„En undir niðri kraumar svæsið skeytasendinga- samfélagsmiðla- jarðhræri- kvikuinnskot,“ sagði Örn í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem hann, Ólöf Skaftatadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, og Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans ræddu um komandi forsetakosningar.
„Það er alveg ótrúlegur munur á því sem við sjáum, og því sem okkur er sent,“ sagði Örn og líkti baráttunni við fegurðarsamkeppni.


Snorri tók undir þetta og sagði að undir yfirborðinu væri ekki allt fallegt. Hann sagðist finna mikið fyrir þessu í sínum eigin störfum hjá Ritstjóranum.
„Ég er með vikulegan þátt þar sem ég skýt í allar áttir, stundum á þennan og stundum á hinn. Og alltaf eru viðbrögðin hjá andstæðingunum mjög vinsamleg: „Þetta var virkilega gott hjá þér.““
Snorri sagðist þá hugsa með sér: „Bíddu bara þangað til ég tek þinn fyrir.“