Ísland leiði Norðurlöndin saman og innleiði viðskiptaþvinganir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2024 14:11 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar vill að Ísland taki forystu í að leiða Norðurlandaþjóðirnar saman í samtal um að innleiða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Hún segir rödd Íslands á alþjóðasviðinu í dag vera brotna. Kristrún segir að Ísland megi ekki taka þátt í að skapa það fordæmi í alþjóðasamfélaginu að horfa aðgerðalaus á þá stöðu sem uppi er á Gasa. „Það er auðvitað alveg ljóst að Ísrael verður að hætta árásum sínum á saklausa borgara en ríkisstjórn Íslands þarf líka að beita sér fyrir því af fullum þunga núna gagnvart bandalagsríkjum okkar, ekki aðeins með orðum heldur með raunverulegum þrýstingi.“ Hún vísar til þess að Ísland hafi árið 2011 verið fyrsta ríki vestur- og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. „Þá var rödd Íslands sterk og forystufólk þjóðarinnar talaði fyrir friði tæpitungulaust og sýndi þarna mikla forystu en núna er rödd Íslands á alþjóðasviðinu brostin að mínu mati því miður því hún er einfaldlega orðin aum og óskýr og þetta hefur birst okkur með mjög víðum hætti núna á undanförnum mánuðum frá því þetta stríð braust út, fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og síðan þegar þáverandi utanríkisráðherra dró í efa að árás á flóttamannabúðir hafi í raun verið árás og núna ennþá sjáum við að eftir að Ísraelsher ræðst á saklausa borgara í flóttamannabúðum þá eru viðbrögð ríkisstjórnar Íslands aum og óskýr.“ Í morgun kom í ljós að Samfylkingin hefur enn mest fylgi allra flokka á Alþingi en könnun Maskínu sýnir að flokkurinn hafi 27% fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fordæma framferði Ísraelsmanna. „Það ættu stjórnvald að gera og ítreka þegar svona viðburðir koma upp eins og þessi árás á flóttamannabúðir fyrir nokkrum dögum síðan og mér finnst mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra talaði með þeim hætti að það hafi ekki verið við öðru að búast í staðinn fyrir að fordæma þetta tæpitungulaust en það skiptir máli bæði að röddin sé skýr en líka að því fylgi einhverjar aðgerðir.“ Undanfarið hefur verið viðruð sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir taki sig saman um að breyta kröftugum þrýstingi með viðskiptaþvingunum. „Með þessu erum við einfaldlega að segja að ef við værum í ríkisstjórn þá þyrfti að sýna sama siðferðisþrek þegar kemur að þessu baráttumáli og almenningur á Íslandi hefur sýnt. Það er ríkur vilji, meðal íslensks almennings um að styðja við palestínsku þjóðina. Við erum í mjög sterkri stöðu til að nýta rödd okkar á alþjóðasviðinu bæði í að vera mjög sterk þegar kemur að fordæmingu, halda á lofti okkar sérstöðu þegar kemur að sögu og tengslum okkar við Palestínu en líka að fara fyrir því og leiða samtal við Norðurlandaþjóðirnar um að við sjáum pólitískar og efnahagslegar afleiðingar af því að Ísrael virði að vettugi allt það sem alþjóðasamfélagið er að þrýsta á þessa daga“ Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kristrún segir að Ísland megi ekki taka þátt í að skapa það fordæmi í alþjóðasamfélaginu að horfa aðgerðalaus á þá stöðu sem uppi er á Gasa. „Það er auðvitað alveg ljóst að Ísrael verður að hætta árásum sínum á saklausa borgara en ríkisstjórn Íslands þarf líka að beita sér fyrir því af fullum þunga núna gagnvart bandalagsríkjum okkar, ekki aðeins með orðum heldur með raunverulegum þrýstingi.“ Hún vísar til þess að Ísland hafi árið 2011 verið fyrsta ríki vestur- og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. „Þá var rödd Íslands sterk og forystufólk þjóðarinnar talaði fyrir friði tæpitungulaust og sýndi þarna mikla forystu en núna er rödd Íslands á alþjóðasviðinu brostin að mínu mati því miður því hún er einfaldlega orðin aum og óskýr og þetta hefur birst okkur með mjög víðum hætti núna á undanförnum mánuðum frá því þetta stríð braust út, fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og síðan þegar þáverandi utanríkisráðherra dró í efa að árás á flóttamannabúðir hafi í raun verið árás og núna ennþá sjáum við að eftir að Ísraelsher ræðst á saklausa borgara í flóttamannabúðum þá eru viðbrögð ríkisstjórnar Íslands aum og óskýr.“ Í morgun kom í ljós að Samfylkingin hefur enn mest fylgi allra flokka á Alþingi en könnun Maskínu sýnir að flokkurinn hafi 27% fylgi. Kristrún segir Samfylkinguna fordæma framferði Ísraelsmanna. „Það ættu stjórnvald að gera og ítreka þegar svona viðburðir koma upp eins og þessi árás á flóttamannabúðir fyrir nokkrum dögum síðan og mér finnst mjög alvarlegt þegar forsætisráðherra talaði með þeim hætti að það hafi ekki verið við öðru að búast í staðinn fyrir að fordæma þetta tæpitungulaust en það skiptir máli bæði að röddin sé skýr en líka að því fylgi einhverjar aðgerðir.“ Undanfarið hefur verið viðruð sú hugmynd að Norðurlandaþjóðir taki sig saman um að breyta kröftugum þrýstingi með viðskiptaþvingunum. „Með þessu erum við einfaldlega að segja að ef við værum í ríkisstjórn þá þyrfti að sýna sama siðferðisþrek þegar kemur að þessu baráttumáli og almenningur á Íslandi hefur sýnt. Það er ríkur vilji, meðal íslensks almennings um að styðja við palestínsku þjóðina. Við erum í mjög sterkri stöðu til að nýta rödd okkar á alþjóðasviðinu bæði í að vera mjög sterk þegar kemur að fordæmingu, halda á lofti okkar sérstöðu þegar kemur að sögu og tengslum okkar við Palestínu en líka að fara fyrir því og leiða samtal við Norðurlandaþjóðirnar um að við sjáum pólitískar og efnahagslegar afleiðingar af því að Ísrael virði að vettugi allt það sem alþjóðasamfélagið er að þrýsta á þessa daga“
Átök í Ísrael og Palestínu Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28. maí 2024 14:16