Langaði meira að spila fyrir Ísland en fyrir Danmörku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2024 09:00 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í leik með danska nítján ára landsliðnu árið 2022. Getty/Nikola Krstic Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum en framundan eru tveir leikir hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Austurríki í undankeppni EM í Sviss sem fer fram sumarið 2025. Emilía Kiær hefur spilað fyrir yngri landslið Danmerkur en hún var óvænt valin í íslenska landsliðshópinn á dögunum. Þetta ætti að vera góður liðstyrkur fyrir íslenska liðið endar er Emilía Kiær markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í dag og spilar fyrir toppliðið sem er Nordsjælland. Emilía hefur skorað tíu mörk í deildinni á leiktíðinni. Emilía Kiær sagði frá því af hverju hún ákvað að spila frekar fyrir Ísland. „Ég fæddist á Íslandi. Svo flutti ég til Noregs og bjó þar í fjögur ár. Það var út af vinnu foreldra minna en svo flutti ég til baka til Íslands. Ég flutti síðan til Danmerkur fyrir fjórum árum síðan,“ sagði Emilía Kiær í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) „Í lokin þurfti ég bara að taka ákvörðun um hvaða land mig langaði til að spila fyrir og þar valdi ég Ísland, sagði Emilía Kiær. Hvernig var stundin þegar hún frétti af því að hún væri komin í íslenska A-landsliðið? „Bara æðisleg. Ég var að koma af æfingu þegar hann hringdi í mig,“ sagði Emilía um símtalið frá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. „Ég sat í bílnum mínum og var bara brosandi. Ég held að ef einhver hefur labbað fram hjá mér þá hefur hann örugglega pælt í því hvað væri að gerast,“ sagði Emilía Kiær brosandi. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Íslensku stelpurnar mæta Austurríki á útivelli á morgun. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Emilía Kiær hefur spilað fyrir yngri landslið Danmerkur en hún var óvænt valin í íslenska landsliðshópinn á dögunum. Þetta ætti að vera góður liðstyrkur fyrir íslenska liðið endar er Emilía Kiær markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í dag og spilar fyrir toppliðið sem er Nordsjælland. Emilía hefur skorað tíu mörk í deildinni á leiktíðinni. Emilía Kiær sagði frá því af hverju hún ákvað að spila frekar fyrir Ísland. „Ég fæddist á Íslandi. Svo flutti ég til Noregs og bjó þar í fjögur ár. Það var út af vinnu foreldra minna en svo flutti ég til baka til Íslands. Ég flutti síðan til Danmerkur fyrir fjórum árum síðan,“ sagði Emilía Kiær í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) „Í lokin þurfti ég bara að taka ákvörðun um hvaða land mig langaði til að spila fyrir og þar valdi ég Ísland, sagði Emilía Kiær. Hvernig var stundin þegar hún frétti af því að hún væri komin í íslenska A-landsliðið? „Bara æðisleg. Ég var að koma af æfingu þegar hann hringdi í mig,“ sagði Emilía um símtalið frá Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara. „Ég sat í bílnum mínum og var bara brosandi. Ég held að ef einhver hefur labbað fram hjá mér þá hefur hann örugglega pælt í því hvað væri að gerast,“ sagði Emilía Kiær brosandi. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Íslensku stelpurnar mæta Austurríki á útivelli á morgun.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira