Atalanta getur enn endað í þriðja sæti og Empoli hélt sér uppi á hádramatískan hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 20:50 Ademola Lookman skoraði að sjálfsögðu í dag. EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Atalanta vann Torino 3-0 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í fótbolta, í dag og á enn möguleika á að enda í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið á enn einn leik eftir á meðan nær öll önnur lið hafa nú lokið leik á tímabilinu 2023-24. Þá hélt Empoli sér í deild þeirra bestu þökk sé sigurmarki í uppbótartíma. Atalanta varð Evrópudeildarmeistari á dögunum þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 3-0 í úrslitum keppninnar. Reyndist það eina tap Leverkusen á leiktíðinni. Vegna álags í Evrópu hefur Atalanta fengið að fresta leikjum og lýkur tímabili þeirra því ekki fyrr það mætir Fiorentina þann 2. júní á meðan 18 af liðum deildarinnar hafa nú lokið leik. Atalanta virðist ekki hafa fagnað um og of eftir sigurinn á Leverkusen en liðið pakkaði Torino saman í dag. Gianluca Scamacca kom Atalanta yfir með góðu skoti og Evrópuhetjan Ademola Lookman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Mario Pašalić gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Empoli tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í deildinni þökk sé 2-1 sigri á Roma. Matteo Cancellieri kom Empoli yfir á 13. mínútu en Houssem Aouar jafnaði fyrir R'omverja undir lok fyrri hálfleiks. Það var komið vel yfir venjulegan leiktíma þegar M'Baye Niang skoraði eftir sendingu Cancellieri og tryggði Empoli 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að liðið heldur sér í Serie A með 36 stig á meðan Frosinone fellur með 35 stig þar sem liðið tapaði 1-0 fyrir Udinese í kvöld. SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ— Empoli Football Club Official (@EmpoliFC) May 26, 2024 Þá gerðu meistarar Inter 2-2 jafntefli við Verona á útivelli. Marko Arnautović kom Inter yfir en Tijjani Noslin og Tomáš Suslov svöruðu fyrir Verona. Noslin skoraði fyrra markið eftir sendingu Suslov sem skoraði síðara markið eftir sendingu Noslin. Arnautović svaraði hins vegar fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexis Sanchéz hélt svo að hann hefði tryggt Inter sigurinn undir lok leiks en mark hans dæmt af og lokatölur 2-2. Önnur úrslit Napoli 0-0 Lecce Lazio 1-1 Sassuolo Stöðuna í deildinni má sjá hér. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira
Atalanta varð Evrópudeildarmeistari á dögunum þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 3-0 í úrslitum keppninnar. Reyndist það eina tap Leverkusen á leiktíðinni. Vegna álags í Evrópu hefur Atalanta fengið að fresta leikjum og lýkur tímabili þeirra því ekki fyrr það mætir Fiorentina þann 2. júní á meðan 18 af liðum deildarinnar hafa nú lokið leik. Atalanta virðist ekki hafa fagnað um og of eftir sigurinn á Leverkusen en liðið pakkaði Torino saman í dag. Gianluca Scamacca kom Atalanta yfir með góðu skoti og Evrópuhetjan Ademola Lookman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Mario Pašalić gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Empoli tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í deildinni þökk sé 2-1 sigri á Roma. Matteo Cancellieri kom Empoli yfir á 13. mínútu en Houssem Aouar jafnaði fyrir R'omverja undir lok fyrri hálfleiks. Það var komið vel yfir venjulegan leiktíma þegar M'Baye Niang skoraði eftir sendingu Cancellieri og tryggði Empoli 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að liðið heldur sér í Serie A með 36 stig á meðan Frosinone fellur með 35 stig þar sem liðið tapaði 1-0 fyrir Udinese í kvöld. SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ— Empoli Football Club Official (@EmpoliFC) May 26, 2024 Þá gerðu meistarar Inter 2-2 jafntefli við Verona á útivelli. Marko Arnautović kom Inter yfir en Tijjani Noslin og Tomáš Suslov svöruðu fyrir Verona. Noslin skoraði fyrra markið eftir sendingu Suslov sem skoraði síðara markið eftir sendingu Noslin. Arnautović svaraði hins vegar fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexis Sanchéz hélt svo að hann hefði tryggt Inter sigurinn undir lok leiks en mark hans dæmt af og lokatölur 2-2. Önnur úrslit Napoli 0-0 Lecce Lazio 1-1 Sassuolo Stöðuna í deildinni má sjá hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Sjá meira