Tveir leikmenn utan hóps vegna klúðurs KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. maí 2024 15:48 Selma Sól er utan hóps vegna mistaka hjá starfsfólki KSÍ og bekkurinn þunnskipaðri en yfirleitt er. Gertty Mistök hjá KSÍ gera að verkum að tveir leikmenn í landsliðshópi kvenna mega ekki taka þátt í leik dagsins við Austurríki í undankeppni EM. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu um málið fyrir skemmstu. Leikur liðanna hefst klukkan 16:00. Athygli vekur að Ísland er aðeins með 21 leikmann á leikskýrslu í dag. Kristín Dís Árnadóttir er utan hóps en Orri Rafn Sigurðarson greindi frá því á samfélagsmiðlinum X að eitthvað klúður hafi orðið hjá KSÍ og hún einfaldlega ekki skráð í hóp Íslands. Því sé ekki heimilt að skrá hana á skýrslu. Hér er bein textalýsing frá leik Austurríkis og Íslands. KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að Selma Sól Magnúsdóttir sé utan hóps hjá Íslandi vegna samskonar klúðurs. „Vegna tæknilegra örðugleika við skráningu í mótakerfa UEFA og afleiddra mannlegra mistaka verða þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ekki í leikmannahópi A kvenna gegn Austurríki í dag. Fulltrúar KSÍ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið með fulltrúum UEFA, en án árangurs,“ segir í yfirlýsingu KSÍ. #fimmíröð #dottir pic.twitter.com/1tVVVKB8Ck— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 31, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir leiðir línu Íslands í dag en hún glímdi við meiðsli undir lok leiktíðar í Þýskalandi eftir að hafa lent í hörðu samstuði við Kathrin Hendrich, liðsfélaga hennar í Wolfsburg, í leik Íslands og Þýskalands. Guðrún Arnardóttir og Guðný Árnadóttir verða í bakvörðunum og Sandra María Jessen byrjar leikinn eftir frábæra byrjun hennar með Þór/KA í Bestu deildinni í sumar. Byrjunarlið Íslands: 1. Fanney Inga Birkisdóttir3. Sandra María Jessen4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)6. Ingibjörg Sigurðardóttir8. Alexandra Jóhannsdóttir9. Diljá Ýr Zomers10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir16. Hildur Antonsdóttir18. Guðrún Arnardóttir20. Guðný Árnadóttir23. Sveindís Jane Jónsdóttir Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira
Athygli vekur að Ísland er aðeins með 21 leikmann á leikskýrslu í dag. Kristín Dís Árnadóttir er utan hóps en Orri Rafn Sigurðarson greindi frá því á samfélagsmiðlinum X að eitthvað klúður hafi orðið hjá KSÍ og hún einfaldlega ekki skráð í hóp Íslands. Því sé ekki heimilt að skrá hana á skýrslu. Hér er bein textalýsing frá leik Austurríkis og Íslands. KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að Selma Sól Magnúsdóttir sé utan hóps hjá Íslandi vegna samskonar klúðurs. „Vegna tæknilegra örðugleika við skráningu í mótakerfa UEFA og afleiddra mannlegra mistaka verða þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ekki í leikmannahópi A kvenna gegn Austurríki í dag. Fulltrúar KSÍ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið með fulltrúum UEFA, en án árangurs,“ segir í yfirlýsingu KSÍ. #fimmíröð #dottir pic.twitter.com/1tVVVKB8Ck— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 31, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir leiðir línu Íslands í dag en hún glímdi við meiðsli undir lok leiktíðar í Þýskalandi eftir að hafa lent í hörðu samstuði við Kathrin Hendrich, liðsfélaga hennar í Wolfsburg, í leik Íslands og Þýskalands. Guðrún Arnardóttir og Guðný Árnadóttir verða í bakvörðunum og Sandra María Jessen byrjar leikinn eftir frábæra byrjun hennar með Þór/KA í Bestu deildinni í sumar. Byrjunarlið Íslands: 1. Fanney Inga Birkisdóttir3. Sandra María Jessen4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)6. Ingibjörg Sigurðardóttir8. Alexandra Jóhannsdóttir9. Diljá Ýr Zomers10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir16. Hildur Antonsdóttir18. Guðrún Arnardóttir20. Guðný Árnadóttir23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira