Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið verkefni og þurfa íbúðareigendur að vera tilbúnir til þess að ræða um rýmið fyrir framan myndavélar.
Tökurnar fara fram fljótlega. Spurð hvað fólk ætti að vita áður en það sækir um svarar Soffía glottandi að þetta sé eins og að fá fellibylinn Soffíu inn í hús. Umsækjendur eigi að vera opnir fyrir breytingum og tilbúnir í framkvæmdir, því það lendi alltaf eitthvað á heimilisfólkinu hvort sem það er að mála eða annað.

Tekið er á móti umsóknum fyrir nýju þáttaröðina stod2.is/skreytumhus og leggur Soffía mikla áherslu á að fólk sendi myndir með af rýminu því það auðveldar allt ferlið.
Hægt er að horfa á eldri þætti á hlekknum hér fyrir neðan: