Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 12:02 Börn með maga- og garnabólgu af völdum hita fá meðferð á sjúkrahúsi í Hyderabad í Pakistan í hitabylgjunni sem hefur geisað þar síðasta mánuðinn. Hundruð manna hafa fengið hitaslag í mollunni þar. AP/Pervez Masih Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hæsti hitinn í bylgjunni til þessa mældist í Mohenjo Daro í Sindh-héraði í gær, 52,2 gráður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það dugði þó ekki til að fella hitametið þar, 53,5 gráður. Landshitametið í Pakistan var sett árið 2017 en þá mældust 54 gráður í borginni Turbat í suðvesturhluta landsins. Það er næsthæsti hiti sem hefur mælst í Asíu og fjórði hæsti hiti á jörðinni. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að hitabylgjan gangi niður í Mohenjo Daro og nærliggjandi svæðum en önnur er væntanlega annars staðar í héraðinu, þar á meðal í höfuðborginni Karachi, fjölmennstu borg landsins. Íbúar í Mohenjo Daro eru vanir miklum sumarhitum og mildum vetrum en það hefur fram að þessu ekki stöðvað blómstrandi viðskipti á markaðstorgi bæjarins. Í hitabylgjunni nú hefur viðskiptavinum þar hins vegar snarfækkað. „Viðskiptavinir koma ekki á veitingastaðinn vegna öfgahitans. Ég sit iðjulaus á veitingastaðnum við þessu borð og stóla án viðskiptavina,“ segir Wajid Ali, eigandi testaðar, við Reuters. Læknir í bænum segir íbúana hafa aðlagast hitanum og að þeir kjósi að halda sig innandyra eða nærri vatni þegar hitabylgjur ganga yfir. Pakistan Loftslagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Hæsti hitinn í bylgjunni til þessa mældist í Mohenjo Daro í Sindh-héraði í gær, 52,2 gráður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það dugði þó ekki til að fella hitametið þar, 53,5 gráður. Landshitametið í Pakistan var sett árið 2017 en þá mældust 54 gráður í borginni Turbat í suðvesturhluta landsins. Það er næsthæsti hiti sem hefur mælst í Asíu og fjórði hæsti hiti á jörðinni. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að hitabylgjan gangi niður í Mohenjo Daro og nærliggjandi svæðum en önnur er væntanlega annars staðar í héraðinu, þar á meðal í höfuðborginni Karachi, fjölmennstu borg landsins. Íbúar í Mohenjo Daro eru vanir miklum sumarhitum og mildum vetrum en það hefur fram að þessu ekki stöðvað blómstrandi viðskipti á markaðstorgi bæjarins. Í hitabylgjunni nú hefur viðskiptavinum þar hins vegar snarfækkað. „Viðskiptavinir koma ekki á veitingastaðinn vegna öfgahitans. Ég sit iðjulaus á veitingastaðnum við þessu borð og stóla án viðskiptavina,“ segir Wajid Ali, eigandi testaðar, við Reuters. Læknir í bænum segir íbúana hafa aðlagast hitanum og að þeir kjósi að halda sig innandyra eða nærri vatni þegar hitabylgjur ganga yfir.
Pakistan Loftslagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira