Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2024 10:15 Jón Gnarr sagði hvatningu um að draga sig úr kapphlaupinu ekki svara verða. Vísir/Vilhelm „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ Þannig lýsti Jón Gnarr hvatningu sem hann hefur fengið til að draga sig til hlés í forsetakosningunum í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær. Jón sagði um að ræða skilaboð frá stuðningsmönnum annarra framboða. „Það er verið að hvetja mig til að draga... Nú ríði á; að ef við ætlum ekki að láta Katrínu verða forseta, sem við hljótum öll einhvern veginn að vera sammála um,“ sagði Jón og hló við, „þá ríði á að gera eitthvað. Og það væri svolítið sniðugt fyrir mig að draga framboðið mitt til baka og lýsa yfir stuðningi við einhvern annan frambjóðanda.“ Jón sagðist ekki hafa svarað umræddum skilaboðum. „Mér finnst þetta ekki svara vert,“ sagði hann. „Mér finnst þetta dónaskapur. Og það var einn maður sem skrifaði mér langt bréf og ég þakkaði honum fyrir það og sagði að ég hefði hugsað mér að skrifa bók um þessar kosningar, þessa kosningabaráttu þegar henni væri lokið, og ég myndi hafa þetta bréf hans í bókinni. Og ég hef ekki heyrt í honum síðan.“ Jón kom sér hins vegar fimlega undan því að svara hvort skilaboðin hefðu komið úr einum herbúðum frekar oftar en öðrum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi kappræðanna, spurði Baldur Þórhallsson einnig um afskipti af framboðinu hans en hann hefur áður greint frá því að hafa verið hvattur til að stíga til hliðar, ólíkt Jóni til að skapa pláss fyrir Katrínu. „Ég held að við vitum hvað „herbúðir“ þýðir,“ svaraði Baldur, spurður að því hvort um væri að ræða náin samstarfsmann Katrínar. Hann sagðist hins vegar ekki vilja nafngreina viðkomandi. Katrín sagðist ekki hafa haft vitneskju um samtalið. „Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni búin að ákveða að fara fram þannig að hér hefur fólk kannski verið eitthvað að fara á undan sér,“ sagði Katrín en umrætt atvik átti sér stað í mars síðastliðnum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þannig lýsti Jón Gnarr hvatningu sem hann hefur fengið til að draga sig til hlés í forsetakosningunum í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær. Jón sagði um að ræða skilaboð frá stuðningsmönnum annarra framboða. „Það er verið að hvetja mig til að draga... Nú ríði á; að ef við ætlum ekki að láta Katrínu verða forseta, sem við hljótum öll einhvern veginn að vera sammála um,“ sagði Jón og hló við, „þá ríði á að gera eitthvað. Og það væri svolítið sniðugt fyrir mig að draga framboðið mitt til baka og lýsa yfir stuðningi við einhvern annan frambjóðanda.“ Jón sagðist ekki hafa svarað umræddum skilaboðum. „Mér finnst þetta ekki svara vert,“ sagði hann. „Mér finnst þetta dónaskapur. Og það var einn maður sem skrifaði mér langt bréf og ég þakkaði honum fyrir það og sagði að ég hefði hugsað mér að skrifa bók um þessar kosningar, þessa kosningabaráttu þegar henni væri lokið, og ég myndi hafa þetta bréf hans í bókinni. Og ég hef ekki heyrt í honum síðan.“ Jón kom sér hins vegar fimlega undan því að svara hvort skilaboðin hefðu komið úr einum herbúðum frekar oftar en öðrum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi kappræðanna, spurði Baldur Þórhallsson einnig um afskipti af framboðinu hans en hann hefur áður greint frá því að hafa verið hvattur til að stíga til hliðar, ólíkt Jóni til að skapa pláss fyrir Katrínu. „Ég held að við vitum hvað „herbúðir“ þýðir,“ svaraði Baldur, spurður að því hvort um væri að ræða náin samstarfsmann Katrínar. Hann sagðist hins vegar ekki vilja nafngreina viðkomandi. Katrín sagðist ekki hafa haft vitneskju um samtalið. „Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni búin að ákveða að fara fram þannig að hér hefur fólk kannski verið eitthvað að fara á undan sér,“ sagði Katrín en umrætt atvik átti sér stað í mars síðastliðnum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira