Campbell féll af hesti sínum, Global Quest, á Bicton International Horse Trials í Devon í gær.
Bráðaliðar huguðu strax að Campbell og í kjölfarið komu sjúkrabílar og sjúkraþyrla. En ekki tókst að bjarga lífi Campbells. Hesturinn, Global Quest, var ómeiddur.
Campbell var þrautreyndur knapi sem keppti á yfir tvö hundruð mótum.
Hún var gift ný-sjálenska knapanum Jesse Campbell.