Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður Bröndby í Danmörku, kemur inn í hennar stað. Hún ferðast til Salzburg í dag og kemur til móts við hópinn sem leikur fyrri leik sinn gegn Austurríki á morgun.
Seinni leikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli næsta þriðjudag. Með tveimur sigrum getur Ísland tryggt sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem fer fram í Sviss á næsta ári.
Ásdís Karen Halldórsdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum gegn Austurríki vegna meiðsla.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 30, 2024
Í hennar stað kemur Hafrún Rakel Halldórsdóttir inn í hópinn og kemur hún til móts við liðið hér í Salzburg í dag.#fimmíröð #dottir pic.twitter.com/LGhvWoaDEP
Hafrún gekk til liðs við Bröndby fyrr í vetur og er liðsfélagi Kristínar Dísar Árnadóttur. Hún hefur spilað 10 leiki fyrir félagið á tímabilinu og skorað eitt mark. Hún á 11 A-landsleiki að baki og hefur skorað eitt mark í íslensku treyjunni.