll til að styðja Höllu Hrund í forsetakosningunum..
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetaáskorunin: Innbrotsþjófurinn reyndist vera mamman Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 24. maí 2024 19:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Forsetaáskorunin: Innbrotsþjófurinn reyndist vera mamman Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 24. maí 2024 19:01