Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 14:31 Mikill eldur kviknaði í búðunum og vitni segja sprengjubrotum hafa rignt þar yfir. AP/Jehad Alshrafi Loftárásir Ísraelsmanna í Rafah á Gasaströndinni eru nú sagðar hafa leitt til dauða 45 manna í tjaldbúðum. Árásirnar hafa verið harðlega gagnrýndar í dag en Ísraelar hafa sakað Hamas-liða um að kveikja eld sem dró fólkið til dauða. Rúmlega helmingur hinna látnu er sagður vera konur, börn og gamalmenni. Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa gagnrýnt árásirnar harðlega í dag. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að Ísraelar þyrftu að hætta hernaði sínum í Rafah. Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, segir að árásir sem þessar muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Ísraela og til langs tíma. Hann sagði Ísraela vera að dreifa hatri sem muni festa rætur og hafa afleiðingar fyrir börn þeirra og barnabörn. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, og Josep Borell, yfirmaður utanríkismála hjá ESB, slógu á svipaða strengi og hafa kallað eftir því að Ísraelar fylgi skipunum Alþjóðasakamáladómstólsins. Sjá einnig: Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Ráðamenn í Ísrael hafa lýst Rafah sem einu af síðustu vígum Hamas og segjast þurfa að bjarga gíslum sem eiga að vera þar í haldi. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að Hamas-liðar skutu eldflaugum að Tel Aviv, frá Rafa, fyrr um daginn. Forsvarsmenn ísraelska hersins halda því enn fram að árásirnar hafi verið gerðar á bækistöð Hamas-samtakanna og að tveir af leiðtogum þeirra hafi verið felldir. Þeir segja að verið sé að rannsaka yfirlýsingar um dauðsföll óbreyttra borgara. Áður en árásirnar voru gerðar var það metið svo að engir óbreyttir borgarar ættu að falla í árásunum. Herinn hefur sagt, samkvæmt Reuters, að Hamas-liðar hefðu mögulega kveikt eld sem hefði banað fólkinu í tjaldbúðunum. Í nýlegri yfirlýsingu frá hernum segir að árásirnar hafi ekki verið gerðar á svæði sem hafi áður verið skilgreint sem öruggt svæði fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Ísraela á Gasaströndina. Last night, the @IAFsite carried out an intelligence-based precise strike that targeted senior Hamas terrorists in Tal as Sultan.Contrary to Hamas' lies and misinformation, the strike did not take place in the Al-Mawasi Humanitarian Area.This is the area where the strike… pic.twitter.com/IiyOdnQfx9— Israel Defense Forces (@IDF) May 27, 2024 AP fréttaveitan segir að heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segir nú að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum. Í samtali við Reuters segir fólk sem lifið eldhafið af að þau hafi verið að fara að sofa þegar loftárásirnar voru gerðar. Ein kona sagði að fyrst hefðu þau heyrt háværar sprengingar og svo hafi eldar logað alls staðar í kringum þau. „Öll börnin byrjuðu að öskra. Hljóðið var ógnvænlegt,“ sagði Umm Mohamed Al-Attar. Hún sagði sprengjubrotum hafa rignt yfir tjaldbúðirnar. Einn maður sem ræddi við blaðamann AP og kom að björgunarstöfum í tjaldbúðunum sagði eldhafið hafa verið ótrúlegt. Fólk hefi verið dregið úr búðunum í hræðilegu ástandi. „Við tókum út börn sem voru í bútum. Við tókum út ungt og eldra fólk,“ sagði Mohammed Abuassa. Rafah er syðsta borg Gasastrandar en nærri því helmingur rúmlega tveggja milljóna íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið þangað á undanförnum mánuðum. Hundruð þúsunda hafa svo flúði borgina á undanförnum vikum, eftir að árásir Ísraela hófust þar, en hundruð þúsunda eru þó þar enn og búa við mjög slæmar aðstæður. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Rúmlega helmingur hinna látnu er sagður vera konur, börn og gamalmenni. Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa gagnrýnt árásirnar harðlega í dag. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að Ísraelar þyrftu að hætta hernaði sínum í Rafah. Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, segir að árásir sem þessar muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Ísraela og til langs tíma. Hann sagði Ísraela vera að dreifa hatri sem muni festa rætur og hafa afleiðingar fyrir börn þeirra og barnabörn. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, og Josep Borell, yfirmaður utanríkismála hjá ESB, slógu á svipaða strengi og hafa kallað eftir því að Ísraelar fylgi skipunum Alþjóðasakamáladómstólsins. Sjá einnig: Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Ráðamenn í Ísrael hafa lýst Rafah sem einu af síðustu vígum Hamas og segjast þurfa að bjarga gíslum sem eiga að vera þar í haldi. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að Hamas-liðar skutu eldflaugum að Tel Aviv, frá Rafa, fyrr um daginn. Forsvarsmenn ísraelska hersins halda því enn fram að árásirnar hafi verið gerðar á bækistöð Hamas-samtakanna og að tveir af leiðtogum þeirra hafi verið felldir. Þeir segja að verið sé að rannsaka yfirlýsingar um dauðsföll óbreyttra borgara. Áður en árásirnar voru gerðar var það metið svo að engir óbreyttir borgarar ættu að falla í árásunum. Herinn hefur sagt, samkvæmt Reuters, að Hamas-liðar hefðu mögulega kveikt eld sem hefði banað fólkinu í tjaldbúðunum. Í nýlegri yfirlýsingu frá hernum segir að árásirnar hafi ekki verið gerðar á svæði sem hafi áður verið skilgreint sem öruggt svæði fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Ísraela á Gasaströndina. Last night, the @IAFsite carried out an intelligence-based precise strike that targeted senior Hamas terrorists in Tal as Sultan.Contrary to Hamas' lies and misinformation, the strike did not take place in the Al-Mawasi Humanitarian Area.This is the area where the strike… pic.twitter.com/IiyOdnQfx9— Israel Defense Forces (@IDF) May 27, 2024 AP fréttaveitan segir að heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segir nú að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum. Í samtali við Reuters segir fólk sem lifið eldhafið af að þau hafi verið að fara að sofa þegar loftárásirnar voru gerðar. Ein kona sagði að fyrst hefðu þau heyrt háværar sprengingar og svo hafi eldar logað alls staðar í kringum þau. „Öll börnin byrjuðu að öskra. Hljóðið var ógnvænlegt,“ sagði Umm Mohamed Al-Attar. Hún sagði sprengjubrotum hafa rignt yfir tjaldbúðirnar. Einn maður sem ræddi við blaðamann AP og kom að björgunarstöfum í tjaldbúðunum sagði eldhafið hafa verið ótrúlegt. Fólk hefi verið dregið úr búðunum í hræðilegu ástandi. „Við tókum út börn sem voru í bútum. Við tókum út ungt og eldra fólk,“ sagði Mohammed Abuassa. Rafah er syðsta borg Gasastrandar en nærri því helmingur rúmlega tveggja milljóna íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið þangað á undanförnum mánuðum. Hundruð þúsunda hafa svo flúði borgina á undanförnum vikum, eftir að árásir Ísraela hófust þar, en hundruð þúsunda eru þó þar enn og búa við mjög slæmar aðstæður.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41
Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59
Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59