Fyrrverandi Íslandsmeistari gefur út kántríslagara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 08:01 Arnþór Ingi er ólíkindatól. vísir/hulda margrét Það er töluvert síðan Íslandsmeistarinn fyrrverandi Arnþór Ingi Kristinsson lét að sér kveða inn á fótboltavellinum en hann lætur nú til sín taka á öðrum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið út það sem mætti kalla sumarsmell ársins með félaga sínum frá Akranesi, Bjarka Sigmyndssyni. Arnþór Ingi lék lengi vel með Víkingum áður en hann söðlað um og gekk í raðir KRfyrir tímabilið 2019. Þar byrjaði hann svo sannarlega af krafti en KR varð Íslandsmeistari með einskærum yfirburðum það árið. Arnþór Ingi ákvað hins vegar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2021, alltof snemma að mati flestra. Þessi uppaldi Skagamaður er ekki fyrsti KR-ingurinn sem leggur skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum hlutum, þar á meðal tónlist. Undanfarið ár hefur Arnþór Ingi verið að „trúbadorast“ eins og hann segir sjálfur ásamt Bjarka félaga sínum undanfarið ár. Sá er einnig af Skaganum og hefur sömuleiðis mikla fótboltatengingu en hann er í dag sjúkraþjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem trónir á toppi Bestu deildarinnar. Þeir félagar ákváðu að láta gamlan draum rætast og gefa út lagið „Kyssumst alla nótt.“ Um er að ræða sannkallaðan kántríslagara sem hefur allt sem til þarf til að verða sumarlag ársins 2024. Vísir ræddi stuttlega við Arnþór Inga um lagið og hvað kæmi til að þeir félagar væru að gefa út kántrílag. „Ég bjó í Denver í tvö ár og smitaðist af þessari kántrí-bakteríu ef svo má að orði komast,“ sagði Arnþór Ingi en hann var þar í háskóla sem og að spila fótbolta. „Ég og Bjarki erum miklið aðdáendur af gömlu góðu íslensku sveitaballatónlistinni og vildum gera okkar í að koma henni aftur á kortið að einhverju leyti. Við stefnum á að gefa út fleiri lög á næstunni, verða þau blanda af kántrí og íslenskri popptónlist,“ sagði Arnþór Ingi að endingu. Tónlist Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Arnþór Ingi lék lengi vel með Víkingum áður en hann söðlað um og gekk í raðir KRfyrir tímabilið 2019. Þar byrjaði hann svo sannarlega af krafti en KR varð Íslandsmeistari með einskærum yfirburðum það árið. Arnþór Ingi ákvað hins vegar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2021, alltof snemma að mati flestra. Þessi uppaldi Skagamaður er ekki fyrsti KR-ingurinn sem leggur skóna á hilluna til að einbeita sér að öðrum hlutum, þar á meðal tónlist. Undanfarið ár hefur Arnþór Ingi verið að „trúbadorast“ eins og hann segir sjálfur ásamt Bjarka félaga sínum undanfarið ár. Sá er einnig af Skaganum og hefur sömuleiðis mikla fótboltatengingu en hann er í dag sjúkraþjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem trónir á toppi Bestu deildarinnar. Þeir félagar ákváðu að láta gamlan draum rætast og gefa út lagið „Kyssumst alla nótt.“ Um er að ræða sannkallaðan kántríslagara sem hefur allt sem til þarf til að verða sumarlag ársins 2024. Vísir ræddi stuttlega við Arnþór Inga um lagið og hvað kæmi til að þeir félagar væru að gefa út kántrílag. „Ég bjó í Denver í tvö ár og smitaðist af þessari kántrí-bakteríu ef svo má að orði komast,“ sagði Arnþór Ingi en hann var þar í háskóla sem og að spila fótbolta. „Ég og Bjarki erum miklið aðdáendur af gömlu góðu íslensku sveitaballatónlistinni og vildum gera okkar í að koma henni aftur á kortið að einhverju leyti. Við stefnum á að gefa út fleiri lög á næstunni, verða þau blanda af kántrí og íslenskri popptónlist,“ sagði Arnþór Ingi að endingu.
Tónlist Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira