Að skreyta sig með stolnum fjöðrum Sema Erla Serdaroglu skrifar 31. maí 2024 14:45 Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka." Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega ekki að vinna markvisst að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza fyrr en íslenskar konur, sem gáfust upp á ömurlegu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðarmorðsins á Gaza, fóru einfaldlega út á eigin vegum í byrjun febrúar 2024 og sóttu Palestínufólk til Gaza og komu því heim til Íslands. Í kjölfarið hófst risastór sjálfboðaliðaaðgerð sem fól í sér að sækja alla palestínska dvalarleyfishafa til Gaza og koma þeim heim til Íslands. Í mars, mánuði eftir að fyrsti sjálfboðaliðahópurinn fór út, og fimm mánuðum eftir að yfirstandandi þjóðernishreinsanir hófust á Gaza, sótti ríkisstjórn Íslands hóp Palestínufólks og kom þeim til landsins, eftir að hafa verið algjörlega niðurlægð af almenningi sem gat komið fólki út af Gaza án mikilla vandkvæða. Stjórnvöld skyldu þó um 50 palestínska einstaklinga, sem allir eru með dvalarleyfi á Íslandi, eftir á Gaza og gáfu það út að þau yrðu ekki sótt. Áður en stjórnvöld sóttu afmarkaða hóp Palestínufólks og komu þeim til landsins voru sjálfboðaliðar þó þegar búnir að greiða leið þeirra allra út af Gaza og von var á þeim út á næstu dögum. Sjálfboðaliðar á vegum Solaris sóttu síðan alla þá einstaklinga sem íslensk stjórnvöld skyldu eftir á Gaza, og gátu komið út, og aðstoðuðu þau við að komast heim til Íslands. Í apríl kom svo upp hin ótrúlega staða að nokkrir tugir palestínufólks sem dvalarleyfi á Íslandi sat fastur í Kaíró dögum saman og þurftu að treysta á stuðning ókunnugra sjálfboðaliða með þak yfir höfuðið, mat, læknisþjónustu og lyf. Konur og börn, sum í tvær vikur. Það var vegna þess að utanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hætti þann 1. mars 2024 að gefa út mikilvæg diplómatísk gögn sem eru skilyrði fyrir því að Palestínufólkið sem kom út af Gaza og er með dvalarleyfi á Íslandi gat komist frá Egyptalandi án vandkvæða og ferðast til Íslands með aðstoð alþjóða fólksflutningastofnunarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, kom þannig viljandi í veg fyrir að íslenskir dvalaleyfishafar kæmust til landsins sem þau eiga rétt á dvöl í. Þau bera ábyrgð á því að fjöldi palestínskra barna og kvenna sem voru að koma út af átakasvæði sat óvænt fastur í ókunnugu landi, með allri þeirri óvissu og óöryggi sen því fylgdi, dögum saman. Ég gekk persónulega í þetta mál og sá til þess að utanríkisráðuneytið uppfyllti lagalegar skyldur sínar gagnvart fólkinu og við gátum komið þeim heim í faðm fjölskyldu sinnar. Á sama tíma vann ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því að þrengja skilyrðin fyrir því að fólk geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í fjóra mánuði hefur mikill fjöldi sjálfboðaliða unnið að því að koma hátt í 200 einstaklingum undan þjóðarmorði á Gaza og til Íslands. Sum okkar hafa unnið að því verkefni, dag og nótt, alla daga, síðan í byrjun febrúar, og einfaldlega gefið allt sem við eigum til þess að gera þetta að raunveruleika. Þessi mannúðaraðgerð hefur kostað margt, meðal annars rúmar 90 milljónir, sem er sú upphæð sem safnaðist á meðal almennings til þess að koma fólkinu okkar heim af Gaza upphæð sem safnaðist með fjölda framlaga og alls konar framtaki. Það er öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þeirri aðgerð að þakka að fólkið komst undan þjóðarmorði á Gaza og til fjölskyldu sinnar á Íslandi. Ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þið fáið ekki að breyta sögunni ykkur í hag - eftir á. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka." Íslensk stjórnvöld voru einfaldlega ekki að vinna markvisst að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum út af Gaza fyrr en íslenskar konur, sem gáfust upp á ömurlegu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna þjóðarmorðsins á Gaza, fóru einfaldlega út á eigin vegum í byrjun febrúar 2024 og sóttu Palestínufólk til Gaza og komu því heim til Íslands. Í kjölfarið hófst risastór sjálfboðaliðaaðgerð sem fól í sér að sækja alla palestínska dvalarleyfishafa til Gaza og koma þeim heim til Íslands. Í mars, mánuði eftir að fyrsti sjálfboðaliðahópurinn fór út, og fimm mánuðum eftir að yfirstandandi þjóðernishreinsanir hófust á Gaza, sótti ríkisstjórn Íslands hóp Palestínufólks og kom þeim til landsins, eftir að hafa verið algjörlega niðurlægð af almenningi sem gat komið fólki út af Gaza án mikilla vandkvæða. Stjórnvöld skyldu þó um 50 palestínska einstaklinga, sem allir eru með dvalarleyfi á Íslandi, eftir á Gaza og gáfu það út að þau yrðu ekki sótt. Áður en stjórnvöld sóttu afmarkaða hóp Palestínufólks og komu þeim til landsins voru sjálfboðaliðar þó þegar búnir að greiða leið þeirra allra út af Gaza og von var á þeim út á næstu dögum. Sjálfboðaliðar á vegum Solaris sóttu síðan alla þá einstaklinga sem íslensk stjórnvöld skyldu eftir á Gaza, og gátu komið út, og aðstoðuðu þau við að komast heim til Íslands. Í apríl kom svo upp hin ótrúlega staða að nokkrir tugir palestínufólks sem dvalarleyfi á Íslandi sat fastur í Kaíró dögum saman og þurftu að treysta á stuðning ókunnugra sjálfboðaliða með þak yfir höfuðið, mat, læknisþjónustu og lyf. Konur og börn, sum í tvær vikur. Það var vegna þess að utanríkisráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, hætti þann 1. mars 2024 að gefa út mikilvæg diplómatísk gögn sem eru skilyrði fyrir því að Palestínufólkið sem kom út af Gaza og er með dvalarleyfi á Íslandi gat komist frá Egyptalandi án vandkvæða og ferðast til Íslands með aðstoð alþjóða fólksflutningastofnunarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, kom þannig viljandi í veg fyrir að íslenskir dvalaleyfishafar kæmust til landsins sem þau eiga rétt á dvöl í. Þau bera ábyrgð á því að fjöldi palestínskra barna og kvenna sem voru að koma út af átakasvæði sat óvænt fastur í ókunnugu landi, með allri þeirri óvissu og óöryggi sen því fylgdi, dögum saman. Ég gekk persónulega í þetta mál og sá til þess að utanríkisráðuneytið uppfyllti lagalegar skyldur sínar gagnvart fólkinu og við gátum komið þeim heim í faðm fjölskyldu sinnar. Á sama tíma vann ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að því að þrengja skilyrðin fyrir því að fólk geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Í fjóra mánuði hefur mikill fjöldi sjálfboðaliða unnið að því að koma hátt í 200 einstaklingum undan þjóðarmorði á Gaza og til Íslands. Sum okkar hafa unnið að því verkefni, dag og nótt, alla daga, síðan í byrjun febrúar, og einfaldlega gefið allt sem við eigum til þess að gera þetta að raunveruleika. Þessi mannúðaraðgerð hefur kostað margt, meðal annars rúmar 90 milljónir, sem er sú upphæð sem safnaðist á meðal almennings til þess að koma fólkinu okkar heim af Gaza upphæð sem safnaðist með fjölda framlaga og alls konar framtaki. Það er öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þeirri aðgerð að þakka að fólkið komst undan þjóðarmorði á Gaza og til fjölskyldu sinnar á Íslandi. Ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þið fáið ekki að breyta sögunni ykkur í hag - eftir á. Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun