„Unga fólkið er klárlega að velja okkar framboð“ Ólafur Björn Sverrisson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. júní 2024 12:02 Halla mætti á kjörstað ásamt fjölskyldunni. ragnar visage Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi kaus í ráðhúsinu ásamt fjölskyldu sinni í dag. Hún segir ljóst að unga fólkið velji hennar framboð og vonar að það skili sér á kjörstað í dag. „Ekki síst þykir mér vænt um að í gærkvöldi sá ég tölur sem sýna að unga fólkið sé klárlega að velja okkar framboð. Það var eitthvað sem skipti okkur sköpum í okkar framboði þannig að mér líður nú þegar eins og við höfum náð að hafa jákvæð áhrif og gera gagn. Ég vona bara að unga fólkið skili sér á kjörstað, það skiptir auðvitað öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði og þeirra framtíð,“ segir Halla. Hún segir meira „skoðanakannanablæti“ hafa viðgengist í þessari kosningabaráttu, samanborið við þá sem háð var árið 2016. „En að öðru leyti er þetta svipað. Eigum við ekki að segja að stundum hafi ég staldrað við orðræðuna í samfélaginu núna. Ég tel að við sem erum í framboði eigum alltaf að lyfta okkur upp fyrir það og sýna gott fordæmi. Það höfum við gert og ég held að það hafi fallið fólki vel. Við höfum horft á styrkleika annarra meðframbjóðenda og styrkleikana í okkar framboði og hvaða sýn við höfum á embættið. Aldrei reynt að níða skóinn af öðrum, enda eigum sem erum í framboði ekki að gera það.“ Halla er bjartsýn.ragnar visage Hvernig ætlið þið að verja restinni af deginum? „Við ætlum að leyfa okkur að fara út að borða saman, við höfum ekki náð máltíð saman í svolítinn tíma fjölskyldan þannig það stendur til að fá sér að borða. Svo ætlum við að hitta kjósendur á kosningaskrifstofunni, fara í nokkur viðtöl, kosningavaka í Grósku í kvöld. Við ætlum bara að njóta þessa dags, þetta er lýðræðisveisla. Við eigum öll að fagna þessum degi og ég upplifi að landinn ætli svo sannarlega að gera það.“ Kaust þú rétt? „Ég kýs alltaf rétt, með hjartanu,“ segir Halla að lokum. Atkvæðinu komið til skila.ragnar visage Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ekki síst þykir mér vænt um að í gærkvöldi sá ég tölur sem sýna að unga fólkið sé klárlega að velja okkar framboð. Það var eitthvað sem skipti okkur sköpum í okkar framboði þannig að mér líður nú þegar eins og við höfum náð að hafa jákvæð áhrif og gera gagn. Ég vona bara að unga fólkið skili sér á kjörstað, það skiptir auðvitað öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði og þeirra framtíð,“ segir Halla. Hún segir meira „skoðanakannanablæti“ hafa viðgengist í þessari kosningabaráttu, samanborið við þá sem háð var árið 2016. „En að öðru leyti er þetta svipað. Eigum við ekki að segja að stundum hafi ég staldrað við orðræðuna í samfélaginu núna. Ég tel að við sem erum í framboði eigum alltaf að lyfta okkur upp fyrir það og sýna gott fordæmi. Það höfum við gert og ég held að það hafi fallið fólki vel. Við höfum horft á styrkleika annarra meðframbjóðenda og styrkleikana í okkar framboði og hvaða sýn við höfum á embættið. Aldrei reynt að níða skóinn af öðrum, enda eigum sem erum í framboði ekki að gera það.“ Halla er bjartsýn.ragnar visage Hvernig ætlið þið að verja restinni af deginum? „Við ætlum að leyfa okkur að fara út að borða saman, við höfum ekki náð máltíð saman í svolítinn tíma fjölskyldan þannig það stendur til að fá sér að borða. Svo ætlum við að hitta kjósendur á kosningaskrifstofunni, fara í nokkur viðtöl, kosningavaka í Grósku í kvöld. Við ætlum bara að njóta þessa dags, þetta er lýðræðisveisla. Við eigum öll að fagna þessum degi og ég upplifi að landinn ætli svo sannarlega að gera það.“ Kaust þú rétt? „Ég kýs alltaf rétt, með hjartanu,“ segir Halla að lokum. Atkvæðinu komið til skila.ragnar visage
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira