Halla les fólk eins og opna bók Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2024 11:30 Halla Tómasdóttir segist geta lesið fólk nokkuð auðveldlega og sýndi það og sannaði á blaðamanni Vísis. Sem var reyndar ekki mjög erfitt verkefni. vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi hefur þann hæfileika að geta, nánast bara við að hitta manneskju, lesið hennar kosti og galla á augabragði. Þetta kemur fram í viðtali við Höllu í Morgunblaðinu. „Minn verðmætasti hæfileiki er að ég er fljót að sjá og skilja fólk og vita hverjir styrkleikar þeirra eru. En hann er kannski ekki falin þeim sem þekkja mig,“ sagði Halla í viðtali á vef Morgunblaðsins. Athyglisvert og Vísir ákvað að inna hana nánar eftir þessu atriði. Að hún þurfi ekki annað en horfa á fólk, það þurfi ekki svo mikið sem opna munninn og hún viti hvern mann viðkomandi hefur að geyma? Halla hlær þegar þetta er borið undir hana en hún var þá í stólnum hjá þekktasta hárgreiðslumanni landsins, Svavari Erni. „Ég held að ég hafi nú ekki orðað þetta alveg svona.“ Ómeðvitaðir kvarðar í höfðinu „Ég sagði eitthvað á þá leið að ég hefði engan fyndinn leyndan hæfileika en ég er frekar góð að lesa fólk. Stundum gæti ég fundið styrkleika fólks, frekar en ég vissi allt um það. Það var það sem ég átti við.“ Halla segir þetta tengjast áratugalangri reynslu við að ráða fólk og umgangast. Og hún tekur fram að hún hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. „Alls ekki. En ég hef sterkt innsæi þegar kemur að því að skynja fólk.“ Þetta er athyglisvert. Halla telur að þetta sé hugsanlega spurning um að virkja innsæið og finna orku viðkomandi. „Án þess að vera of háfleygur. Ýmislegt bendir til þess að þessar tvær, Halla og Katrín, muni takast á um húsbóndavaldið á Bessastöðum.vísir/vilhelm En þegar maður hefur unnið eins lengi og ég við að ráða fólk, og vera innan um fólk, þá ertu með einhverja ramma, einhverja hugsun: er þetta extróvert, intróvert, manneskja sem notar rökhugsunina fyrst eða tilfinninguna, býr hún yfir sköpunargáfu, er þetta manneskja sem dæmir fyrst eða hlustar fyrst… Þetta eru einhverjir ómeðvitaðir kvarðar í höfðinu sem maður mátar fólk við. En þetta er fyrst og fremst innsæi.“ Les blaðamann eins og opna bók Halla segir að fólk beri þetta að miklu leyti utan á sér, án þess jafnvel að gera sér grein fyrir því; það sem við segjum er lítill hluti þess sem fólk sér og heyrir. Orðin eru ekki nema lítill hluti þess sem finna má í fari fólks. Ók, gerum smá prufu. Hvernig ertu að lesa mig? „Já, nú þekki ég þig en … ég sé að þú ert duglegur.“ Rétt. „Þú hefur ríka réttlætiskennd.“ Rétt. „Og svo hefuðu kannski örlitla mótþróaröskun.“ Jaaaaá, það má nú kannski deila um það... „Það er auðvelt að lesa fólk sem er úthverft. Við berum aðeins meira utan á okkur en hinir. En ég skynja hvað hvað kveikir í fólki og þá sérðu styrkleika þeirra.“ Líst ekki á dómhörkuna sem hlaupin er í baráttuna En að þessu sögðu, nú eru fáeinir dagar til kosninga og nú virðist róðurinn vera að þyngjast svo um munar? „Á alvarlegri nótunum … já, ég upplifi skjálfta í tilteknum herbúðum. Við ákváðum frá upphafi, og það eru skýr skilaboð, að við förum aldrei í að ata neina frambjóðendur auri. Við erum að keyra á gleðinni sem er mikilvægt. Ég skil ekki að maður þurfi að níða skóinn af öðrum til að lyfta sínum hæfileikum.“ Halla hafði komið auga á þessa viðleitni í Pallborði Vísis fyrir hálfum mánuði og taldi þá einsýnt að einhver væri ekki að segja satt, einhver hafði sleppt tröllum sínum lausum. Halla segist beinlínis hafa skorað á sitt fólk að það væri ekki heillavænlegt að ráðast að mótframbjóðendum, þvert á móti væri heillavænlegra að lyfta þeim. „Þannig getum við verið börnum okkar fyrirmynd. Ég er hugsi yfir þessari hörku sem hefur komið upp í þessu framboði. Það hversu mikil dómharka ríkir er ekki að hjálpa andlegri heilsu fólki. Ég hef miklu meiri trú á því að það sé árangursríkara að horfa á styrkleika og engin þörf að níða skóinn af einum né neinum,“ segir Halla Tómasdóttir. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Höllu í Morgunblaðinu. „Minn verðmætasti hæfileiki er að ég er fljót að sjá og skilja fólk og vita hverjir styrkleikar þeirra eru. En hann er kannski ekki falin þeim sem þekkja mig,“ sagði Halla í viðtali á vef Morgunblaðsins. Athyglisvert og Vísir ákvað að inna hana nánar eftir þessu atriði. Að hún þurfi ekki annað en horfa á fólk, það þurfi ekki svo mikið sem opna munninn og hún viti hvern mann viðkomandi hefur að geyma? Halla hlær þegar þetta er borið undir hana en hún var þá í stólnum hjá þekktasta hárgreiðslumanni landsins, Svavari Erni. „Ég held að ég hafi nú ekki orðað þetta alveg svona.“ Ómeðvitaðir kvarðar í höfðinu „Ég sagði eitthvað á þá leið að ég hefði engan fyndinn leyndan hæfileika en ég er frekar góð að lesa fólk. Stundum gæti ég fundið styrkleika fólks, frekar en ég vissi allt um það. Það var það sem ég átti við.“ Halla segir þetta tengjast áratugalangri reynslu við að ráða fólk og umgangast. Og hún tekur fram að hún hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. „Alls ekki. En ég hef sterkt innsæi þegar kemur að því að skynja fólk.“ Þetta er athyglisvert. Halla telur að þetta sé hugsanlega spurning um að virkja innsæið og finna orku viðkomandi. „Án þess að vera of háfleygur. Ýmislegt bendir til þess að þessar tvær, Halla og Katrín, muni takast á um húsbóndavaldið á Bessastöðum.vísir/vilhelm En þegar maður hefur unnið eins lengi og ég við að ráða fólk, og vera innan um fólk, þá ertu með einhverja ramma, einhverja hugsun: er þetta extróvert, intróvert, manneskja sem notar rökhugsunina fyrst eða tilfinninguna, býr hún yfir sköpunargáfu, er þetta manneskja sem dæmir fyrst eða hlustar fyrst… Þetta eru einhverjir ómeðvitaðir kvarðar í höfðinu sem maður mátar fólk við. En þetta er fyrst og fremst innsæi.“ Les blaðamann eins og opna bók Halla segir að fólk beri þetta að miklu leyti utan á sér, án þess jafnvel að gera sér grein fyrir því; það sem við segjum er lítill hluti þess sem fólk sér og heyrir. Orðin eru ekki nema lítill hluti þess sem finna má í fari fólks. Ók, gerum smá prufu. Hvernig ertu að lesa mig? „Já, nú þekki ég þig en … ég sé að þú ert duglegur.“ Rétt. „Þú hefur ríka réttlætiskennd.“ Rétt. „Og svo hefuðu kannski örlitla mótþróaröskun.“ Jaaaaá, það má nú kannski deila um það... „Það er auðvelt að lesa fólk sem er úthverft. Við berum aðeins meira utan á okkur en hinir. En ég skynja hvað hvað kveikir í fólki og þá sérðu styrkleika þeirra.“ Líst ekki á dómhörkuna sem hlaupin er í baráttuna En að þessu sögðu, nú eru fáeinir dagar til kosninga og nú virðist róðurinn vera að þyngjast svo um munar? „Á alvarlegri nótunum … já, ég upplifi skjálfta í tilteknum herbúðum. Við ákváðum frá upphafi, og það eru skýr skilaboð, að við förum aldrei í að ata neina frambjóðendur auri. Við erum að keyra á gleðinni sem er mikilvægt. Ég skil ekki að maður þurfi að níða skóinn af öðrum til að lyfta sínum hæfileikum.“ Halla hafði komið auga á þessa viðleitni í Pallborði Vísis fyrir hálfum mánuði og taldi þá einsýnt að einhver væri ekki að segja satt, einhver hafði sleppt tröllum sínum lausum. Halla segist beinlínis hafa skorað á sitt fólk að það væri ekki heillavænlegt að ráðast að mótframbjóðendum, þvert á móti væri heillavænlegra að lyfta þeim. „Þannig getum við verið börnum okkar fyrirmynd. Ég er hugsi yfir þessari hörku sem hefur komið upp í þessu framboði. Það hversu mikil dómharka ríkir er ekki að hjálpa andlegri heilsu fólki. Ég hef miklu meiri trú á því að það sé árangursríkara að horfa á styrkleika og engin þörf að níða skóinn af einum né neinum,“ segir Halla Tómasdóttir.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00