Guðmundur orðlaus Aron Guðmundsson skrifar 30. maí 2024 11:30 Guðmundur Guðmundsson hefur afrekað frábæra hluti með lið Fredericia á tímabilinu. Liðið jafnaði úrslitaeinvígið gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni og knúði fram hreinan úrslitaleik um danska meistaratitilinn Mynd: Fredericia Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica, var að vonum gífurlega stoltur af leikmönnum sínum sem þvinguðu fram hreinan úrslitaleik gegn Álaborg í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær með eins marks sigri á heimavelli. Guðmundur var nær orðlaus í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir leik. Eitthvað sem er til marks um stolt hans af því hvernig lið Frederica tókst á við þessa prófraun. „Stuðningurinn og andrúmsloftið hér. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ sagði nær orðlaus Guðmundur Guðmundsson í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir kyngi magnaðan sigur í öðrum leik liðsins gegn Álaborg í gær. Sigur sem þvingar fram hreinan oddaleik um danska meistaratitilinn í handbolta. „Ég hef nú upplifað margt á mínum ferli. Til að mynda leiki í stóru höllunum í Þýskalandi en ekkert kemst í líkingu við þetta. Það er svo mikið hjarta og sál í þessu félagi. Stuðningsmennirnir frábærir.“ Hann segir liðið hafa haft fulla trú á sigri þrátt fyrir tap í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Álaborg. „Það voru margir jákvæðir punktar sem við gátum tekið út úr fyrsta leiknum og tilfinningin fyrir leik tvö í þessu einvígi var því góð. Við ætluðum okkur að ná í úrslit og vorum vel skipulagðir, bæði varnar- og sóknarlega. Trúin þarf bara að vera til staðar. Það er lykillinn að þessu öllu.“ Á síðasta tímabili var þannig komist að orði að Guðmundur hefði vakið upp björn sem hafði verið sofandi í 43 ár. Það tímabil vann Frederica til bronsverðlauna í dönsku deildinni, fyrsta medalía liðsins í þessi 43 ár. Getur liðið sótt gullið í ár? „Það er allt mögulegt. Ég ætla ekki að láta draga okkur upp í skýjaborgir núna,“ svaraði Guðmundur. „Liðið er undir pressu og við verðum að sjá hvernig okkur líður á morgun.“ Úrslitaleikurinn sjálfur í einvíginu mun fara fram á Sparekassen Danmark Arena, heimavelli Álaborgar á laugardaginn kemur. Sigurliðið þar verður Danmerkurmeistari. Danski handboltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Stuðningurinn og andrúmsloftið hér. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ sagði nær orðlaus Guðmundur Guðmundsson í viðtali við Fredericia Dagbladet eftir kyngi magnaðan sigur í öðrum leik liðsins gegn Álaborg í gær. Sigur sem þvingar fram hreinan oddaleik um danska meistaratitilinn í handbolta. „Ég hef nú upplifað margt á mínum ferli. Til að mynda leiki í stóru höllunum í Þýskalandi en ekkert kemst í líkingu við þetta. Það er svo mikið hjarta og sál í þessu félagi. Stuðningsmennirnir frábærir.“ Hann segir liðið hafa haft fulla trú á sigri þrátt fyrir tap í fyrsta leik úrslitaeinvígisins gegn Álaborg. „Það voru margir jákvæðir punktar sem við gátum tekið út úr fyrsta leiknum og tilfinningin fyrir leik tvö í þessu einvígi var því góð. Við ætluðum okkur að ná í úrslit og vorum vel skipulagðir, bæði varnar- og sóknarlega. Trúin þarf bara að vera til staðar. Það er lykillinn að þessu öllu.“ Á síðasta tímabili var þannig komist að orði að Guðmundur hefði vakið upp björn sem hafði verið sofandi í 43 ár. Það tímabil vann Frederica til bronsverðlauna í dönsku deildinni, fyrsta medalía liðsins í þessi 43 ár. Getur liðið sótt gullið í ár? „Það er allt mögulegt. Ég ætla ekki að láta draga okkur upp í skýjaborgir núna,“ svaraði Guðmundur. „Liðið er undir pressu og við verðum að sjá hvernig okkur líður á morgun.“ Úrslitaleikurinn sjálfur í einvíginu mun fara fram á Sparekassen Danmark Arena, heimavelli Álaborgar á laugardaginn kemur. Sigurliðið þar verður Danmerkurmeistari.
Danski handboltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Sjá meira