„Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. maí 2024 22:00 Hin palestínska Enas Dajani er nýútskrifuð úr kynja- og jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Málið sem er hið óhugnanlegasta, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Hin palestínska Enas Dajani sem er nýútskrifuð úr kynja- og jafnréttisfræði við Háskóla Íslands þekkir til málsins, og segir ljóst að fórnarlambið hafi verið beitt hræðilegu ofbeldi. Hún segir þó miður að athygli fjölmiðla virðist oft beinast fremur að uppruna meintra ofbeldismanna, heldur en því sem meira máli skipti. „Mikilvægast er að einbeita sér ekki að þjóðerni þeirra eða uppruna. Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að í fréttum var lögð áhersla á heiðursmorð og palestínskt þjóðerni þeirra,“ segir Enas, sem var nokkuð brugðið yfir fréttaflutningi af málinu. „Það sem mestu máli skiptir er hvað kom fyrir hana og hvernig konunni líður núna og hvernig hafa dætur hennar það,“ bætir hún við, en hún hafði í dag ekki náð að tala við fórnarlambið eftir að fréttir af málinu birtust í fjölmiðlum. „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri. Fordómum fylgir hatur, og auknu hatri fylgir aukið ofbeldi,“ segir Enas. Sjálfri þyki henni mikilvægt leggja áherslu á þolandann sem hafi mátt þola hrikalegt, frekar en það hvaðan meintir gerendur væru. „Við erum ekki að tala um konuna og það hvernig verður að bregðast við til að styðja þessa konu og dætur hennar. Við erum ekki að tala um ábyrgð. Það hefur verið greint frá því að þessir menn hafi ekki verið að beita þessu ofbeldi nýlega, heldur 2022 og 2023. Hvað gerðist og af hverju voru þeir ekki látnir sæta ábyrgð fyrr, hvert er hlutverk lögreglu? Þetta er á Íslandi svo þeir verða að fara að íslenskum lögum.“ Faraldur um allan heim Málið veki markar spurningar. Mestu máli skipti hlúið sé að fórnarlambinu og að þeir sem í hlut eigi svari fyrir sakir sínar. „Þegar svona ofbeldismál koma upp, vinnum við öll að því að binda enda á ofbeldi gegn konum, kynbundið ofbeldi og kvennamorð. Þetta er faraldur sem geisar um allan heim, ekki aðeins á Íslandi og ekki aðeins í Palestínu. Þetta tengist ekki endilega arabísku þjóðerni eða kynþætti,“ útskýrir Enas, sem óttast að slíkur málflutningur ýti undir fordóma. „Okkur mun aldrei takast að leysa það samfélagslega mein sem ofbeldi er með kynþáttahatri. Ef við ætlum að tala um þessi mál í samhengi við uppruna og þjóðerni, þá munum við aldrei leysa ofbeldisvandann heldur þvert á móti kynda undir öðru samfélagsmeini sem eru kynþáttafordómar. Það er bál sem við viljum ekki kveikja á Íslandi,“ segir Enas. „Þetta er til skammar.“ Almennt þurfi stjórnvöld, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim, að taka meira mark á konum sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi, hlusta og bregðast við. „Það er 2024 og við erum enn að tala um grundvallarréttindi fyrir konur,“ segir Enas. Hún hefur verið á Íslandi í um hálft ár, og í tengslum við nám sit segist hún hafa fengið góða innsýn í það starf og þann veruleika sem blasir við þeim samtökum og stofnunum sem vinna með konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og heyrt sögur þolenda. „Við vitum að ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi er til staðar á Íslandi og því er ekki aðeins beitt af Palestínumönnum eða öðrum útlendingum sem koma til Íslands. Því er líka beitt á Íslandi af Íslendingum. Og það er miður að það hafi ekki verið mögulegt að útrýma slíku ofbeldi hér á Íslandi sem er í fyrsta sæti í heiminum þegar það kemur að kynjajafnrétti.“ Kynþáttafordómar Kynferðisofbeldi Mannréttindi Dómsmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Málið sem er hið óhugnanlegasta, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Hin palestínska Enas Dajani sem er nýútskrifuð úr kynja- og jafnréttisfræði við Háskóla Íslands þekkir til málsins, og segir ljóst að fórnarlambið hafi verið beitt hræðilegu ofbeldi. Hún segir þó miður að athygli fjölmiðla virðist oft beinast fremur að uppruna meintra ofbeldismanna, heldur en því sem meira máli skipti. „Mikilvægast er að einbeita sér ekki að þjóðerni þeirra eða uppruna. Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að í fréttum var lögð áhersla á heiðursmorð og palestínskt þjóðerni þeirra,“ segir Enas, sem var nokkuð brugðið yfir fréttaflutningi af málinu. „Það sem mestu máli skiptir er hvað kom fyrir hana og hvernig konunni líður núna og hvernig hafa dætur hennar það,“ bætir hún við, en hún hafði í dag ekki náð að tala við fórnarlambið eftir að fréttir af málinu birtust í fjölmiðlum. „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri. Fordómum fylgir hatur, og auknu hatri fylgir aukið ofbeldi,“ segir Enas. Sjálfri þyki henni mikilvægt leggja áherslu á þolandann sem hafi mátt þola hrikalegt, frekar en það hvaðan meintir gerendur væru. „Við erum ekki að tala um konuna og það hvernig verður að bregðast við til að styðja þessa konu og dætur hennar. Við erum ekki að tala um ábyrgð. Það hefur verið greint frá því að þessir menn hafi ekki verið að beita þessu ofbeldi nýlega, heldur 2022 og 2023. Hvað gerðist og af hverju voru þeir ekki látnir sæta ábyrgð fyrr, hvert er hlutverk lögreglu? Þetta er á Íslandi svo þeir verða að fara að íslenskum lögum.“ Faraldur um allan heim Málið veki markar spurningar. Mestu máli skipti hlúið sé að fórnarlambinu og að þeir sem í hlut eigi svari fyrir sakir sínar. „Þegar svona ofbeldismál koma upp, vinnum við öll að því að binda enda á ofbeldi gegn konum, kynbundið ofbeldi og kvennamorð. Þetta er faraldur sem geisar um allan heim, ekki aðeins á Íslandi og ekki aðeins í Palestínu. Þetta tengist ekki endilega arabísku þjóðerni eða kynþætti,“ útskýrir Enas, sem óttast að slíkur málflutningur ýti undir fordóma. „Okkur mun aldrei takast að leysa það samfélagslega mein sem ofbeldi er með kynþáttahatri. Ef við ætlum að tala um þessi mál í samhengi við uppruna og þjóðerni, þá munum við aldrei leysa ofbeldisvandann heldur þvert á móti kynda undir öðru samfélagsmeini sem eru kynþáttafordómar. Það er bál sem við viljum ekki kveikja á Íslandi,“ segir Enas. „Þetta er til skammar.“ Almennt þurfi stjórnvöld, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim, að taka meira mark á konum sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi, hlusta og bregðast við. „Það er 2024 og við erum enn að tala um grundvallarréttindi fyrir konur,“ segir Enas. Hún hefur verið á Íslandi í um hálft ár, og í tengslum við nám sit segist hún hafa fengið góða innsýn í það starf og þann veruleika sem blasir við þeim samtökum og stofnunum sem vinna með konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi og heyrt sögur þolenda. „Við vitum að ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi er til staðar á Íslandi og því er ekki aðeins beitt af Palestínumönnum eða öðrum útlendingum sem koma til Íslands. Því er líka beitt á Íslandi af Íslendingum. Og það er miður að það hafi ekki verið mögulegt að útrýma slíku ofbeldi hér á Íslandi sem er í fyrsta sæti í heiminum þegar það kemur að kynjajafnrétti.“
Kynþáttafordómar Kynferðisofbeldi Mannréttindi Dómsmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira