Þjóðaröryggi Magnús Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 14:01 Fjarskiptastrengina þrjá í eigu Farice þarf að vernda, vegna þjóðaröryggis. Öll viljum við hafa hraða, örugga og góða tengingu við umheiminn. Forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs. Farice-1 strengurinn Þegar strandsvæðaskipulagið var í vinnslu tók VÁ harða rimmu við stjórnsýsluapparatið út af Farice-1 strengnum, sem liggur inn Seyðisfjörð. Skýrslan um Strandsvæðakipulag Austfjarða kom út rúmri viku fyrir tvo kynningarfundi á Austurlandi í lok júní 2022. Við lestur hennar rákum við augun í að helgunarsvæði Farice-1 var sagt 402 m frá strengnum en ekki 463 m, sem er rétta talan. Það vissu allir hjá Skipulagsstofnun því þau höfðu umsögn Farice ehf dags. 23.12.2020 undir höndum. Skipulagsstofnun brást rangt við á fundinum á Seyðisfirði og sgðist hafa upplýsingar um 402 metrana frá Fjarskiptastofu. VÁ talaði við Fjarskiptastofu, sem upplýsti að þessar upplýsingar hefðu aldrei farið frá þeim. Farice ehf staðfesti líka að 463 m væri rétta talan. Þarna fór Skipulagsstofnun með rangt mál. Í frummatsskýrslu Fiskeldis Austfjarða(FA) var líka talað um 463 m. Þau vissu því rétta stærð frá upphafi en reyndu í skipulaginu, með aðstoð frá SFS, að fá þessu breytt í 402 m til að koma sjókvíaeldinu fyrir í Seyðisfirði. SFS og FA urðu að kokgleypa það að mílufjórðungur í fjarskiptalögum er miðaður við sjómílu, 463 m. Þetta vita sjávarútvegsfyrirtæki. Akkerisfestingar Í fjarskiptalögum eru akkerisfestingar skipa bannaðar innan helgunarsvæða sæstrengja. SFS og FA fullyrtu að bann við akkerisfestingum ættu bara við skip ekki sjókvíar. Vissulega eru kvíar ekki skip en í hafnarreglugerð, sem þau hefðu öll átt að þekkja, er hugtakið skip skilgreint svona: “Skip telst í reglugerð þessari sérhvert fljótandi far, sem nota má sem flutningatæki, dvalarstað, vinnustað, framleiðslustað eða geymslustað. ” Hafnarreglugerðin nær yfir allt sem tilheyrir sjókvíum í Seyðisfirði því fjörðurinn allur, að ystu nesjum, er hafnarsvæði Seyðfirðinga. Eldisstöð þarf að merkja með baujum og ljósum. Eldisstöð er allt sem tilheyrir rekstri í kringum kvíarnar alveg til enda akkerisfestinga. Seyðisfjörður er mjög djúpur 70 – 85 m í miðjunni. Akkerisfestingar þurfa að fara þrefalda dýpt fjarðarins út frá kvíunum. Það eru um 250 m og eru þær þá löngu komnar inn á helgunarsvæði Farice-1. FA staðfesti í kynningarbæklingi, sem þau lögðu fyrir stjórnendur Múlaþings, að eldissvæðin færu lítillega inni á helgunarsvæði strengsins. Baráttan við sjókvíaeldið fyrir helgunarsvæði Farice hefur tekið langan tíma. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, sem fer með lög um fjarskipti, hefur haft beiðni frá Farice ehf um lagfæringu á öryggissjónarmiðum fjarskiptalaga frá 8. mars 2023. Já þið lásuð rétt. Þessi beiðni Farice um bætt þjóðaröryggi er rúmlega ársgömul og hefur ekki verið afgreidd ennþá. Þetta ætti að vera lítið mál því þarna væri nóg að segja “allar akkeristestingar bannaðar”, ekki bara skipa. Lögum og reglugerðum hefur verið breytt og viðaukum bætt inn með stuttum fyrirvara þegar það er fiskeldinu í hag. Heyrðist einhvern tíma eitthvað frá formanni Þjóðaröryggisráðs í skipulagsvinnunni? Svarið er NEI. Málið var skilið eftir óafgreitt eða með þeim orðum að hafa þyrfti samband við eigendur fjarskipta- og rafstrengja áður en leyfi yrði veitt. Brot úr umsögn Farice ehf til MAST Farice er einkahlutafélag, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Félagið hefur það meginhlutverk að sjá um rekstur og viðhald á þremur sæstrengjum, sem liggja til Íslands og sjá landinu fyrir nær öllum fjarskiptatengingum við umheiminn. Sæstrengirnir heita ÍRIS, DANICE og FARICE-1. Landhelgisgæslan hefur stöðugt eftirlit með sæstrengjunum í gegnum AIS kerfið. Ljóst er að vinna og skipaumferð við sjókvíar verður töluverð svo sem með fæðispramma og við seiðasleppingu og slátrun. Erfitt er að sjá hvernig slík vinna geti farið fram án þess að akkerum verði varpað á sjávarbotn til að festa skip og pramma. Ekki kemur fram hvernig festingar verða notaðar fyrir kvíarnar, en vanalega er botnfestan, sem er notuð í sambærilegum framkvæmdum stórt plógakkeri. Samantekt Farice 1.1 Með umsögn þessari vill Farice koma á framfæri við MAST athugasemdum vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarða um rekstrarleyfi á sjókvíum í Seyðisfirði. Um nýja og hratt vaxandi atvinnugrein er að ræða og því ber að gæta ítrustu varúðarsjónarmiða við útgáfu rekstrarleyfisins. Sérstaklega þarf að hafa í huga að laga- og regluverk er enn ekki búið að aðlagast þessari nýju starfsemi. Þess vegna telur Farice einsýnt að, ef gefa á út rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldið, helgunarsvæði FARICE-1 verðir virt í orði sem á borði. Til þess að svo sé þarf að breyta fjarskiptalögum ásamt því að skýra verklag og vinnu við sjókvíar nærri fjarskiptasæstrengjum. T.d. er óljóst hvernig eftirliti verði háttað varðandi staðsetningu akkera sjókvía og hvernig aðkoma þjónustuskipa og pramma verður nærri sjókvíunum. 1.2 Þannig ætti ekki að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi sjóeldis í sjókvíum nærri fjarskiptasæstrengjum fyrr en breytingar á fjarskiptalögum hafa tekið gildi og skýrt verði hvernig eftirlit með sjókvíaeldi verði háttað. 1.3 Sjónarmiðum Farice hefur verið komið ítarlega á framfæri við Skipulagsstofnun og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið („HVIN“) allt frá árinu 2020. Þar á meðal tillögu að breytingu á fjarskiptalögum. Meðfylgjandi umsögn þessari eru bréf Farice til Skipulagsstofnunar frá 2020 og bréf Farice til HVIN frá 2023. 1.4Að mati Farice eru miklir almannahagsmunir í húfi enda er íslenskt samfélag gríðarlega háð öryggi í fjarskiptum við útlönd sem nær öll fara um þrjá fjarskiptasæstrengi Farice. Færeyskt samfélag er enn háðara virkni FARICE-1 strengsins þar sem tvær af þremur fjarskiptaleiðum Færeyja við útlönd fara um strenginn. Það er því varhugavert að tefla því öryggi í tvísýnu með því að staðsetja sjókví of nálægt sæstrengnum og eiga á hættu að valda tjóni á honum. Niðurstaða Farice 4.1 Að mati Farice er afar óheppilegt að umsókn um sjókvíaeldi nærri legu fjarskiptasæstrengja eigi sér stað á meðan málið er í vinnslu. Sjónarmiðum Farice var komið skýrt á framfæri við Skipulagsstofnun við vinnslu skipulags hafs og stranda fyrir Austfirði á árinu 2020. Að mati Farice þarf að gæta ítrustu varúðar varðandi öryggi fjarskiptasæstrengja. Þannig ætti ekki að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi sjóeldis í sjókvíum fyrr en breytingar á fjarskiptalögum, skv. tillögum þar um, hafa tekið gildi. 4.2 Einnig þarf að horfa til þess að um nýja atvinnustarfsemi er að ræða sem er eðlisólík fiskveiðum varðandi starfsemi sem snertir sjávarbotn. Því þurfa rík varúðarsjónarmið að gilda við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi sjókvía enda engin reynsla komin á slíkan rekstur nærri fjarskiptasæstrengjum. 4.3 Að mati Farice þurfa því a.m.k. eftirfarandi kvaðir og eftirlitsaðgerðir að vera á sjókvíaeldi nærri fjarskiptasæstrengjum: 4.3.1 Akkeri sjókvía verða ekki innan fjórðungssjómílu frá fjarskiptasæstrengjum. Þannig þarf að horfa til staðsetningu akkeranna sem festa sjókvínna við sjávarbotninn. 4.3.2 Eftirlit þarf að vera með staðsetningu akkeranna og þau reki ekki inn á helgundarsvæði fjarskiptasæstrengjanna. Viðurlög þurfa að liggja við brotum á helgunarsvæðinu. 4.3.3 Tryggja þarf að sjókvíarnar verði ekki alveg við helgunarsvæði fjarskiptasæstrengja þannig að nauðsynleg vinna umhverfis sjókvíarnar geti farið fram án þess að akkerum sé varpað inn á helgunarsvæði fjarskiptasæstrengjanna. Með umsagnarbeiðni MAST fylgdu engar frekari upplýsingar um högun akkera sjókvía, fyrirkomulag eftirlits með þeim eða skýringar á hvernig umferð þjónustuskipa og - pramma verði háttað. Að mati Farice er því ekki hægt að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi sjóeldis að svo stöddu. Hvar er þjóðaröryggisráð Farice bendir á að viðhalds- og viðgerðarvinna við sjókvíar getur ógnað sæstrengjum. Atburður eins og þegar fóðurpramminn Muninn sökk í Reyðarfirði árið 2021, má ekki gerast í Seyðisfirði. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-08-23-fodurprammanum-lyft-af-botni-reydarfjardar https://www.austurfrett.is/frettir/muninn-kominn-allur-upp-ur-sjo Til að bjarga Munin þurfti risapramma frá Noregi, sem festa þurfti niður með stórum akkerum. Í Seyðisfirði hefði það ekki verið hægt vegna helgunarsvæðis strengsins. Sjókvíaeldi í Seyðisfirði er veruleg ógn af manna völdum við þjóðaröryggið. Það er alveg spurning hver stjórnar landinu. Kallað er eftir þeim ráðherrum, sem bera ábyrgð strengnum, og þeir vinsamlegast beðnir að gæta þjóðaröryggis ÍSLANDS og FÆREYJA. Forsætisráðherra Formaður þjóðaröryggisráðs Utanríkisráðherra Er í þjóðaröryggisráði Dómsmálaráðherra Er í þjóðaröryggisráði Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Ber ábyrgð á fjarskiptalögum VÁ tekur undir orð Farice varðandi afgreiðslu umsókna en gengur aðeins lengra og hvetur ráðherra yfir stofnunum , sem sjá um leyfisveitingar, að stíga inn og stöðva allar leyfisveitingar í Seyðisfirði strax. Matvælaráðherra Rekstrarleyfi frá MAST Umhverfisráðherra Starfsleyfi frá UST Innviðaráðherra Byggingarleyfi frá HMS VÁ bendir á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi var sagt að sjókvíaeldið stangaðist á við helgunarsvæði sæstrengsins og þar þyrfti að gæta ítrustu varúðar. Ríkisendurskoðandi benti líka á að stofnanir ríkisins yrðu að vinna betur saman við útgáfu leyfa. Nú bíður nýtt lagareldisfrumvarp í þinginu og í því er ekkert um sjókvíaeldi öryggi sæstrengja. Vaknið ráðherrar. Það þarf að gæta þjóðaröryggis ÍSLANDS og FÆREYJA. Eins og sést eru það hvorki fleiri né færri en sjö ráðherrar, sem bera ábyrgð ef sjókvíaeldi verður leyft í Seyðisfirði. Seyðisfjörð á að friða fyrir sjókvíaeldi vegna Farice-1 strengsins og helgunarsvæðis hans. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Fiskeldi Sjókvíaeldi Öryggis- og varnarmál Magnús Guðmundsson Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarskiptastrengina þrjá í eigu Farice þarf að vernda, vegna þjóðaröryggis. Öll viljum við hafa hraða, örugga og góða tengingu við umheiminn. Forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs. Farice-1 strengurinn Þegar strandsvæðaskipulagið var í vinnslu tók VÁ harða rimmu við stjórnsýsluapparatið út af Farice-1 strengnum, sem liggur inn Seyðisfjörð. Skýrslan um Strandsvæðakipulag Austfjarða kom út rúmri viku fyrir tvo kynningarfundi á Austurlandi í lok júní 2022. Við lestur hennar rákum við augun í að helgunarsvæði Farice-1 var sagt 402 m frá strengnum en ekki 463 m, sem er rétta talan. Það vissu allir hjá Skipulagsstofnun því þau höfðu umsögn Farice ehf dags. 23.12.2020 undir höndum. Skipulagsstofnun brást rangt við á fundinum á Seyðisfirði og sgðist hafa upplýsingar um 402 metrana frá Fjarskiptastofu. VÁ talaði við Fjarskiptastofu, sem upplýsti að þessar upplýsingar hefðu aldrei farið frá þeim. Farice ehf staðfesti líka að 463 m væri rétta talan. Þarna fór Skipulagsstofnun með rangt mál. Í frummatsskýrslu Fiskeldis Austfjarða(FA) var líka talað um 463 m. Þau vissu því rétta stærð frá upphafi en reyndu í skipulaginu, með aðstoð frá SFS, að fá þessu breytt í 402 m til að koma sjókvíaeldinu fyrir í Seyðisfirði. SFS og FA urðu að kokgleypa það að mílufjórðungur í fjarskiptalögum er miðaður við sjómílu, 463 m. Þetta vita sjávarútvegsfyrirtæki. Akkerisfestingar Í fjarskiptalögum eru akkerisfestingar skipa bannaðar innan helgunarsvæða sæstrengja. SFS og FA fullyrtu að bann við akkerisfestingum ættu bara við skip ekki sjókvíar. Vissulega eru kvíar ekki skip en í hafnarreglugerð, sem þau hefðu öll átt að þekkja, er hugtakið skip skilgreint svona: “Skip telst í reglugerð þessari sérhvert fljótandi far, sem nota má sem flutningatæki, dvalarstað, vinnustað, framleiðslustað eða geymslustað. ” Hafnarreglugerðin nær yfir allt sem tilheyrir sjókvíum í Seyðisfirði því fjörðurinn allur, að ystu nesjum, er hafnarsvæði Seyðfirðinga. Eldisstöð þarf að merkja með baujum og ljósum. Eldisstöð er allt sem tilheyrir rekstri í kringum kvíarnar alveg til enda akkerisfestinga. Seyðisfjörður er mjög djúpur 70 – 85 m í miðjunni. Akkerisfestingar þurfa að fara þrefalda dýpt fjarðarins út frá kvíunum. Það eru um 250 m og eru þær þá löngu komnar inn á helgunarsvæði Farice-1. FA staðfesti í kynningarbæklingi, sem þau lögðu fyrir stjórnendur Múlaþings, að eldissvæðin færu lítillega inni á helgunarsvæði strengsins. Baráttan við sjókvíaeldið fyrir helgunarsvæði Farice hefur tekið langan tíma. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, sem fer með lög um fjarskipti, hefur haft beiðni frá Farice ehf um lagfæringu á öryggissjónarmiðum fjarskiptalaga frá 8. mars 2023. Já þið lásuð rétt. Þessi beiðni Farice um bætt þjóðaröryggi er rúmlega ársgömul og hefur ekki verið afgreidd ennþá. Þetta ætti að vera lítið mál því þarna væri nóg að segja “allar akkeristestingar bannaðar”, ekki bara skipa. Lögum og reglugerðum hefur verið breytt og viðaukum bætt inn með stuttum fyrirvara þegar það er fiskeldinu í hag. Heyrðist einhvern tíma eitthvað frá formanni Þjóðaröryggisráðs í skipulagsvinnunni? Svarið er NEI. Málið var skilið eftir óafgreitt eða með þeim orðum að hafa þyrfti samband við eigendur fjarskipta- og rafstrengja áður en leyfi yrði veitt. Brot úr umsögn Farice ehf til MAST Farice er einkahlutafélag, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Félagið hefur það meginhlutverk að sjá um rekstur og viðhald á þremur sæstrengjum, sem liggja til Íslands og sjá landinu fyrir nær öllum fjarskiptatengingum við umheiminn. Sæstrengirnir heita ÍRIS, DANICE og FARICE-1. Landhelgisgæslan hefur stöðugt eftirlit með sæstrengjunum í gegnum AIS kerfið. Ljóst er að vinna og skipaumferð við sjókvíar verður töluverð svo sem með fæðispramma og við seiðasleppingu og slátrun. Erfitt er að sjá hvernig slík vinna geti farið fram án þess að akkerum verði varpað á sjávarbotn til að festa skip og pramma. Ekki kemur fram hvernig festingar verða notaðar fyrir kvíarnar, en vanalega er botnfestan, sem er notuð í sambærilegum framkvæmdum stórt plógakkeri. Samantekt Farice 1.1 Með umsögn þessari vill Farice koma á framfæri við MAST athugasemdum vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarða um rekstrarleyfi á sjókvíum í Seyðisfirði. Um nýja og hratt vaxandi atvinnugrein er að ræða og því ber að gæta ítrustu varúðarsjónarmiða við útgáfu rekstrarleyfisins. Sérstaklega þarf að hafa í huga að laga- og regluverk er enn ekki búið að aðlagast þessari nýju starfsemi. Þess vegna telur Farice einsýnt að, ef gefa á út rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldið, helgunarsvæði FARICE-1 verðir virt í orði sem á borði. Til þess að svo sé þarf að breyta fjarskiptalögum ásamt því að skýra verklag og vinnu við sjókvíar nærri fjarskiptasæstrengjum. T.d. er óljóst hvernig eftirliti verði háttað varðandi staðsetningu akkera sjókvía og hvernig aðkoma þjónustuskipa og pramma verður nærri sjókvíunum. 1.2 Þannig ætti ekki að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi sjóeldis í sjókvíum nærri fjarskiptasæstrengjum fyrr en breytingar á fjarskiptalögum hafa tekið gildi og skýrt verði hvernig eftirlit með sjókvíaeldi verði háttað. 1.3 Sjónarmiðum Farice hefur verið komið ítarlega á framfæri við Skipulagsstofnun og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið („HVIN“) allt frá árinu 2020. Þar á meðal tillögu að breytingu á fjarskiptalögum. Meðfylgjandi umsögn þessari eru bréf Farice til Skipulagsstofnunar frá 2020 og bréf Farice til HVIN frá 2023. 1.4Að mati Farice eru miklir almannahagsmunir í húfi enda er íslenskt samfélag gríðarlega háð öryggi í fjarskiptum við útlönd sem nær öll fara um þrjá fjarskiptasæstrengi Farice. Færeyskt samfélag er enn háðara virkni FARICE-1 strengsins þar sem tvær af þremur fjarskiptaleiðum Færeyja við útlönd fara um strenginn. Það er því varhugavert að tefla því öryggi í tvísýnu með því að staðsetja sjókví of nálægt sæstrengnum og eiga á hættu að valda tjóni á honum. Niðurstaða Farice 4.1 Að mati Farice er afar óheppilegt að umsókn um sjókvíaeldi nærri legu fjarskiptasæstrengja eigi sér stað á meðan málið er í vinnslu. Sjónarmiðum Farice var komið skýrt á framfæri við Skipulagsstofnun við vinnslu skipulags hafs og stranda fyrir Austfirði á árinu 2020. Að mati Farice þarf að gæta ítrustu varúðar varðandi öryggi fjarskiptasæstrengja. Þannig ætti ekki að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi sjóeldis í sjókvíum fyrr en breytingar á fjarskiptalögum, skv. tillögum þar um, hafa tekið gildi. 4.2 Einnig þarf að horfa til þess að um nýja atvinnustarfsemi er að ræða sem er eðlisólík fiskveiðum varðandi starfsemi sem snertir sjávarbotn. Því þurfa rík varúðarsjónarmið að gilda við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi sjókvía enda engin reynsla komin á slíkan rekstur nærri fjarskiptasæstrengjum. 4.3 Að mati Farice þurfa því a.m.k. eftirfarandi kvaðir og eftirlitsaðgerðir að vera á sjókvíaeldi nærri fjarskiptasæstrengjum: 4.3.1 Akkeri sjókvía verða ekki innan fjórðungssjómílu frá fjarskiptasæstrengjum. Þannig þarf að horfa til staðsetningu akkeranna sem festa sjókvínna við sjávarbotninn. 4.3.2 Eftirlit þarf að vera með staðsetningu akkeranna og þau reki ekki inn á helgundarsvæði fjarskiptasæstrengjanna. Viðurlög þurfa að liggja við brotum á helgunarsvæðinu. 4.3.3 Tryggja þarf að sjókvíarnar verði ekki alveg við helgunarsvæði fjarskiptasæstrengja þannig að nauðsynleg vinna umhverfis sjókvíarnar geti farið fram án þess að akkerum sé varpað inn á helgunarsvæði fjarskiptasæstrengjanna. Með umsagnarbeiðni MAST fylgdu engar frekari upplýsingar um högun akkera sjókvía, fyrirkomulag eftirlits með þeim eða skýringar á hvernig umferð þjónustuskipa og - pramma verði háttað. Að mati Farice er því ekki hægt að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi sjóeldis að svo stöddu. Hvar er þjóðaröryggisráð Farice bendir á að viðhalds- og viðgerðarvinna við sjókvíar getur ógnað sæstrengjum. Atburður eins og þegar fóðurpramminn Muninn sökk í Reyðarfirði árið 2021, má ekki gerast í Seyðisfirði. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-08-23-fodurprammanum-lyft-af-botni-reydarfjardar https://www.austurfrett.is/frettir/muninn-kominn-allur-upp-ur-sjo Til að bjarga Munin þurfti risapramma frá Noregi, sem festa þurfti niður með stórum akkerum. Í Seyðisfirði hefði það ekki verið hægt vegna helgunarsvæðis strengsins. Sjókvíaeldi í Seyðisfirði er veruleg ógn af manna völdum við þjóðaröryggið. Það er alveg spurning hver stjórnar landinu. Kallað er eftir þeim ráðherrum, sem bera ábyrgð strengnum, og þeir vinsamlegast beðnir að gæta þjóðaröryggis ÍSLANDS og FÆREYJA. Forsætisráðherra Formaður þjóðaröryggisráðs Utanríkisráðherra Er í þjóðaröryggisráði Dómsmálaráðherra Er í þjóðaröryggisráði Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Ber ábyrgð á fjarskiptalögum VÁ tekur undir orð Farice varðandi afgreiðslu umsókna en gengur aðeins lengra og hvetur ráðherra yfir stofnunum , sem sjá um leyfisveitingar, að stíga inn og stöðva allar leyfisveitingar í Seyðisfirði strax. Matvælaráðherra Rekstrarleyfi frá MAST Umhverfisráðherra Starfsleyfi frá UST Innviðaráðherra Byggingarleyfi frá HMS VÁ bendir á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi var sagt að sjókvíaeldið stangaðist á við helgunarsvæði sæstrengsins og þar þyrfti að gæta ítrustu varúðar. Ríkisendurskoðandi benti líka á að stofnanir ríkisins yrðu að vinna betur saman við útgáfu leyfa. Nú bíður nýtt lagareldisfrumvarp í þinginu og í því er ekkert um sjókvíaeldi öryggi sæstrengja. Vaknið ráðherrar. Það þarf að gæta þjóðaröryggis ÍSLANDS og FÆREYJA. Eins og sést eru það hvorki fleiri né færri en sjö ráðherrar, sem bera ábyrgð ef sjókvíaeldi verður leyft í Seyðisfirði. Seyðisfjörð á að friða fyrir sjókvíaeldi vegna Farice-1 strengsins og helgunarsvæðis hans. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun