Áhyggjur læknanna ótímabærar og byggðar á misskilningi Bjarki Sigurðsson skrifar 28. maí 2024 11:30 Ásgeir Margeirsson er formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, Formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala segir áhyggjur lækna vegna þyrlupalls á svæðinu vera ótímabærar. Þyrlupall í Nauthólsvík þurfi sama hvort annar verði reistur ofan á spítalanum eða ekki. Fyrir helgi birti hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar grein á Vísi þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum á því að stefnt sé á að byggja þyrlupall við Nauthólsvík en sem stendur eru engin áform um að slíkur pallur verði ofan á nýjum Landspítala sem verið er að reisa við Hringbraut. Sjúklingar sem fluttir eru með þyrlunum þurfi að komast inn á spítala sem fyrst og með því að hafa þyrlupallinn ekki ofan á spítalanum sé sá tími lengdur til muna. Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, segir áhyggjur læknanna ótímabærar og að einhverju leyti byggðar á misskilningi. Aðstaðan í Nauthólsvík sé nú þegar til staðar, en með viljayfirlýsingu borgarinnar og Landspítalans sé verið að tryggja aðgengi að henni. „Þyrlupallur ofan á byggingum Landspítalans einn og sér er ekki nægilegur. Það yrði líka að vera lendingarstaður fyrir þyrlur við flugvöllinn með blindflugsbúnaði og slíku. Lendingarstaður fyrir þyrlur ofan á byggingu Landspítalans yrði aldrei með blindflugsbúnaði heldur bara fyrir sjónflug. Þannig það verður að vera tvennt,“ segir Ásgeir. Það eigi eftir að útfæra ýmis verkefni við nýja Landspítalann, þar á meðal hvort þyrlupallur verði þar. Ásgeir segir að hægt verði að byggja hann þar verði ákveðið að gera það. Upp hafi komið einhverjar áhyggjur vegna þyrlupalls ofan á spítalanum, þar á meðal vegna ónæðis, peningamála og fleira. „Í mínum huga á bara eftir að komast á þann punkt að segja: „Já, það er rétt að gera þetta“. Það er bara alveg eins og með önnur mannvirki í seinni áfanga uppbyggingarinnar á Hringbraut, það á eftir að taka ýmsar ákvarðanir,“ segir Ásgeir. Fréttir af flugi Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Fyrir helgi birti hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar grein á Vísi þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum á því að stefnt sé á að byggja þyrlupall við Nauthólsvík en sem stendur eru engin áform um að slíkur pallur verði ofan á nýjum Landspítala sem verið er að reisa við Hringbraut. Sjúklingar sem fluttir eru með þyrlunum þurfi að komast inn á spítala sem fyrst og með því að hafa þyrlupallinn ekki ofan á spítalanum sé sá tími lengdur til muna. Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, segir áhyggjur læknanna ótímabærar og að einhverju leyti byggðar á misskilningi. Aðstaðan í Nauthólsvík sé nú þegar til staðar, en með viljayfirlýsingu borgarinnar og Landspítalans sé verið að tryggja aðgengi að henni. „Þyrlupallur ofan á byggingum Landspítalans einn og sér er ekki nægilegur. Það yrði líka að vera lendingarstaður fyrir þyrlur við flugvöllinn með blindflugsbúnaði og slíku. Lendingarstaður fyrir þyrlur ofan á byggingu Landspítalans yrði aldrei með blindflugsbúnaði heldur bara fyrir sjónflug. Þannig það verður að vera tvennt,“ segir Ásgeir. Það eigi eftir að útfæra ýmis verkefni við nýja Landspítalann, þar á meðal hvort þyrlupallur verði þar. Ásgeir segir að hægt verði að byggja hann þar verði ákveðið að gera það. Upp hafi komið einhverjar áhyggjur vegna þyrlupalls ofan á spítalanum, þar á meðal vegna ónæðis, peningamála og fleira. „Í mínum huga á bara eftir að komast á þann punkt að segja: „Já, það er rétt að gera þetta“. Það er bara alveg eins og með önnur mannvirki í seinni áfanga uppbyggingarinnar á Hringbraut, það á eftir að taka ýmsar ákvarðanir,“ segir Ásgeir.
Fréttir af flugi Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12