Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2024 15:30 Fólki fjölgar og fjölgar í Vík, ekki síst eldra fólki og þá er nauðsynlegt að hafa gott hjúkrunarheimili á staðnum en núverandi heimili er orðið gamalt og lúið en þjónar samt sínu hlutverki vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Núverandi hjúkrunarheimili í Vík er komið til ára sinna en þar er rými fyrir 15 einstaklinga. Samhliða fjölgun íbúa á svæðinu er alltaf meiri þörf fyrir pláss á slíku heimili fyrir íbúa. Nú leggur sveitarstjórn Mýrdalshrepps mikla áherslu á að nýtt fimmtán manna hjúkrunarheimili verði byggt í Vík. En hvernig er staðan á núverandi heimili? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Aðstaðan er ekki lengur nógu góð. Þetta er orðið gamalt heimili og þetta er bara í okkar huga einn hlekkur í þessari samfélagskeðju, sem er algjörlega jafn mikilvæg og allir aðrir hlekkir. Það er jafn mikilvægt held ég að hafa gott hjúkrunarheimili eins og að hafa góðan leikskóla,” segir Einar Freyr og bætir við. „Síðan auðvitað snýst þetta líka um það að þetta er ákveðin liður í því að halda fólki hérna hjá okkur, það er að þessi Þjónusta sé til staðar alveg nákvæmlega eins og fjölskyldufólk myndi ekki búa ef það væri ekki leikskóli.” Og þið eruð að biðja um heimili fyrir 15 hjúkrunarrými? „Já, það er það sem viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir. Það er stærðin eins og hún er í dag en ég sjálfur hefði auðvitað vilja sjá aðeins fleiri hjúkrunarrými en það sem við erum líka á að opna á þarna er að við viljum sjá að sveitarfélagið komið þarna inn með þjónustuíbúðir fyrir aldraða og það er líka möguleiki á því að ríkið skoði að setja heilsugæslu þarna en þa er heilsugæsla hér í Vík, sem er komin á viðhald,” segir Einar Freyr. Einar Freyr segir að nýtt fyrirkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila verði notað við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík og fasteignafélögum verið þá gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. „Ég held að þetta geti vel gerst og ég hef væntingar til þess að ráðuneytið muni bregðast vel við þessu,” segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem er bjartsýnn á að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Hjúkrunarheimili Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Núverandi hjúkrunarheimili í Vík er komið til ára sinna en þar er rými fyrir 15 einstaklinga. Samhliða fjölgun íbúa á svæðinu er alltaf meiri þörf fyrir pláss á slíku heimili fyrir íbúa. Nú leggur sveitarstjórn Mýrdalshrepps mikla áherslu á að nýtt fimmtán manna hjúkrunarheimili verði byggt í Vík. En hvernig er staðan á núverandi heimili? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Aðstaðan er ekki lengur nógu góð. Þetta er orðið gamalt heimili og þetta er bara í okkar huga einn hlekkur í þessari samfélagskeðju, sem er algjörlega jafn mikilvæg og allir aðrir hlekkir. Það er jafn mikilvægt held ég að hafa gott hjúkrunarheimili eins og að hafa góðan leikskóla,” segir Einar Freyr og bætir við. „Síðan auðvitað snýst þetta líka um það að þetta er ákveðin liður í því að halda fólki hérna hjá okkur, það er að þessi Þjónusta sé til staðar alveg nákvæmlega eins og fjölskyldufólk myndi ekki búa ef það væri ekki leikskóli.” Og þið eruð að biðja um heimili fyrir 15 hjúkrunarrými? „Já, það er það sem viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir. Það er stærðin eins og hún er í dag en ég sjálfur hefði auðvitað vilja sjá aðeins fleiri hjúkrunarrými en það sem við erum líka á að opna á þarna er að við viljum sjá að sveitarfélagið komið þarna inn með þjónustuíbúðir fyrir aldraða og það er líka möguleiki á því að ríkið skoði að setja heilsugæslu þarna en þa er heilsugæsla hér í Vík, sem er komin á viðhald,” segir Einar Freyr. Einar Freyr segir að nýtt fyrirkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila verði notað við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík og fasteignafélögum verið þá gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. „Ég held að þetta geti vel gerst og ég hef væntingar til þess að ráðuneytið muni bregðast vel við þessu,” segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem er bjartsýnn á að nýtt hjúkrunarheimili verði byggt í Vík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Hjúkrunarheimili Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira