Vopnið gegn hatri Kristín Sigrún Áss Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2024 07:00 Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp í fjölbreyttri fjölskyldu. Það þurfti aldrei að útskýra hinseginleikann fyrir mér því hann stóð fyrir framan mig, ól systur mína, Álfrúnu Perlu, upp og passaði mig og litla bróður minn. Þegar bróðir minn var sex ára fór hann á Gleðigönguna í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa gengið með Baldri og Felix ídágóða stund snéri hann sér að mömmu okkar, barnsmóður Baldurs, og spurði hvar allirhommanir væru. Það má segja að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því fyrir honum voru þetta bara fjölskyldumeðlimir. Þótt Baldur sé ekki hommi í framboði er sýnileiki hinseginleikans mikilvægur. Á meðan jafnaldrar mínir lærðu um allskonar ást upplifði ég hana. Hún var aldrei fjarlæg eða fjarstæðukennd heldur veruleikinn minn og margra í kringum mig. Þessi sýnileiki kom ábyggilega í veg fyrir ýmsa fordóma sem annars hefðu getað grasserað innra með mér og bróður mínum. Nú hefur mikið verið fjallað um bakslag í baráttu hinsegin fólks og fólk metist um hvort svo sé eða ekki. Hvaða bakslag?, hafa sumir spurt sig en því miður hefur framboð Baldurs svo sannarlega sýnt fram á að um bakslag sé að ræða. Og ekki aðeins á alþjóðavísu heldur hér á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hatursorðræðunni í garð manns sem er mér og fjölskyldu minni svo kær. Mamma Baldurs, Obba amma, var fjölskyldunni innan handa og kenndi mér Olsen Olsen. Felix hefur verið stór hluti af bæði barnæsku minni og margra íslenska barna seinustu áratugi. Fjölskylda hans hafa stutt mig í einu og öllu og tekið mér eins og ég er. Baldur ákvað að hafa Felix með sér í baráttunni og er góð og gild ástæða fyrir því. Eina vopnið gegn hatri er sýnileikinn. Þeir eru ekki aðeins hinsegin fyrirmyndir heldur fyrirmyndir sýnileikans og fyrirmyndarhjón. Margir telja að kynhneigð, kynvitund og kyntjáning fólks skiptir engu máli en það er ekki satt. Hún gerir það fyrir stelpuna sem skammast sín, strákinn í afneitun og ungmennið sem lést í sjálfsvígi. Að halda því fram að svona skipti hreinlega engu máli er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Þótt það sé vissulega rangt að smækka Baldur niður í kynhneigð hans er hún samt sem áður mikilvægur þáttur í kosningabaráttunni. Baldur hefur upplifað fordóma á eigin skinni. Hann hefur orðið fyrir aðkasti og nýlega þurft að sitja fyrir fordómafullum og gildishlöðnum spurningum. Því væri sigur fyrir alla minnihlutahópa ef hann yrði sjöundi forseti lýðveldisins. Ég kýs Baldur. Ekki að því að hann er fræðimaður eða hommi heldur að því að hann er sýnileikinn sem við þurfum á að halda. Samkynhneigður forseti gæti svo sannarlega verið svar okkar við hatri. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður. Það hafa verið mikil forréttindi að alast upp í fjölbreyttri fjölskyldu. Það þurfti aldrei að útskýra hinseginleikann fyrir mér því hann stóð fyrir framan mig, ól systur mína, Álfrúnu Perlu, upp og passaði mig og litla bróður minn. Þegar bróðir minn var sex ára fór hann á Gleðigönguna í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa gengið með Baldri og Felix ídágóða stund snéri hann sér að mömmu okkar, barnsmóður Baldurs, og spurði hvar allirhommanir væru. Það má segja að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því fyrir honum voru þetta bara fjölskyldumeðlimir. Þótt Baldur sé ekki hommi í framboði er sýnileiki hinseginleikans mikilvægur. Á meðan jafnaldrar mínir lærðu um allskonar ást upplifði ég hana. Hún var aldrei fjarlæg eða fjarstæðukennd heldur veruleikinn minn og margra í kringum mig. Þessi sýnileiki kom ábyggilega í veg fyrir ýmsa fordóma sem annars hefðu getað grasserað innra með mér og bróður mínum. Nú hefur mikið verið fjallað um bakslag í baráttu hinsegin fólks og fólk metist um hvort svo sé eða ekki. Hvaða bakslag?, hafa sumir spurt sig en því miður hefur framboð Baldurs svo sannarlega sýnt fram á að um bakslag sé að ræða. Og ekki aðeins á alþjóðavísu heldur hér á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með hatursorðræðunni í garð manns sem er mér og fjölskyldu minni svo kær. Mamma Baldurs, Obba amma, var fjölskyldunni innan handa og kenndi mér Olsen Olsen. Felix hefur verið stór hluti af bæði barnæsku minni og margra íslenska barna seinustu áratugi. Fjölskylda hans hafa stutt mig í einu og öllu og tekið mér eins og ég er. Baldur ákvað að hafa Felix með sér í baráttunni og er góð og gild ástæða fyrir því. Eina vopnið gegn hatri er sýnileikinn. Þeir eru ekki aðeins hinsegin fyrirmyndir heldur fyrirmyndir sýnileikans og fyrirmyndarhjón. Margir telja að kynhneigð, kynvitund og kyntjáning fólks skiptir engu máli en það er ekki satt. Hún gerir það fyrir stelpuna sem skammast sín, strákinn í afneitun og ungmennið sem lést í sjálfsvígi. Að halda því fram að svona skipti hreinlega engu máli er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Þótt það sé vissulega rangt að smækka Baldur niður í kynhneigð hans er hún samt sem áður mikilvægur þáttur í kosningabaráttunni. Baldur hefur upplifað fordóma á eigin skinni. Hann hefur orðið fyrir aðkasti og nýlega þurft að sitja fyrir fordómafullum og gildishlöðnum spurningum. Því væri sigur fyrir alla minnihlutahópa ef hann yrði sjöundi forseti lýðveldisins. Ég kýs Baldur. Ekki að því að hann er fræðimaður eða hommi heldur að því að hann er sýnileikinn sem við þurfum á að halda. Samkynhneigður forseti gæti svo sannarlega verið svar okkar við hatri. Höfundur er leikskólaleiðbeinandi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun