Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 12:02 Börn með maga- og garnabólgu af völdum hita fá meðferð á sjúkrahúsi í Hyderabad í Pakistan í hitabylgjunni sem hefur geisað þar síðasta mánuðinn. Hundruð manna hafa fengið hitaslag í mollunni þar. AP/Pervez Masih Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hæsti hitinn í bylgjunni til þessa mældist í Mohenjo Daro í Sindh-héraði í gær, 52,2 gráður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það dugði þó ekki til að fella hitametið þar, 53,5 gráður. Landshitametið í Pakistan var sett árið 2017 en þá mældust 54 gráður í borginni Turbat í suðvesturhluta landsins. Það er næsthæsti hiti sem hefur mælst í Asíu og fjórði hæsti hiti á jörðinni. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að hitabylgjan gangi niður í Mohenjo Daro og nærliggjandi svæðum en önnur er væntanlega annars staðar í héraðinu, þar á meðal í höfuðborginni Karachi, fjölmennstu borg landsins. Íbúar í Mohenjo Daro eru vanir miklum sumarhitum og mildum vetrum en það hefur fram að þessu ekki stöðvað blómstrandi viðskipti á markaðstorgi bæjarins. Í hitabylgjunni nú hefur viðskiptavinum þar hins vegar snarfækkað. „Viðskiptavinir koma ekki á veitingastaðinn vegna öfgahitans. Ég sit iðjulaus á veitingastaðnum við þessu borð og stóla án viðskiptavina,“ segir Wajid Ali, eigandi testaðar, við Reuters. Læknir í bænum segir íbúana hafa aðlagast hitanum og að þeir kjósi að halda sig innandyra eða nærri vatni þegar hitabylgjur ganga yfir. Pakistan Loftslagsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Hæsti hitinn í bylgjunni til þessa mældist í Mohenjo Daro í Sindh-héraði í gær, 52,2 gráður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það dugði þó ekki til að fella hitametið þar, 53,5 gráður. Landshitametið í Pakistan var sett árið 2017 en þá mældust 54 gráður í borginni Turbat í suðvesturhluta landsins. Það er næsthæsti hiti sem hefur mælst í Asíu og fjórði hæsti hiti á jörðinni. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að hitabylgjan gangi niður í Mohenjo Daro og nærliggjandi svæðum en önnur er væntanlega annars staðar í héraðinu, þar á meðal í höfuðborginni Karachi, fjölmennstu borg landsins. Íbúar í Mohenjo Daro eru vanir miklum sumarhitum og mildum vetrum en það hefur fram að þessu ekki stöðvað blómstrandi viðskipti á markaðstorgi bæjarins. Í hitabylgjunni nú hefur viðskiptavinum þar hins vegar snarfækkað. „Viðskiptavinir koma ekki á veitingastaðinn vegna öfgahitans. Ég sit iðjulaus á veitingastaðnum við þessu borð og stóla án viðskiptavina,“ segir Wajid Ali, eigandi testaðar, við Reuters. Læknir í bænum segir íbúana hafa aðlagast hitanum og að þeir kjósi að halda sig innandyra eða nærri vatni þegar hitabylgjur ganga yfir.
Pakistan Loftslagsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira