Huldumaður bað um skóflu, límband, hanska og kúbein Jón Þór Stefánsson skrifar 27. maí 2024 19:06 Fjórir menn hafa verið sakfelldir í stóra kókaínmálinu, en lögreglan telur ljóst að fimmta manninn vanti og grunar að sá gæti verið Pétur Jökull. Vísir Gæsluvarðhald Péturs Jökuls Jónassonar hefur verið framlengt til átjánda júní næstkomandi, en hann hefur verið ákærður fyrir meintan þátt sinn í stóra kókaínmálinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur hefur staðfest, koma fram upplýsingar um samskipti í gegnum samfélagsmiðillinn Signal og símtöl sem talin eru tengjast málinu. Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og grunar henni að Pétur Jökull sé sá maður. Samskipti eins sakborninga stóra kókaínmálsins, sem nú hefur hlotið dóm, við þrjá aðganga eru rakin í úrskurðinum. Sakborningurinn segist telja sama manninn á bak við alla þrjá aðgangana, en lögregla telur umræddan mann vera Pétur Jökul. Skófla, töskur og kúbein Í samskiptum við einn þessara Signal-aðganga ræddi áðurnefndur sakborningur um leiguhúsnæði þar sem hann átti eftir að losa kókaínið úr timbrinu. Huldumaðurinn hafi beðið sakborninginn um að kaupa skóflu, töskur, límband, einnota hanska og kúbein. Ekki kemur fram í úrskurðinum hver tilgangurinn hafi verið með þessum munum, eða þá hvort lögreglan viti yfir höfuð hver hann hafi verið. Einnig er fjallað um samskipti sakborningsins við annan Signal-aðganginn, en fjallað hefur verið nánar um þau áður en lesa má um þau hér. Sakborningurinn og sá sem fór fyrir aðganginum, huldumaðurinn, hittust í nokkur skipti í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan leitaði í myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins en engu að síður renndi þetta stoðum undir að um væri að ræða Pétur Jökul. Fór út sama dag og Pétur Jökull Notandi þriðji aðgangsins hringdi í sakborninginn þegar hann var að taka kókaínið úr timbrinu, daginn sem sá síðarnefndi var handtekinn. Þá reyndi hann að hringja í hann nokkrum sinnum þann dag. Lögreglan segir símagögn benda til þess að notandi þessa þriðja aðgangs og Pétur Jökull hafi farið út fyrir landsteinana á sama degi. Líkt og áður segir vill sakborningurinn meina að sami maður sé á bak við aðgangana þrjá. Og lögreglan telur þann mann vera Pétur Jökul. Þar að auki er lítillega rætt um símtöl sakborningsins við ótilgreindan einstakling í úrskurðinum, en lítið kemur fram um þau nema að þau hafi farið fram á íslensku. Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol í byrjun árs en kom sjálfviljugur til landsins í lok febrúar og var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur hefur staðfest, koma fram upplýsingar um samskipti í gegnum samfélagsmiðillinn Signal og símtöl sem talin eru tengjast málinu. Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og grunar henni að Pétur Jökull sé sá maður. Samskipti eins sakborninga stóra kókaínmálsins, sem nú hefur hlotið dóm, við þrjá aðganga eru rakin í úrskurðinum. Sakborningurinn segist telja sama manninn á bak við alla þrjá aðgangana, en lögregla telur umræddan mann vera Pétur Jökul. Skófla, töskur og kúbein Í samskiptum við einn þessara Signal-aðganga ræddi áðurnefndur sakborningur um leiguhúsnæði þar sem hann átti eftir að losa kókaínið úr timbrinu. Huldumaðurinn hafi beðið sakborninginn um að kaupa skóflu, töskur, límband, einnota hanska og kúbein. Ekki kemur fram í úrskurðinum hver tilgangurinn hafi verið með þessum munum, eða þá hvort lögreglan viti yfir höfuð hver hann hafi verið. Einnig er fjallað um samskipti sakborningsins við annan Signal-aðganginn, en fjallað hefur verið nánar um þau áður en lesa má um þau hér. Sakborningurinn og sá sem fór fyrir aðganginum, huldumaðurinn, hittust í nokkur skipti í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan leitaði í myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins en engu að síður renndi þetta stoðum undir að um væri að ræða Pétur Jökul. Fór út sama dag og Pétur Jökull Notandi þriðji aðgangsins hringdi í sakborninginn þegar hann var að taka kókaínið úr timbrinu, daginn sem sá síðarnefndi var handtekinn. Þá reyndi hann að hringja í hann nokkrum sinnum þann dag. Lögreglan segir símagögn benda til þess að notandi þessa þriðja aðgangs og Pétur Jökull hafi farið út fyrir landsteinana á sama degi. Líkt og áður segir vill sakborningurinn meina að sami maður sé á bak við aðgangana þrjá. Og lögreglan telur þann mann vera Pétur Jökul. Þar að auki er lítillega rætt um símtöl sakborningsins við ótilgreindan einstakling í úrskurðinum, en lítið kemur fram um þau nema að þau hafi farið fram á íslensku. Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol í byrjun árs en kom sjálfviljugur til landsins í lok febrúar og var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17
Timbursalinn kominn í opið úrræði Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 25. nóvember 2023 11:43
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent