Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Ólafur Björn Sverrisson, Jón Þór Stefánsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. maí 2024 23:00 Íbúar í Bolungarvík sem fréttastofa hefur rætt við bíða þess að lögregla sendi frá sér tilkynningu um hvað gekk á í einbýlishúsi í bænum í dag. vísir/arnar Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar lögregla vettvang í einbýlishúsi á einni hæð við Hlíðarveg í Bolungarvík þar sem par hefur búið. Lögreglubílar með blikkandi ljós og sjúkrabíll renndu í hlað á sjöunda tímanum. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Ísafirði staðfestir að mál sé til rannsóknar. Mbl.is greindi fyrst frá aðkomu tæknideildarinnar. Helgi lögreglustjóri vill hins vegar lítið sem ekkert tjá sig um málið. Það virðist til marks um alvarleika málsins að ákveðið var að óska eftir tæknideild lögreglu og það með hraði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út. Samkvæmt heimildum fréttastofu sáust lögreglumenn fara inn í húsið með því að fjarlægja spónaplötu sem sett var fyrir glugga í vetur þegar rúða sprakk í óveðri. „Þeir eru að aðstoða okkur í máli sem við erum að rannsaka. Það er nýkomið upp og ég get ekki sagt meira en það,“ segir Helgi lögreglustjóri spurður út í aðkomu tæknideildarinnar. Er um sakamál að ræða? „Ég vil ekki segja neitt meira á þessu stigi. Þetta er bara á algjöru frumstigi, mínir menn eru bara að vinna í því, ég gef þeim frið til að skoða aðeins áður en við gefum eitthvað upp.“ Er um viðkvæmt mál að ræða? „No comment.“ Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar barst þeim tilkynning um málið um klukkan átta. Tæknideild lögreglunnar var flogið með þyrlunni í framhaldinu. Ásgeir gat sömuleiðis ekki veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. „Okkar hlutverk var bara að fljúga vestur,“ segir Ásgeir. Fréttin var uppfærð að morgni 28. maí og mynd sem þar var að finna af umræddu húsi fjarlægð. Aðstandendur eru beðnir afsökunar á myndbirtingunni. Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar lögregla vettvang í einbýlishúsi á einni hæð við Hlíðarveg í Bolungarvík þar sem par hefur búið. Lögreglubílar með blikkandi ljós og sjúkrabíll renndu í hlað á sjöunda tímanum. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Ísafirði staðfestir að mál sé til rannsóknar. Mbl.is greindi fyrst frá aðkomu tæknideildarinnar. Helgi lögreglustjóri vill hins vegar lítið sem ekkert tjá sig um málið. Það virðist til marks um alvarleika málsins að ákveðið var að óska eftir tæknideild lögreglu og það með hraði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út. Samkvæmt heimildum fréttastofu sáust lögreglumenn fara inn í húsið með því að fjarlægja spónaplötu sem sett var fyrir glugga í vetur þegar rúða sprakk í óveðri. „Þeir eru að aðstoða okkur í máli sem við erum að rannsaka. Það er nýkomið upp og ég get ekki sagt meira en það,“ segir Helgi lögreglustjóri spurður út í aðkomu tæknideildarinnar. Er um sakamál að ræða? „Ég vil ekki segja neitt meira á þessu stigi. Þetta er bara á algjöru frumstigi, mínir menn eru bara að vinna í því, ég gef þeim frið til að skoða aðeins áður en við gefum eitthvað upp.“ Er um viðkvæmt mál að ræða? „No comment.“ Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar barst þeim tilkynning um málið um klukkan átta. Tæknideild lögreglunnar var flogið með þyrlunni í framhaldinu. Ásgeir gat sömuleiðis ekki veitt neinar frekari upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. „Okkar hlutverk var bara að fljúga vestur,“ segir Ásgeir. Fréttin var uppfærð að morgni 28. maí og mynd sem þar var að finna af umræddu húsi fjarlægð. Aðstandendur eru beðnir afsökunar á myndbirtingunni.
Lögreglumál Bolungarvík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira