Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2024 12:02 Hér fallast þær í faðma nöfnurnar Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir fyrir fyrri kappræður Stöðvar 2. Halla Hrund mælist nú með mesta fylgið hjá Prósenti eða 21 prósent. Á hæla hennar koma síðan Halla Tómasdóttir með 20,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir með 20,1 prósent. Vísir /Vilhelm Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. Þessar þrjár kannanir voru gerðar á svipuðu tímabili. Gallup könnunin hófst 17. maí, Prósents 21. maí en Maskínu 22 maí. Könnunum Maskínu og Gallup lauk báðum síðast liðinn fimmtudag en Prósent könnunin stóð til gærdagsins. Munurinn er mestur á fylgi Katrínar Jakobsdóttur sem var með 25,7 prósenta fylgi hjá Maskínu og 27 prósenta fylgi hjá Gallup en mælist nú með 20,1 prósent hjá Prósenti. Þar er hún nánast á pari við Höllu Hrund Logadóttur með 21 prósent og Höllu Tómasdóttur með 20,2 prósent. Katrín hefur því tapað 5,7 prósentustigum miðað við könnun Maskínu á fimmtudag og 6,9 prósentustigum miðað við könnun Gallups. Katrín Jakobsdóttir hafði afgerandi forystu í könnunum Maskínu og Gallups sem birtar voru á fimmtudag og föstudag en hefur tapað á bilinu 5,7 til 6,9 prósentustigum síðan þá samkvæmt könnun Prósents í dag.Vísir/Vilhelm Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu segir Prósent yfirleitt hafa sýnt Baldur með meira fylgi og Katrínu með minna fylgi en Maskína og Gallup. Fylgið væri þó augljóslega enn á mikilli hreyfingu. „En hefðbundin fyrirtæki eins og bæði við og Gallup höfum verið með Katrínu miklu jafnari. Hún hefur í rauninni verið með mjög stöðugt fylgi á milli 23 og upp í 27, eitthvað á því bili. Þannig að ég hef auðvitað ekki skýringu á því hvað er að gerast þarna. Þetta kemur mér á óvart. Ég verð að segja það, miðað við það sem við erum að sjá í okkar könnunum. Hins vegar skeri Katrín sig líka úr öðrum frambjóðendum með hvað margir geti ekki hugsað sér að kjósa hana, eða um 40 prósent á meðan um 20 prósent gætu ekki hugsað sér að kjósa til dæmis Höllu Tómasdóttur eða Baldur Þórhallsson. Hugsanlega njóti Katrín þess hvað margir aðrir frambjóðendur eru í miklum hnapp fylgislega séð. „Því ef að þau væru til dæmis bara tvö, eða tvær, þarna í forystunni er náttúrlega líklegra að þeir sem vilja alls ekki Katrínu myndu þá fara á hinn frambjóðandann, en þeir eru að minnsta kosti núna. Þannig að hún mun kannski njóta þess að þau eru þarna mörg í hnapp,“ segir framkvæmdastjóri Maskínu. Á miðnætti 31. júlí lýkur kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Daginn eftir gengur nýr forseti inn á Bessastaði.Vísir/Vilhelm Það séu því mjög spennandi kosningar framundan nú þegar aðeins væru fimm dagar til kosninga. „Við erum að sjá eftir kosningar að það er lítill munur á niðurstöðum kannana og kosninga. Þetta munar auðvitað stundum örfáum prósentustigum. Það er nú ekki meira en það. Þannig að það verður bara gaman að sjá hvað gerist í kosningunum um næstu helgi,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir. Fréttastofan á eftir að fá eina könnun til viðbótar frá Maskínu. Hún verður birt á fimmtudag, sama dag og forsetaframbjóðendur mæta í síðustu kappræður fréttastofunnar fyrir kosningarnar á laugardag. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 26. maí 2024 12:42 Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. 25. maí 2024 15:30 Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51 Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. 23. maí 2024 19:00 Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þessar þrjár kannanir voru gerðar á svipuðu tímabili. Gallup könnunin hófst 17. maí, Prósents 21. maí en Maskínu 22 maí. Könnunum Maskínu og Gallup lauk báðum síðast liðinn fimmtudag en Prósent könnunin stóð til gærdagsins. Munurinn er mestur á fylgi Katrínar Jakobsdóttur sem var með 25,7 prósenta fylgi hjá Maskínu og 27 prósenta fylgi hjá Gallup en mælist nú með 20,1 prósent hjá Prósenti. Þar er hún nánast á pari við Höllu Hrund Logadóttur með 21 prósent og Höllu Tómasdóttur með 20,2 prósent. Katrín hefur því tapað 5,7 prósentustigum miðað við könnun Maskínu á fimmtudag og 6,9 prósentustigum miðað við könnun Gallups. Katrín Jakobsdóttir hafði afgerandi forystu í könnunum Maskínu og Gallups sem birtar voru á fimmtudag og föstudag en hefur tapað á bilinu 5,7 til 6,9 prósentustigum síðan þá samkvæmt könnun Prósents í dag.Vísir/Vilhelm Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu segir Prósent yfirleitt hafa sýnt Baldur með meira fylgi og Katrínu með minna fylgi en Maskína og Gallup. Fylgið væri þó augljóslega enn á mikilli hreyfingu. „En hefðbundin fyrirtæki eins og bæði við og Gallup höfum verið með Katrínu miklu jafnari. Hún hefur í rauninni verið með mjög stöðugt fylgi á milli 23 og upp í 27, eitthvað á því bili. Þannig að ég hef auðvitað ekki skýringu á því hvað er að gerast þarna. Þetta kemur mér á óvart. Ég verð að segja það, miðað við það sem við erum að sjá í okkar könnunum. Hins vegar skeri Katrín sig líka úr öðrum frambjóðendum með hvað margir geti ekki hugsað sér að kjósa hana, eða um 40 prósent á meðan um 20 prósent gætu ekki hugsað sér að kjósa til dæmis Höllu Tómasdóttur eða Baldur Þórhallsson. Hugsanlega njóti Katrín þess hvað margir aðrir frambjóðendur eru í miklum hnapp fylgislega séð. „Því ef að þau væru til dæmis bara tvö, eða tvær, þarna í forystunni er náttúrlega líklegra að þeir sem vilja alls ekki Katrínu myndu þá fara á hinn frambjóðandann, en þeir eru að minnsta kosti núna. Þannig að hún mun kannski njóta þess að þau eru þarna mörg í hnapp,“ segir framkvæmdastjóri Maskínu. Á miðnætti 31. júlí lýkur kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Daginn eftir gengur nýr forseti inn á Bessastaði.Vísir/Vilhelm Það séu því mjög spennandi kosningar framundan nú þegar aðeins væru fimm dagar til kosninga. „Við erum að sjá eftir kosningar að það er lítill munur á niðurstöðum kannana og kosninga. Þetta munar auðvitað stundum örfáum prósentustigum. Það er nú ekki meira en það. Þannig að það verður bara gaman að sjá hvað gerist í kosningunum um næstu helgi,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir. Fréttastofan á eftir að fá eina könnun til viðbótar frá Maskínu. Hún verður birt á fimmtudag, sama dag og forsetaframbjóðendur mæta í síðustu kappræður fréttastofunnar fyrir kosningarnar á laugardag.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 26. maí 2024 12:42 Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. 25. maí 2024 15:30 Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51 Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. 23. maí 2024 19:00 Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 26. maí 2024 12:42
Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. 25. maí 2024 15:30
Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51
Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. 23. maí 2024 19:00
Kjósendur eiga miserfitt með að ákveða sig Kjósendur sem kusu utan kjörfundar í Reykjavík í dag áttu miserfitt með að ákveða sig. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert dræmari nú en í síðustu forsetakosningum enda mun fleiri frambjóðendur í boði. 21. maí 2024 19:31